Láku gögnum úr rannsókn Muellers Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2019 23:30 Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins árið 2017. Vísir/Getty Meira en eitt þúsund skjölum og gögnum úr rannsókn Roberts Muellers á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 var lekið á netið frá Rússlandi. Gögnunum hafði áður verið deilt með lögmönnum rússneskra ríkisborgara.Þetta kemur fram í dómsskjölum sem lögmenn á vegum Muellers lögðu fyrir dómara í máli Muellers gegn fyrirtækinu Concord Management and Consulting. Það var ákært ásamt þrettán rússneskum einstaklingum og tveimur öðrum fyrirtækjum í febrúar og sakað um að vera hluti af rússneskri áróðursherferð á netinu sem átti að hafa áhrif á bandaríska kjósendur. Lögmenn rússnesku einstaklinganna höfðu sem fyrr segir fengið aðgang að skjölunum sem dúkkuðu síðar upp á skráardeilingarvefsíðu. Forsvarsmenn vefsíðunnar segja að skjölunum hafi verið hlaðið inn á síðuna frá tölvu sem tengdist netinu í gegnum rússneska IP-tölu.Sjá einnig:Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Í dómsskjölunum kemur fram að gögnin sem hlaðið var upp á síðunni beri sömu nöfn og megi finna í sömu möppum og í gagnagrunni rannsóknarteymis Mueller. Ekkert bendir þó til þess að tölvuhakkarar hafi hakkað sig inn í gagnagrunninn, því séu allar líkur á því að einhver þeirra sem fékk aðgang að upplýsingunum í málinu gegn rússnesku hökkurunum hafi dreift þeim á netið. Lögmenn Muellers fara fram á það að lögmenn Concord Management and Consulting fái ekki aðgang „viðkvæmum“ skjölum sem tengjast rannsókninni því ekki sé hægt að treysta því að þeim verði ekki lekið. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Meira en eitt þúsund skjölum og gögnum úr rannsókn Roberts Muellers á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 var lekið á netið frá Rússlandi. Gögnunum hafði áður verið deilt með lögmönnum rússneskra ríkisborgara.Þetta kemur fram í dómsskjölum sem lögmenn á vegum Muellers lögðu fyrir dómara í máli Muellers gegn fyrirtækinu Concord Management and Consulting. Það var ákært ásamt þrettán rússneskum einstaklingum og tveimur öðrum fyrirtækjum í febrúar og sakað um að vera hluti af rússneskri áróðursherferð á netinu sem átti að hafa áhrif á bandaríska kjósendur. Lögmenn rússnesku einstaklinganna höfðu sem fyrr segir fengið aðgang að skjölunum sem dúkkuðu síðar upp á skráardeilingarvefsíðu. Forsvarsmenn vefsíðunnar segja að skjölunum hafi verið hlaðið inn á síðuna frá tölvu sem tengdist netinu í gegnum rússneska IP-tölu.Sjá einnig:Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Í dómsskjölunum kemur fram að gögnin sem hlaðið var upp á síðunni beri sömu nöfn og megi finna í sömu möppum og í gagnagrunni rannsóknarteymis Mueller. Ekkert bendir þó til þess að tölvuhakkarar hafi hakkað sig inn í gagnagrunninn, því séu allar líkur á því að einhver þeirra sem fékk aðgang að upplýsingunum í málinu gegn rússnesku hökkurunum hafi dreift þeim á netið. Lögmenn Muellers fara fram á það að lögmenn Concord Management and Consulting fái ekki aðgang „viðkvæmum“ skjölum sem tengjast rannsókninni því ekki sé hægt að treysta því að þeim verði ekki lekið.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00
Mueller varar við áframhaldandi afskiptum Rússa Saksóknarar á vegum sérstaka rannsakandans vilja að dómari í máli gegn rússneskri tröllaverksmiðju haldi leynd yfir sönnunargögnum vegna áframhaldandi afskipta Rússa af kosningum. 13. júní 2018 08:26
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent