Ætla að koma í veg fyrir undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. janúar 2019 19:00 Eitt brýnasta verkefnið á íslenskum vinnumarkaði er að taka á kennitöluflakki og mansali á skilvirkan hátt. Þetta kom fram þegar samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra kynnti tillögur að aðgerðum í dag. Tillögur starfshópsins eru í tíu liðum og fela meðal annars í sér að yfirvöld fái frekari valdheimildir á vinnumarkaði í sínu eftirliti, tekið verðir á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Að stjórnvöld fái frekari lagaheimildir til þvingunarúrræða, sett verði skylda til keðjuábyrgðar um opinber innkaup tryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu, og að bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Stöð 2„Það er gríðarlega mikilvægt að félagsleg undirboð á vinnumarkaði að það þrífist ekki og ástæða þess að þessi vinna var sett af stað var sú að við tölum mikilvægt að fá alla aðila að borðinu til þess að ræða það með hvaða hætti væri hægt að bregðast við,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra eftir kynningu skýrslunnar í dag. Starfshópinn skipuðu fulltrúar frá fimm ráðuneytum, embætti Ríkislögreglustjóra, Ríkisskattstjóra, Vinnueftirlitinu, Vinnumálastofnun, Alþýðusambandinu, Bandalagi háskólamanna, BSRB Sambandi íslenskra sveitarfélaga og samtökum atvinnulífsins undir forystu Jóns Sigurðssonar, sem segir áríðandi að hraða vinnu í ráðuneytum svo tillögur starfshópsins komi til framkvæmda.Jón Sigurðsson, formaður starfshópsinsVísir/Stöð 2„Það þarf að vinna og ljúka vinnu á tillögum, tillögugerð og að sumu leiti lagabreytingum, reglugerðum og svo framvegis og allt tekur þetta sinn tíma og þess vegna er mikilvægt að hefja það starf þegar og vinna ötullega að þessu því að þetta byggist á því að það sé vilji og ásetningur á bak við það,“ sagði Jón. Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins fagnar tillögunum.Halldór Grönvold, aðstoðarframlvæmdastjóri Alþýðusambands ÍslandsVísir/Stöð 2„Ef þær komast til framkvæmda þá teljum við að við munum fá hér mun heilbrigðari vinnumarkað heldur en við höfum í dag. markmiðið er að tryggja að þeir sem að hér starfa njóti þeirra launa og starfskjara sem að þeim ber og að þau fyrirtæki sem eru að svindla og svína á fólki að þau fái ekkert annað tækifæri heldur sé komið út af markaði,“ sagði Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands.Helstu tillögur samstarfshópsins eru eftirfarandi:Brýnasta verkefnið er að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Í tillögunum er m.a. heimild til að setja forsvarsmenn fyrirtækja í tímabundið bann við þátttöku í stjórnun félaga.Komið verði upp föstum samráðshópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem beri ábyrgð á sameiginlegri stefnumótun um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.Stjórnvöld sem fara með valdheimildir á vinnumarkaði geri með sér formlegt samkomulag um skipulegt samstarf gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.Útfært verði hvernig megi fyrirbyggja alvarleg og/eða ítrekuð brot gegn starfsmönnum með því að útvíkka refsiábyrgð lögaðila og fyrirsvarsmanna.Stjórnvöldum verði veittar lagaheimildir til að taka á brotastarfsemi, m.a. með þvingunarúrræðum og stjórnvaldsviðurlögum.Sett verði skylda til keðjuábyrgðar í lög um opinber innkaup.Komið verði í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði undir formerkjum starfsnáms eða sjálfboðaliðastarfsemi.Kortlagðar verði með skipulegum hætti þær lagaheimildir sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa til að skiptast á gögnum og upplýsingumTryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu.Bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna.Skýrslu starfshópsins má lesa hér. Félagsmál Kjaramál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill viðtækara samstarf til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði Aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar telur að vinnustaðaeftirlitið, sem stofnunin sér um, muni ekki uppræta þá brotastarfsemi sem á sér stað á vinnumarkaði hér á landi. 4. október 2018 19:45 Brýnt að taka á kennitöluflakki með skilvirkum hætti Samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra um undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði segir brýnasta verkefnið að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. 31. janúar 2019 14:21 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Eitt brýnasta verkefnið á íslenskum vinnumarkaði er að taka á kennitöluflakki og mansali á skilvirkan hátt. Þetta kom fram þegar samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra kynnti tillögur að aðgerðum í dag. Tillögur starfshópsins eru í tíu liðum og fela meðal annars í sér að yfirvöld fái frekari valdheimildir á vinnumarkaði í sínu eftirliti, tekið verðir á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Að stjórnvöld fái frekari lagaheimildir til þvingunarúrræða, sett verði skylda til keðjuábyrgðar um opinber innkaup tryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu, og að bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.Vísir/Stöð 2„Það er gríðarlega mikilvægt að félagsleg undirboð á vinnumarkaði að það þrífist ekki og ástæða þess að þessi vinna var sett af stað var sú að við tölum mikilvægt að fá alla aðila að borðinu til þess að ræða það með hvaða hætti væri hægt að bregðast við,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra eftir kynningu skýrslunnar í dag. Starfshópinn skipuðu fulltrúar frá fimm ráðuneytum, embætti Ríkislögreglustjóra, Ríkisskattstjóra, Vinnueftirlitinu, Vinnumálastofnun, Alþýðusambandinu, Bandalagi háskólamanna, BSRB Sambandi íslenskra sveitarfélaga og samtökum atvinnulífsins undir forystu Jóns Sigurðssonar, sem segir áríðandi að hraða vinnu í ráðuneytum svo tillögur starfshópsins komi til framkvæmda.Jón Sigurðsson, formaður starfshópsinsVísir/Stöð 2„Það þarf að vinna og ljúka vinnu á tillögum, tillögugerð og að sumu leiti lagabreytingum, reglugerðum og svo framvegis og allt tekur þetta sinn tíma og þess vegna er mikilvægt að hefja það starf þegar og vinna ötullega að þessu því að þetta byggist á því að það sé vilji og ásetningur á bak við það,“ sagði Jón. Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandsins fagnar tillögunum.Halldór Grönvold, aðstoðarframlvæmdastjóri Alþýðusambands ÍslandsVísir/Stöð 2„Ef þær komast til framkvæmda þá teljum við að við munum fá hér mun heilbrigðari vinnumarkað heldur en við höfum í dag. markmiðið er að tryggja að þeir sem að hér starfa njóti þeirra launa og starfskjara sem að þeim ber og að þau fyrirtæki sem eru að svindla og svína á fólki að þau fái ekkert annað tækifæri heldur sé komið út af markaði,“ sagði Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands.Helstu tillögur samstarfshópsins eru eftirfarandi:Brýnasta verkefnið er að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Í tillögunum er m.a. heimild til að setja forsvarsmenn fyrirtækja í tímabundið bann við þátttöku í stjórnun félaga.Komið verði upp föstum samráðshópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem beri ábyrgð á sameiginlegri stefnumótun um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.Stjórnvöld sem fara með valdheimildir á vinnumarkaði geri með sér formlegt samkomulag um skipulegt samstarf gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.Útfært verði hvernig megi fyrirbyggja alvarleg og/eða ítrekuð brot gegn starfsmönnum með því að útvíkka refsiábyrgð lögaðila og fyrirsvarsmanna.Stjórnvöldum verði veittar lagaheimildir til að taka á brotastarfsemi, m.a. með þvingunarúrræðum og stjórnvaldsviðurlögum.Sett verði skylda til keðjuábyrgðar í lög um opinber innkaup.Komið verði í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði undir formerkjum starfsnáms eða sjálfboðaliðastarfsemi.Kortlagðar verði með skipulegum hætti þær lagaheimildir sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa til að skiptast á gögnum og upplýsingumTryggð verði viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu.Bætt verði verulega upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna.Skýrslu starfshópsins má lesa hér.
Félagsmál Kjaramál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill viðtækara samstarf til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði Aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar telur að vinnustaðaeftirlitið, sem stofnunin sér um, muni ekki uppræta þá brotastarfsemi sem á sér stað á vinnumarkaði hér á landi. 4. október 2018 19:45 Brýnt að taka á kennitöluflakki með skilvirkum hætti Samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra um undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði segir brýnasta verkefnið að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. 31. janúar 2019 14:21 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Vill viðtækara samstarf til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði Aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar telur að vinnustaðaeftirlitið, sem stofnunin sér um, muni ekki uppræta þá brotastarfsemi sem á sér stað á vinnumarkaði hér á landi. 4. október 2018 19:45
Brýnt að taka á kennitöluflakki með skilvirkum hætti Samstarfshópur félags- og barnamálaráðherra um undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði segir brýnasta verkefnið að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. 31. janúar 2019 14:21
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent