Hélt að hann yrði næsti Pablo Escobar Andri Eysteinsson skrifar 8. febrúar 2019 21:46 Veröld fíkniefnasala er ólík veröld venjulegs fólks. Miklir fjármunir geta komið inn á stuttum tíma og hægt er að lifa hátt. Fallið getur þó verið hátt. Í öðrum þætti Burðardýra sem sýndur var í vikunni var rætt við ungan mann sem hafði bæði upplifað það að finnast hann vera óstöðvandi rokkstjarna og hafði komið sér í andlegt þrot. Neysla mannsins, sem kom ekki fram undir nafni, hófst með fikti á unglingsárum. Fljótlega fór hann að rækta og selja kannabis og sér fram á að geta lifað á eiturlyfjasölu það sem eftir er. Maðurinn viðurkennir að neysla hans hafi versnað hratt á unglingsárunum og fór hann að nota Kókaín. Eftir að hafa komist í kynni við kókaínið komst það eitt að í huga hans. Að flytja inn og selja kókaín á Íslandi. Eftir að hafa skapað sér nafn komst hann yfir lyklavöldin að stórfelldu smygli með stórum fíkniefnalager. „Ég tók þessu bara fagnandi og keyrði bara fullt stím með þetta. Þetta stökkbreytti öllu.“Miklar fjárhæðir komu við sögu í lífi mannsins.Sá fram á að verða eins og Escobar „Þetta gerist rosalega fjótt, þetta eru rosalegar upphæðir sem eru að koma inn á rosalega stuttum tíma. Ég er að grafa fíkniefni í eina holu og fulla tunnu af peningum í hina. Þetta steig mér rosalega til höfuðs. Sjálfsblekkingin var orðin svo mikil að ég hélt ég yrði bara næsti Pablo Escobar“ Svo varð hins vegar ekki raunin, árið 2016 var mikill fjöldi sendinga varð haldlagður af Tollstjóra. „Það er alltaf að fara skila sér til mín sending sem kemur aldrei, svo fer ég bara að lesa um þær í blöðunum. Það er verið að handtaka alla í kringum mig, setja fólk í gæsluvarðhald hægri vinstri. Ég finn hvernig hringurinn þrengist í kringum mig,“ Vegna rekstrarerfiðleika fíkniefnasölubatterísins var hann búinn að láta frá sér mest allt reiðufé og fíkniefnalagerinn var orðinn lítill. Þá hóf hann að reykja kókaín. „Allt siðferði fer út um gluggann, það sem var eftir af mér sem manneskju. Það sem var eftir af sálinni minni fór einhvern veginn og brann í öskunni.“Fjara fór undan starfseminni árið 2016Neytti eiturlyfja að andvirði 200.000kr á hverjum degi. Fleiri áföll dynja yfir reksturinn og óöryggið eykst, hann lýsir því hvernig honum leið eins og allir væru á eftir honum, lausnin við þeirri líðan var meiri neysla. Á þeim tímapunkti er hann farinn að nota fíkniefni upp á um 200.000kr á degi hverjum. Eftir skyndilegt andlát yngri bróður mannsins fór hann og reykti sig í algleymi. Maðurinn lýsir því að hann hafi farið beint eftir jarðarförina og reykt kókaín í bílnum og keyrt heim. Mánuði á eftir hafi hann óskað þess að það hefði frekar verið hann sem lést frekar en bróðir hans. Tveimur mánuðum eftir jarðarförina var mikilvægur dagur í lífi hans. Lögreglan bankaði upp að beiðni móður hans, að auki var prestur meðferðis sem sannfærði hann um að leita aðstoðar. Maðurinn samþykkti að fara á geðdeild en sagðist ekki geta gert það edrú. Þar segist hann hafa í fyrsta skipti upplifað að einhver vildi hjálpa honum og ber hann mikla virðingu fyrir prestinum fyrir hans hlutverk. Ástand mannsins á þessum tíma var slæmt og sagðist hann hvorki hafa funkerað edrú né í vímu og lá bara í lamasessi. Að endingu var hann sannfærður um að fara í meðferð og sótti hann sína aðstoð erlendis. Maðurinn viðurkennir að hafa verið svo vímaður þegar hann hélt að stað að hann muni ekkert eftir ferðalaginu. Hann muni bara eftir að hafa rankað við sér kominn í meðferð. Fram kemur í þættinum að hann hafi nú farið í gegnum sporin og hafi snúið blaðinu við. Burðardýr Tengdar fréttir Hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi Inga Lind Gunnarsdóttir segir sögu sína í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Burðardýra, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. 28. janúar 2019 10:30 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Veröld fíkniefnasala er ólík veröld venjulegs fólks. Miklir fjármunir geta komið inn á stuttum tíma og hægt er að lifa hátt. Fallið getur þó verið hátt. Í öðrum þætti Burðardýra sem sýndur var í vikunni var rætt við ungan mann sem hafði bæði upplifað það að finnast hann vera óstöðvandi rokkstjarna og hafði komið sér í andlegt þrot. Neysla mannsins, sem kom ekki fram undir nafni, hófst með fikti á unglingsárum. Fljótlega fór hann að rækta og selja kannabis og sér fram á að geta lifað á eiturlyfjasölu það sem eftir er. Maðurinn viðurkennir að neysla hans hafi versnað hratt á unglingsárunum og fór hann að nota Kókaín. Eftir að hafa komist í kynni við kókaínið komst það eitt að í huga hans. Að flytja inn og selja kókaín á Íslandi. Eftir að hafa skapað sér nafn komst hann yfir lyklavöldin að stórfelldu smygli með stórum fíkniefnalager. „Ég tók þessu bara fagnandi og keyrði bara fullt stím með þetta. Þetta stökkbreytti öllu.“Miklar fjárhæðir komu við sögu í lífi mannsins.Sá fram á að verða eins og Escobar „Þetta gerist rosalega fjótt, þetta eru rosalegar upphæðir sem eru að koma inn á rosalega stuttum tíma. Ég er að grafa fíkniefni í eina holu og fulla tunnu af peningum í hina. Þetta steig mér rosalega til höfuðs. Sjálfsblekkingin var orðin svo mikil að ég hélt ég yrði bara næsti Pablo Escobar“ Svo varð hins vegar ekki raunin, árið 2016 var mikill fjöldi sendinga varð haldlagður af Tollstjóra. „Það er alltaf að fara skila sér til mín sending sem kemur aldrei, svo fer ég bara að lesa um þær í blöðunum. Það er verið að handtaka alla í kringum mig, setja fólk í gæsluvarðhald hægri vinstri. Ég finn hvernig hringurinn þrengist í kringum mig,“ Vegna rekstrarerfiðleika fíkniefnasölubatterísins var hann búinn að láta frá sér mest allt reiðufé og fíkniefnalagerinn var orðinn lítill. Þá hóf hann að reykja kókaín. „Allt siðferði fer út um gluggann, það sem var eftir af mér sem manneskju. Það sem var eftir af sálinni minni fór einhvern veginn og brann í öskunni.“Fjara fór undan starfseminni árið 2016Neytti eiturlyfja að andvirði 200.000kr á hverjum degi. Fleiri áföll dynja yfir reksturinn og óöryggið eykst, hann lýsir því hvernig honum leið eins og allir væru á eftir honum, lausnin við þeirri líðan var meiri neysla. Á þeim tímapunkti er hann farinn að nota fíkniefni upp á um 200.000kr á degi hverjum. Eftir skyndilegt andlát yngri bróður mannsins fór hann og reykti sig í algleymi. Maðurinn lýsir því að hann hafi farið beint eftir jarðarförina og reykt kókaín í bílnum og keyrt heim. Mánuði á eftir hafi hann óskað þess að það hefði frekar verið hann sem lést frekar en bróðir hans. Tveimur mánuðum eftir jarðarförina var mikilvægur dagur í lífi hans. Lögreglan bankaði upp að beiðni móður hans, að auki var prestur meðferðis sem sannfærði hann um að leita aðstoðar. Maðurinn samþykkti að fara á geðdeild en sagðist ekki geta gert það edrú. Þar segist hann hafa í fyrsta skipti upplifað að einhver vildi hjálpa honum og ber hann mikla virðingu fyrir prestinum fyrir hans hlutverk. Ástand mannsins á þessum tíma var slæmt og sagðist hann hvorki hafa funkerað edrú né í vímu og lá bara í lamasessi. Að endingu var hann sannfærður um að fara í meðferð og sótti hann sína aðstoð erlendis. Maðurinn viðurkennir að hafa verið svo vímaður þegar hann hélt að stað að hann muni ekkert eftir ferðalaginu. Hann muni bara eftir að hafa rankað við sér kominn í meðferð. Fram kemur í þættinum að hann hafi nú farið í gegnum sporin og hafi snúið blaðinu við.
Burðardýr Tengdar fréttir Hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi Inga Lind Gunnarsdóttir segir sögu sína í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Burðardýra, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. 28. janúar 2019 10:30 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Hundelt af íslenskum lögregluþjónum í Hollandi Inga Lind Gunnarsdóttir segir sögu sína í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Burðardýra, sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. 28. janúar 2019 10:30