Andlát belgísks manns sýnir fram á mikilvægi þess að kæla matinn hratt Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2019 18:42 Maðurinn eldaði sér spagettí með tómatsósu, sem dró hann til dauða. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Afar mikilvægt er að kæla hratt niður matvæli sem elduð eru í stórum skömmtum og geyma þau einnig inn í ísskáp. Þannig má koma í veg fyrir að gró sem gætu fundist í matnum spíri og valdi alvarlegum veikindum. Árið 2008 lést belgískur maður eftir að hafa borðað mat sem hann eldaði fimm dögum áður. Þetta kom fram í máli Dóru Gunnarsdóttur forstöðumanns neytendaverndar hjá Matvælastofnun í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni umræðunnar er andlát tvítugs manns frá Belgíu árið 2008 sem komst nýverið aftur í fréttir eftir að læknir fjallaði um það á YouTube-rás sinni. Maðurinn borðaði upphitað spagettí með tómatsósu sem hann hafði útbúið fimm dögum áður og geymt við stofuhita. Í kjölfarið veiktist hann hastarlega af völdum bakteríunnar bacillus cereus, sem lagðist á lifrina í honum, og lést. Bakterían myndar gró sem geta verið eitruð mönnum. Umfjöllun læknisins má sjá í myndbandinu hér að neðan.Gróin geta lifað suðuna af Dóra sagði að sérstaklega þyrfti að passa upp á kælingu þegar eldað er í stórum skömmtum, líkt og í tilfelli belgíska mannsins. Þetta eigi sérstaklega við um þurrvörur á borð við hrísgrjón og pasta. „Það sem maður þarf að passa þegar maður er að elda pasta eða hrísgrjón í stórum skömmtum er að kæla matvælin hratt niður því að það geta verið gró til staðar sem lifa af suðuna. Ef að kælingin er hæg, ekki nógu hröð, þá geta þessi gró farið að spíra eins og við köllum það og bakteríurnar fara að fjölga sér,“ sagði Dóra. „Svo geymir hann þetta líka við stofuhita í langan tíma og þá fara bakteríurnar á fulla ferð og fjölga sér.“ Dóra sagði þetta ekki aðeins eiga við um pasta og hrísgrjón heldur allan mat sem eldaður er í stórum skömmtum og ætlaður er til geymslu. Í flestum tilvikum þurfi að huga vel að hraðri kælingu – og til þess séu til góð ráð. „Þá er hægt að deila súpunni niður í smærri ílát, setja pottinn þess vegna í vatnsbað og hræra aðeins í af og til, skipta um vatn, þannig hraðarðu kælingunni. Svo náttúrulega skiptir máli að setja matvælin inn í ísskáp þegar þau eru orðin nægilega köld, komin í tuttugu gráður. Þannig áttu að geta geymt matvæli í einhverja daga.“Viðtalið við Dóru má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðismál Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Afar mikilvægt er að kæla hratt niður matvæli sem elduð eru í stórum skömmtum og geyma þau einnig inn í ísskáp. Þannig má koma í veg fyrir að gró sem gætu fundist í matnum spíri og valdi alvarlegum veikindum. Árið 2008 lést belgískur maður eftir að hafa borðað mat sem hann eldaði fimm dögum áður. Þetta kom fram í máli Dóru Gunnarsdóttur forstöðumanns neytendaverndar hjá Matvælastofnun í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefni umræðunnar er andlát tvítugs manns frá Belgíu árið 2008 sem komst nýverið aftur í fréttir eftir að læknir fjallaði um það á YouTube-rás sinni. Maðurinn borðaði upphitað spagettí með tómatsósu sem hann hafði útbúið fimm dögum áður og geymt við stofuhita. Í kjölfarið veiktist hann hastarlega af völdum bakteríunnar bacillus cereus, sem lagðist á lifrina í honum, og lést. Bakterían myndar gró sem geta verið eitruð mönnum. Umfjöllun læknisins má sjá í myndbandinu hér að neðan.Gróin geta lifað suðuna af Dóra sagði að sérstaklega þyrfti að passa upp á kælingu þegar eldað er í stórum skömmtum, líkt og í tilfelli belgíska mannsins. Þetta eigi sérstaklega við um þurrvörur á borð við hrísgrjón og pasta. „Það sem maður þarf að passa þegar maður er að elda pasta eða hrísgrjón í stórum skömmtum er að kæla matvælin hratt niður því að það geta verið gró til staðar sem lifa af suðuna. Ef að kælingin er hæg, ekki nógu hröð, þá geta þessi gró farið að spíra eins og við köllum það og bakteríurnar fara að fjölga sér,“ sagði Dóra. „Svo geymir hann þetta líka við stofuhita í langan tíma og þá fara bakteríurnar á fulla ferð og fjölga sér.“ Dóra sagði þetta ekki aðeins eiga við um pasta og hrísgrjón heldur allan mat sem eldaður er í stórum skömmtum og ætlaður er til geymslu. Í flestum tilvikum þurfi að huga vel að hraðri kælingu – og til þess séu til góð ráð. „Þá er hægt að deila súpunni niður í smærri ílát, setja pottinn þess vegna í vatnsbað og hræra aðeins í af og til, skipta um vatn, þannig hraðarðu kælingunni. Svo náttúrulega skiptir máli að setja matvælin inn í ísskáp þegar þau eru orðin nægilega köld, komin í tuttugu gráður. Þannig áttu að geta geymt matvæli í einhverja daga.“Viðtalið við Dóru má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðismál Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira