Sódavatnsvél til bjargar á Alþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2019 10:58 Alþingismenn eru duglegir að að fylla á flöskur sínar í sódavatnsvél. Vísir/Vilhelm Plastflöskum fækkaði um 2500 í fyrra með kaupum á sódavatnsvél. Þá hafi magn fjölpósts til þingsins minnkað til muna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Í október hafi Alþingi fengið viðurkenningu verkefnisins Græn skref í ríkisrekstri fyrir innleiðingu á fyrsta Græna skrefinu. „Með aukinni umhverfisvitund og innleiðingu aðgerða í umhverfismálum hafa ýmsar breytingar orðið sem gera Alþingi að umhverfisvænni vinnustað. Grænu skrefin eru í hópi ábyrgðarverkefna Umhverfisstofnunar. Skulu nú nefndar til sögunnar nokkrar jákvæðar breytingar á Alþingi, þeim vinnustað sem kannski hvað oftast er milli tannanna á fólki,“ segir í tilkynningunni.Spara 2.500 flöskum á ári Innkaup á sódavatni hafa dregist saman um 87 prósent en þingmenn og aðrir starfsmenn nota nú sódavatnsvél og fylla á margnota flöskur sem þeir fengu að gjöf frá Alþingi. Þessi aðgerð fækki einnota plastflöskum árlega um 2500. Þá hafi Alþingi borist um 40 kíló af fjölpósti í hverjum mánuði, tæplega hálfu tonni af pappír. „Hluti póstsins var innpakkaður í plast. Forsætisnefnd ákvað að draga úr móttöku á fjölpósti til þingmanna og innleiddi stefnu þess efnis í desember síðastliðnum. Nú er einungis tekið á móti átta eintökum af skýrslum (einni fyrir hvern þingflokk) og fjórum eintökum af blöðum. Óskað var eftir því að blöð og skýrslur væru ekki pakkaðar í plast og að þingmenn fengju í staðinn sendan hlekk á skýrslur.“Umhverfisvænar samgöngur Stefnan nær ekki til dagblaða og landshluta- eða bæjarblaða en áskriftir að þeim eru óbreyttar enn sem komið er. „Til að auðvelda aðgang að blöðum var sett upp lesstofa þar sem hægt er að skoða skýrslur og blöð sem berast.“ Þá hafi aukin áhersla verið sett á umhverfisvænni samgöngur. „Starfsmenn og þingmenn hafa tekið vel í að hjóla og ganga til vinnu. Fleiri koma á hjólum til vinnu og settar voru upp rafmagnshleðslustöðvar fyrir bíla.“ Auk þess hefur flokkun úrgangs aukist mikið en endurvinnsluhlutfall á Alþingi árið 2017 var 72 prósent. Alþingi Umhverfismál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta flugslys Suður-Kóreu, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira
Plastflöskum fækkaði um 2500 í fyrra með kaupum á sódavatnsvél. Þá hafi magn fjölpósts til þingsins minnkað til muna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Í október hafi Alþingi fengið viðurkenningu verkefnisins Græn skref í ríkisrekstri fyrir innleiðingu á fyrsta Græna skrefinu. „Með aukinni umhverfisvitund og innleiðingu aðgerða í umhverfismálum hafa ýmsar breytingar orðið sem gera Alþingi að umhverfisvænni vinnustað. Grænu skrefin eru í hópi ábyrgðarverkefna Umhverfisstofnunar. Skulu nú nefndar til sögunnar nokkrar jákvæðar breytingar á Alþingi, þeim vinnustað sem kannski hvað oftast er milli tannanna á fólki,“ segir í tilkynningunni.Spara 2.500 flöskum á ári Innkaup á sódavatni hafa dregist saman um 87 prósent en þingmenn og aðrir starfsmenn nota nú sódavatnsvél og fylla á margnota flöskur sem þeir fengu að gjöf frá Alþingi. Þessi aðgerð fækki einnota plastflöskum árlega um 2500. Þá hafi Alþingi borist um 40 kíló af fjölpósti í hverjum mánuði, tæplega hálfu tonni af pappír. „Hluti póstsins var innpakkaður í plast. Forsætisnefnd ákvað að draga úr móttöku á fjölpósti til þingmanna og innleiddi stefnu þess efnis í desember síðastliðnum. Nú er einungis tekið á móti átta eintökum af skýrslum (einni fyrir hvern þingflokk) og fjórum eintökum af blöðum. Óskað var eftir því að blöð og skýrslur væru ekki pakkaðar í plast og að þingmenn fengju í staðinn sendan hlekk á skýrslur.“Umhverfisvænar samgöngur Stefnan nær ekki til dagblaða og landshluta- eða bæjarblaða en áskriftir að þeim eru óbreyttar enn sem komið er. „Til að auðvelda aðgang að blöðum var sett upp lesstofa þar sem hægt er að skoða skýrslur og blöð sem berast.“ Þá hafi aukin áhersla verið sett á umhverfisvænni samgöngur. „Starfsmenn og þingmenn hafa tekið vel í að hjóla og ganga til vinnu. Fleiri koma á hjólum til vinnu og settar voru upp rafmagnshleðslustöðvar fyrir bíla.“ Auk þess hefur flokkun úrgangs aukist mikið en endurvinnsluhlutfall á Alþingi árið 2017 var 72 prósent.
Alþingi Umhverfismál Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta flugslys Suður-Kóreu, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Sjá meira