Ebba Guðný höfð að fífli við netkaup Stefán Árni Pálsson skrifar 30. janúar 2019 10:30 Ebba verslar sennilega ekki á netinu á næstunni. mynd/LUCINDA „Ég er svolítið stressuð að kaupa á netinu og geri það ekki mikið sko,“ segir sjónvarpskokkurinn og dansarinn Ebba Guðný Guðmundsdóttir sem kíkti í spjall til Gulla og Heimis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún lenti hendur betur í vandræðum með netkaupin á dögunum. „Svo var einhver auglýsing á sunnudagskvöldi, einhver rosa flottur kjóll á útsölu. Það var auðvitað frí heimsending og þetta var bara to good to be true. Ég skelli mér bara á þennan kjól. Ég er mjög varkár og fór vel yfir allt áður en ég samþykki allt varðandi kortaupplýsingar. Ég var alveg viss um að það væri frí heimsending og að kjóllinn kosti bara 29 dollara. Ég var bara voðaánægð og samþykki kaupin. Þá kemur bara, til hamingju þú ert búin að kaupa kjól og pels,“ segir Ebba sem var þá rukkuð um 300 dollara að auki við þá 29 dollara sem hún ætlaði sér að borga. „Ég er varla ein um þetta, en mér leið eins og ég væri svo mikill bjáni. Ég fer eitthvað að google þetta og þá eru allir að skrifa að maður eigi alls ekki að versla við þessa síðu,“ segir Ebba en síðan heitir Ariel Avenue og mælir hún sannarlega ekki með síðunni. „Það voru allir að lenda í þessu um helgina að fá pels með kaupunum sem þeir pöntuðu ekki. Ég ýtti aldrei á neinn pels og sá aldrei neinn pels. Ég fór síðan að lesa mig meira til og þá kemur í ljós að það er enginn að fá vörurnar sínar og ég mun sennilega aldrei sjá kjólinn né pelsinn. Ég hringdi bara strax í kreditkortafyrirtækið og bað á endanum að þeir myndu bara loka kortinu. Mér leið illa með að þeir hefðu upplýsingarnar mínar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ebbu. Bítið Neytendur Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
„Ég er svolítið stressuð að kaupa á netinu og geri það ekki mikið sko,“ segir sjónvarpskokkurinn og dansarinn Ebba Guðný Guðmundsdóttir sem kíkti í spjall til Gulla og Heimis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún lenti hendur betur í vandræðum með netkaupin á dögunum. „Svo var einhver auglýsing á sunnudagskvöldi, einhver rosa flottur kjóll á útsölu. Það var auðvitað frí heimsending og þetta var bara to good to be true. Ég skelli mér bara á þennan kjól. Ég er mjög varkár og fór vel yfir allt áður en ég samþykki allt varðandi kortaupplýsingar. Ég var alveg viss um að það væri frí heimsending og að kjóllinn kosti bara 29 dollara. Ég var bara voðaánægð og samþykki kaupin. Þá kemur bara, til hamingju þú ert búin að kaupa kjól og pels,“ segir Ebba sem var þá rukkuð um 300 dollara að auki við þá 29 dollara sem hún ætlaði sér að borga. „Ég er varla ein um þetta, en mér leið eins og ég væri svo mikill bjáni. Ég fer eitthvað að google þetta og þá eru allir að skrifa að maður eigi alls ekki að versla við þessa síðu,“ segir Ebba en síðan heitir Ariel Avenue og mælir hún sannarlega ekki með síðunni. „Það voru allir að lenda í þessu um helgina að fá pels með kaupunum sem þeir pöntuðu ekki. Ég ýtti aldrei á neinn pels og sá aldrei neinn pels. Ég fór síðan að lesa mig meira til og þá kemur í ljós að það er enginn að fá vörurnar sínar og ég mun sennilega aldrei sjá kjólinn né pelsinn. Ég hringdi bara strax í kreditkortafyrirtækið og bað á endanum að þeir myndu bara loka kortinu. Mér leið illa með að þeir hefðu upplýsingarnar mínar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ebbu.
Bítið Neytendur Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira