Stunguáverkar sjaldgæfari hér á landi en í löndunum í kring Sighvatur Arnmundsson skrifar 31. janúar 2019 06:00 Tómas Guðbjartsson yfirlæknir stýrði rannsókninni. Vísir/vilhelm „Þegar við erum búin að leiðrétta fyrir auknum mannfjölda á þessu tímabili kemur í ljós að alvarlegum stunguáverkum hefur ekki fjölgað marktækt. Þeir eru líka sjaldgæfir hér miðað við nágrannalönd. Það er mjög jákvætt,“ segir Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum og yfirlæknir á Landspítala. Tómas stýrði rannsókninni sem nær til tímabilsins frá 2000-2015 ásamt Brynjólfi Mogensen, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. „Niðurstöðurnar komu mér að sumu leyti þægilega á óvart þótt það sé auðvitað áhyggjuefni að fimmtán hafi látist áður en þeir komust á sjúkrahús. Ég held ég geti mælt fyrir munn okkar allra að við vissum ekki hvernig þetta myndi líta út þegar við fórum af stað,“ segir Tómas. Af þeim 73 einstaklingum sem rannsóknin náði til létust aðeins þrír eftir komu á sjúkrahús. „Það er árangur sem ég held að við öll sem erum í teymunum sem koma að meðferðinni getum verið ánægð með. Flestir læknarnir hafa til dæmis lokið sérstöku námskeiði í meðferð alvarlega slasaðra. Við getum ekki sannað með þessum niðurstöðum að árangurinn sé út af því en teymin eru að virka vel.“ Grein sem byggir á rannsókninni fékkst nýlega birt í alþjóðlegu fagriti um bráðalækningar en aðalhöfundur greinarinnar er Una Jóhannesdóttir deildarlæknir. Tómas segir það einstakt að slík rannsókn sé gerð á heilli þjóð. „Það er styrkur rannsóknarinnar og gerir það að verkum að við fáum hana birta. Við erum með litla rannsóknarstofu sem er allt þýðið á Íslandi. Við náum í hvert einasta tilfelli og getum fylgt öllum sjúklingum eftir.“ Tómas segir að á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans hafi árangur af bráðaaðgerðum vegna skot- og hnífaáverka verið rannsakaður. „Svona mál hafa verið svolítið í fréttum en við Brynjólfur vildum vita hvort það hefði orðið raunveruleg aukning á þessum áverkum eða hvort þessi mál fái meiri umfjöllun í fjölmiðlum. Það er erfitt að átta sig á því jafnvel þótt maður sé læknir og starfi á gólfinu.“ Meðalaldur sjúklinganna 73 sem lagðir voru inn með alvarlega stunguáverka var tæp 33 ár og voru karlar um 90 prósent þeirra. 47 af sjúklingunum eða rúm 64 prósent þurftu að gangast undir aðgerð en fjórtán sjúklingar töldust vera með lífshættulega áverka. Algengast var að stunguáverkar væru á brjóstholi, kviðarholi og efri útlimum. Langflestir áverkarnir komu til vegna árásar eða í 70 tilfellum en í þremur tilfellum var um sjálfsskaða að ræða. Meirihluti árása eða um 55 prósent átti sér stað í heimahúsi, tæpur þriðjungur úti á götu, rúm átta prósent á skemmtistöðum og um fjögur prósent á vinnustað Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
„Þegar við erum búin að leiðrétta fyrir auknum mannfjölda á þessu tímabili kemur í ljós að alvarlegum stunguáverkum hefur ekki fjölgað marktækt. Þeir eru líka sjaldgæfir hér miðað við nágrannalönd. Það er mjög jákvætt,“ segir Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum og yfirlæknir á Landspítala. Tómas stýrði rannsókninni sem nær til tímabilsins frá 2000-2015 ásamt Brynjólfi Mogensen, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. „Niðurstöðurnar komu mér að sumu leyti þægilega á óvart þótt það sé auðvitað áhyggjuefni að fimmtán hafi látist áður en þeir komust á sjúkrahús. Ég held ég geti mælt fyrir munn okkar allra að við vissum ekki hvernig þetta myndi líta út þegar við fórum af stað,“ segir Tómas. Af þeim 73 einstaklingum sem rannsóknin náði til létust aðeins þrír eftir komu á sjúkrahús. „Það er árangur sem ég held að við öll sem erum í teymunum sem koma að meðferðinni getum verið ánægð með. Flestir læknarnir hafa til dæmis lokið sérstöku námskeiði í meðferð alvarlega slasaðra. Við getum ekki sannað með þessum niðurstöðum að árangurinn sé út af því en teymin eru að virka vel.“ Grein sem byggir á rannsókninni fékkst nýlega birt í alþjóðlegu fagriti um bráðalækningar en aðalhöfundur greinarinnar er Una Jóhannesdóttir deildarlæknir. Tómas segir það einstakt að slík rannsókn sé gerð á heilli þjóð. „Það er styrkur rannsóknarinnar og gerir það að verkum að við fáum hana birta. Við erum með litla rannsóknarstofu sem er allt þýðið á Íslandi. Við náum í hvert einasta tilfelli og getum fylgt öllum sjúklingum eftir.“ Tómas segir að á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans hafi árangur af bráðaaðgerðum vegna skot- og hnífaáverka verið rannsakaður. „Svona mál hafa verið svolítið í fréttum en við Brynjólfur vildum vita hvort það hefði orðið raunveruleg aukning á þessum áverkum eða hvort þessi mál fái meiri umfjöllun í fjölmiðlum. Það er erfitt að átta sig á því jafnvel þótt maður sé læknir og starfi á gólfinu.“ Meðalaldur sjúklinganna 73 sem lagðir voru inn með alvarlega stunguáverka var tæp 33 ár og voru karlar um 90 prósent þeirra. 47 af sjúklingunum eða rúm 64 prósent þurftu að gangast undir aðgerð en fjórtán sjúklingar töldust vera með lífshættulega áverka. Algengast var að stunguáverkar væru á brjóstholi, kviðarholi og efri útlimum. Langflestir áverkarnir komu til vegna árásar eða í 70 tilfellum en í þremur tilfellum var um sjálfsskaða að ræða. Meirihluti árása eða um 55 prósent átti sér stað í heimahúsi, tæpur þriðjungur úti á götu, rúm átta prósent á skemmtistöðum og um fjögur prósent á vinnustað
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira