Katrín segir stjórnmálaflokka ekki vera safn um menningararf Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2019 19:45 Formaður Vinstri grænna segir stjórnmálaflokka ekki eiga að vera safn um menningararf heldur hreyfing um fólk. Áherslur Vinstri grænna hafi á fyrstu árum hreyfingarinnar verið úthrópaðar sem öfgastefna en séu nú almennar og lítt róttækar. Sagan muni eiga síðasta orðið um núverandi stjórnarsamstarf. Þegar fjórir félagshyggjuflokkar sameinuðust undir merkjum Samfylkingarinnar árið 1999 vildu ekki allir vera með og Vinstrihreyfingin grænt framboð varð til hinn 6. febrúar það ár. Hún er því tvítug um þessar mundir. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins fór yfir sögu hreyfingarinnar í setningarræðu flokksráðsfundar í dag. Hún segir ekki hægt að neita því að Vinstri græn hafi haft gríðarleg áhrif á íslensk stjórnmál og sett fjölmörg mál á dagskrá og verið frumkvölar í umhverfis- og kvenfrelsismálum. „Skoðanir okkar á upphafsárunum voru oft kallaðar öfgafullar jaðarskoðanir. Þetta eru mál sem núna eru orðin hluti af meginstraumi stjórnmálanna og njóta mikils fylgis.“ Hver er þá róttækni flokksins í dag? „Það er auðvitað spurningin sem við þurfum að glíma við. Við gengum í gegnum myndi ég segja mikla málefnalega endurnýjun á árunum eftir síðasta ríkisstjórnarsamstarf. Settum þá ákveðin mál á dagskrá. Ekki síst réttindamál, jöfnuð og tengsl hans við velsæld. Það sem við höfum verið að vinna með sérstaklega núna er hvernig við getum tengt efnahagslíf við velsæld án þess að einblína um of á hagvöxt. Vinstri græn hafa tvívegis setið í ríkisstjórn og reyndist samstarfið með Samfylkingunni strax eftir hrun flokkunum báðum erfitt og kom niður á fylgi þeirra í kosningunum 2013. Núverandi stjórnarsamstarf með helsta andstæðingi flokksins samkvæmt hans eigin skilgreiningu er sömuleiðis umdeilt. „Kannski er það svolítil róttækni að taka slíka ákvörðun. En við ákváðum að gera það því okkur fannst mikilvægt og við töldum okkur geta náð miklum árangri í þessu stjórnarsamstarfi.“ Heldur þú að sagan muni dæma þessa ákvörðun með jákvæðum augum þegar upp verður staðið? „Ég held að sagan muni dæma okkur þannig að við höfum tvímælalaust náð árangri í ýmsum málum. En auðvitað hef ég trú á þessari ákvörðun en engin getur sagt til um hvernig sagan dæmir sig fyrr en eftir á,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Tímamót Vinstri græn Tengdar fréttir Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30 Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir stjórnmálaflokka ekki eiga að vera safn um menningararf heldur hreyfing um fólk. Áherslur Vinstri grænna hafi á fyrstu árum hreyfingarinnar verið úthrópaðar sem öfgastefna en séu nú almennar og lítt róttækar. Sagan muni eiga síðasta orðið um núverandi stjórnarsamstarf. Þegar fjórir félagshyggjuflokkar sameinuðust undir merkjum Samfylkingarinnar árið 1999 vildu ekki allir vera með og Vinstrihreyfingin grænt framboð varð til hinn 6. febrúar það ár. Hún er því tvítug um þessar mundir. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins fór yfir sögu hreyfingarinnar í setningarræðu flokksráðsfundar í dag. Hún segir ekki hægt að neita því að Vinstri græn hafi haft gríðarleg áhrif á íslensk stjórnmál og sett fjölmörg mál á dagskrá og verið frumkvölar í umhverfis- og kvenfrelsismálum. „Skoðanir okkar á upphafsárunum voru oft kallaðar öfgafullar jaðarskoðanir. Þetta eru mál sem núna eru orðin hluti af meginstraumi stjórnmálanna og njóta mikils fylgis.“ Hver er þá róttækni flokksins í dag? „Það er auðvitað spurningin sem við þurfum að glíma við. Við gengum í gegnum myndi ég segja mikla málefnalega endurnýjun á árunum eftir síðasta ríkisstjórnarsamstarf. Settum þá ákveðin mál á dagskrá. Ekki síst réttindamál, jöfnuð og tengsl hans við velsæld. Það sem við höfum verið að vinna með sérstaklega núna er hvernig við getum tengt efnahagslíf við velsæld án þess að einblína um of á hagvöxt. Vinstri græn hafa tvívegis setið í ríkisstjórn og reyndist samstarfið með Samfylkingunni strax eftir hrun flokkunum báðum erfitt og kom niður á fylgi þeirra í kosningunum 2013. Núverandi stjórnarsamstarf með helsta andstæðingi flokksins samkvæmt hans eigin skilgreiningu er sömuleiðis umdeilt. „Kannski er það svolítil róttækni að taka slíka ákvörðun. En við ákváðum að gera það því okkur fannst mikilvægt og við töldum okkur geta náð miklum árangri í þessu stjórnarsamstarfi.“ Heldur þú að sagan muni dæma þessa ákvörðun með jákvæðum augum þegar upp verður staðið? „Ég held að sagan muni dæma okkur þannig að við höfum tvímælalaust náð árangri í ýmsum málum. En auðvitað hef ég trú á þessari ákvörðun en engin getur sagt til um hvernig sagan dæmir sig fyrr en eftir á,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Tímamót Vinstri græn Tengdar fréttir Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30 Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30
Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15