Innlent

Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri

Birgir Olgeirsson skrifar
Ingvar Sigurðsson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóra Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu.
Ingvar Sigurðsson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóra Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu.
Stjórn Brunavarna austur Húnavatnssýslu hefur ráðið Ingvar Sigurðsson sem slökkviliðsstjóra Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu og mun hann hefja störf, í fullu starfi, eigi síðar en 1. maí 2019.

Ingvar er löggiltur slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og hefur starfað í tæp 10 ár sem hlutastarfandi slökkviliðsmaður hjá Brunavörnum Árnessýslu 2009-2019 en starfar núna sem einn af fjórum vakthafandi varðstjórum slökkviliðsins, og sinnir þar bakvöktum og þjálfun. Einnig hefur hann starfað við sjúkraflutninga hjá HSU á árinu 2015.

Hann hefur aflað sér leiðbeinendaréttinda tengt starfi sínu í slökkviliðinu, þar á meðal er hann leiðbeinandi í skyndihjálp, notkun hitamyndavéla og hurðarrofstækni. Hann hefur farið á fjölda námskeiða hjá Brunamálaskólanum, þar á meðal þjálfunarstjóra- og stjórnendanámskeiða ásamt því að sækja stjórnendanámskeið hjá Endurmenntun HÍ.

Þá er hann menntaður fangavörður og starfaði sem slíkur í rúm 7 ár á Litla-Hrauni 2008-2015 en starfar nú sem varðstjóri í fangelsinu á Hólmsheiði 2018-2019. Einnig er hann menntaður lögreglumaður frá Lögregluskóla ríkisins og starfaði sem slíkur í um 2 ár hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi 2016-2018.

Ingvar hefur starfað við ýmis félagsstörf en hann er formaður félags slökkviliðsmanna Árnessýslu, verið í fagdeild slökkviliðsmanna hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), situr í ritnefnd LSS og hefur m.a., skrifað greinar í fréttablöð LSS „Slökkviliðsmanninn“ og „Á vakt fyrir Ísland“.

Stjórn Brunavarna A-Hún. fagnar ráðningu Ingvars í starf slökkviliðsstjóra og hlakkar til þess að vinna með hönum að frekari uppbyggingu í þessum málaflokki og að auknu samstarfi á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×