Flugvél Sala hvarf fyrir tíu dögum síðan en í vélinni með Sala var flugmaðurinn David Ibbotson.
Leikurinn gegn St. Etienne tók á leikmenn Nantes sem og stuðningsmenn en hann endaði 1-1. Sala var minnst fyrir leik og leikmenn Nantes voru í bolum með nafni hans á. Þar stóð: „Við elskum þig, Emi“.
Fyrir leik var spilað myndband með tilþrifum Sala. Argentínski fáninn og Sala-treflar voru áberandi í stúkunni þar sem mátti sjá mörg tár falla.
Leikurinn var svo stöðvaður á níundu mínútu til þess að minnast Argentínumannsins og var þá klappað í eina mínútu.






