„Fjölskyldumeðlimur kvartar að hann spili of lítið og í næsta leik spilar hann 30 mínútur“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. febrúar 2019 13:30 Úr þættinum í gær. mynd/skjáskot/s2s Það hefur ekki gengið né rekið hjá Tindastól í Dominos-deild karla eftir áramót en í gærkvöldi tapaði liðið enn einum leiknum er liðið fékk skell gegn Stjörnunni á heimavelli. Tindastóll hefur einungis unnið tvo af leikjum sínum eftir áramót og í dag gerði liðið breytingar á liði sínu. Þeir losuðu Urald King og náðu aftur í PJ Alawoya sem spilaði með liðinu í fjarveru King fyrr í vetur. Kjartan Atli Kjartansson stýrði að sjálfsögðu Domino's Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þeir Hermann Hauksson, Teitur Örlygsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru í settinu. Þeir félagar ræddu stöðuna hjá Tindastól og viðbrögð Tindastóls er Danero Thomas var skipt af velli í fjórða leikhluta en mikill fögnuður braust út. Kjartan Atli greindi frá því að þetta virtist vera útaf því að Danero væri tekinn útaf og Teitur tók við boltanum: „Ég held að heimamennirnir séu óánægðir hvað hann fær að hanga lengi inni á vellinum. Hann var búinn að vera hörmulegur en spilar þessar 30 mínútur og það sátu heimamenn á bekknum sem þú varst að hrósa hérna rétt áðan,“ sagði Teitur og hélt áfram: „Þeir komu inn með smá baráttu og vilja og skiljanlega vildi fólkið gera einhverjar breytingar. Israel er alltof lengi að gera þetta,“ áður en Jón Halldór bætti við: „Mér finnst gjörsamlega galið að hann spilar á móti Grindavík og þar kvartar fjölskyldumeðlimur að hann hafi spilað alltof lítið. Hann var hristandi hausinn á bekknum. Svo kemur næsti leikur. Hann spilar 30 mínútur og með allt lóðbeint niður um sig. Hver stjórnar þarna?“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Tindastól Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jólasteikin fór illa í Stólana Tindastóll fær heitasta lið Domino's-deildar karla, Stjörnuna, í heimsókn í kvöld. Stólarnir hafa gefið hressilega eftir á árinu 2019 og tapað fjórum af sex deildarleikjum sínum. 8. febrúar 2019 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Stjarnan 58-79 | Stjarnan yfirspilaði Tindastól á Króknum Ekkert gekk upp hjá Stólunum og Stjörnumenn keyrðu stigunum heim í Garðabæ 8. febrúar 2019 22:45 Tindastóll lætur King fara en semur aftur við Alawoya Tíðindi úr Síkinu. 9. febrúar 2019 12:27 Brynjar: Við kokgleyptum við öllu sem þeir vildu að við gerðum Brynjar Þór Björnsson var ekki brattur eftir skellinn gegn Stjörnunni í kvöld. 8. febrúar 2019 22:26 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Það hefur ekki gengið né rekið hjá Tindastól í Dominos-deild karla eftir áramót en í gærkvöldi tapaði liðið enn einum leiknum er liðið fékk skell gegn Stjörnunni á heimavelli. Tindastóll hefur einungis unnið tvo af leikjum sínum eftir áramót og í dag gerði liðið breytingar á liði sínu. Þeir losuðu Urald King og náðu aftur í PJ Alawoya sem spilaði með liðinu í fjarveru King fyrr í vetur. Kjartan Atli Kjartansson stýrði að sjálfsögðu Domino's Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þeir Hermann Hauksson, Teitur Örlygsson og Jón Halldór Eðvaldsson voru í settinu. Þeir félagar ræddu stöðuna hjá Tindastól og viðbrögð Tindastóls er Danero Thomas var skipt af velli í fjórða leikhluta en mikill fögnuður braust út. Kjartan Atli greindi frá því að þetta virtist vera útaf því að Danero væri tekinn útaf og Teitur tók við boltanum: „Ég held að heimamennirnir séu óánægðir hvað hann fær að hanga lengi inni á vellinum. Hann var búinn að vera hörmulegur en spilar þessar 30 mínútur og það sátu heimamenn á bekknum sem þú varst að hrósa hérna rétt áðan,“ sagði Teitur og hélt áfram: „Þeir komu inn með smá baráttu og vilja og skiljanlega vildi fólkið gera einhverjar breytingar. Israel er alltof lengi að gera þetta,“ áður en Jón Halldór bætti við: „Mér finnst gjörsamlega galið að hann spilar á móti Grindavík og þar kvartar fjölskyldumeðlimur að hann hafi spilað alltof lítið. Hann var hristandi hausinn á bekknum. Svo kemur næsti leikur. Hann spilar 30 mínútur og með allt lóðbeint niður um sig. Hver stjórnar þarna?“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Tindastól
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jólasteikin fór illa í Stólana Tindastóll fær heitasta lið Domino's-deildar karla, Stjörnuna, í heimsókn í kvöld. Stólarnir hafa gefið hressilega eftir á árinu 2019 og tapað fjórum af sex deildarleikjum sínum. 8. febrúar 2019 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Stjarnan 58-79 | Stjarnan yfirspilaði Tindastól á Króknum Ekkert gekk upp hjá Stólunum og Stjörnumenn keyrðu stigunum heim í Garðabæ 8. febrúar 2019 22:45 Tindastóll lætur King fara en semur aftur við Alawoya Tíðindi úr Síkinu. 9. febrúar 2019 12:27 Brynjar: Við kokgleyptum við öllu sem þeir vildu að við gerðum Brynjar Þór Björnsson var ekki brattur eftir skellinn gegn Stjörnunni í kvöld. 8. febrúar 2019 22:26 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Jólasteikin fór illa í Stólana Tindastóll fær heitasta lið Domino's-deildar karla, Stjörnuna, í heimsókn í kvöld. Stólarnir hafa gefið hressilega eftir á árinu 2019 og tapað fjórum af sex deildarleikjum sínum. 8. febrúar 2019 11:30
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Stjarnan 58-79 | Stjarnan yfirspilaði Tindastól á Króknum Ekkert gekk upp hjá Stólunum og Stjörnumenn keyrðu stigunum heim í Garðabæ 8. febrúar 2019 22:45
Brynjar: Við kokgleyptum við öllu sem þeir vildu að við gerðum Brynjar Þór Björnsson var ekki brattur eftir skellinn gegn Stjörnunni í kvöld. 8. febrúar 2019 22:26