Skipuleggjendur HM í handbolta í Þýskalandi og Danmörku eru í skýjunum með hvernig til tókst enda hafa aldrei fleiri mætt á leiki á HM.
Alls mættu 906.281 á leiki mótsins og það slær mætingarmetið frá HM 2007 sem haldið var í Þýskalandi. Þá mættu 750 áhorfendur á leiki mótsins. Milljónin er handan við hornið.
Fleiri sáu leikina í Þýskalandi eða 537 þúsund. Það sem meira er þá seldust 98,6 prósent miðanna á leikina í Þýskalandi.
„Þessar tölur hafa komið okkur þægilega á óvart. Við erum sérstaklega ánægð með mætinguna á leikina þar sem þýska liðið var ekki að spila,“ sagði Mark Schober, framkvæmdastjóri þýska handknattleikssambandsins.
Hinn umdeildi forseti IHF, Hassan Moustafa, tók í sama streng.
„Þetta er frábært. Ég var líka í München þar sem þýska liðið spilaði ekki og það var samt fullt. Þetta mót fór fram hjá tveimur alvöru handboltaþjóðum,“ sagði Moustafa.
Tæplega milljón manns mættu á leikina á HM
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn