Komin með keppnisrétt á mótaröð hinum megin á hnettinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2019 14:00 Valdís Þóra Jónsdóttir. Getty/Warren Little Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi náði markmiði sínu á úrtökumóti fyrir áströlsku atvinnumótaröðina. Valdís Þóra endaði í sextánda til átjánda sæti á mótinu en hún lék á þremur höggum yfir pari. Alls tóku 81 atvinnukylfingar þátt frá 30 þjóðum og allir voru á eftir tuttugu efstu sætunum. Valdís Þóra náði með árangri sínum að tryggja sér keppnisrétt á ALPG eða áströlsku mótaröðinni í kvennaflokki. „Þá er fyrsta mótinu hérna í Ástralíu lokið. Ég endaði á þremur höggum yfir pari og jöfn í sextánda sæti. Það var mikill vindur í dag og í gær en mér tókst að höndla það nokkuð vel að mínu mati og ég er ánægð með spilamennskuna í heild sinni í þessu móti. Það sem ég vann í með Kalla og Hlyn á milli AbuDhabi og núna er virkilega að skila sér og ánægjulegt að sjá muninn frá því í AbuDhabi,“ skrifaði Valdís Þóra á fésbókarsíðu sína. „Markmiðið fyrir þetta mót var að enda í topp 20 og næla mér í þátttökurétt á áströlsku mótaröðinni. Ég er nú þegar komin inn á fjögur mót á þeirri mótaröð í gegnum Evróputúrinn en með því að næla mér í þátttökurétt á þessari mótaröð á ég fleiri möguleika á að komast inn í Opna ástralska mótið á þessu ári og svo inn í Vic og Opna Ástralska á næsta ári. Ég er komin yfir á næsta áfangastað og fæ núna viku til þess að æfa mig fyrir VicOpen sem er hluti af LPGA mótaröðinni,“ skrifaði Valdís Þóra. Átta efstu á þessu móti tryggðu sér keppnisrétt á ISPS Handa mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Valdís Þóra er með keppnisrétt á því móti sem fram fer 7.til 10. febrúar. Fimmtán efstu tryggðu sér keppnisrétt á AustralianLadiesClassicBonville, ActewAGLCanberraClassic og Women’sNSWOpen. Valdís Þóra er með keppnisrétt á þeim mótum sem fram fara í lok febrúar á þessu ári. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi náði markmiði sínu á úrtökumóti fyrir áströlsku atvinnumótaröðina. Valdís Þóra endaði í sextánda til átjánda sæti á mótinu en hún lék á þremur höggum yfir pari. Alls tóku 81 atvinnukylfingar þátt frá 30 þjóðum og allir voru á eftir tuttugu efstu sætunum. Valdís Þóra náði með árangri sínum að tryggja sér keppnisrétt á ALPG eða áströlsku mótaröðinni í kvennaflokki. „Þá er fyrsta mótinu hérna í Ástralíu lokið. Ég endaði á þremur höggum yfir pari og jöfn í sextánda sæti. Það var mikill vindur í dag og í gær en mér tókst að höndla það nokkuð vel að mínu mati og ég er ánægð með spilamennskuna í heild sinni í þessu móti. Það sem ég vann í með Kalla og Hlyn á milli AbuDhabi og núna er virkilega að skila sér og ánægjulegt að sjá muninn frá því í AbuDhabi,“ skrifaði Valdís Þóra á fésbókarsíðu sína. „Markmiðið fyrir þetta mót var að enda í topp 20 og næla mér í þátttökurétt á áströlsku mótaröðinni. Ég er nú þegar komin inn á fjögur mót á þeirri mótaröð í gegnum Evróputúrinn en með því að næla mér í þátttökurétt á þessari mótaröð á ég fleiri möguleika á að komast inn í Opna ástralska mótið á þessu ári og svo inn í Vic og Opna Ástralska á næsta ári. Ég er komin yfir á næsta áfangastað og fæ núna viku til þess að æfa mig fyrir VicOpen sem er hluti af LPGA mótaröðinni,“ skrifaði Valdís Þóra. Átta efstu á þessu móti tryggðu sér keppnisrétt á ISPS Handa mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Valdís Þóra er með keppnisrétt á því móti sem fram fer 7.til 10. febrúar. Fimmtán efstu tryggðu sér keppnisrétt á AustralianLadiesClassicBonville, ActewAGLCanberraClassic og Women’sNSWOpen. Valdís Þóra er með keppnisrétt á þeim mótum sem fram fara í lok febrúar á þessu ári.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira