Óttast að kröfur um merkingar á rafrettuvökva villi um fyrir neytendum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2019 18:45 Ætlast er til þess að umbúðir áfyllinga í rafrettur verði allar merktar með viðvörun um innihald nikótíns, hvort sem vökvinn innihaldi nikótín eða ekki, samkvæmt reglugerð sem ráðherra hefur kynnt til umsagnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir málið furðulegt og villandi fyrir neytendur. Reglugerð um merkingar á umbúðum rafrettna og áfyllinga og efni upplýsingabæklings sem fylgja skal rafrettum og áfyllingum hefur verið birt á samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Í reglugerðinni er áfylling skilgreind sem „ílát sem inniheldur nikótínvökva eða annan vökva sem ætlaður er til að fylla á rafrettur.“ Í fimmtu grein reglugerðarinnar segir hins vegar að á umbúðum skuli birtast staðlaður texti þar sem segir að varan innihaldi nikótín. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, skjóta afar skökku við. „Það er enginn sem gerir lítið úr því að neytendur eigi að fá upplýsingar um efni sem eru í þessum vörum eins og öðrum. Þeim mun furðulegra er að ríkisvaldið leggi vísvitandi til að neytendur fái rangar upplýsingar um það að það sé nikótín í vörum sem innihalda ekki nikótín. Og maður spyr þá líka hvernig eiga neytendur að beina neyslu sinni frá nikótíninu og yfir í vörur sem innihalda það síður, ef ríkisvaldið er búið að merkja þær vitlaust,“ segir Ólafur.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Þetta komi spánskt fyrir sjónir, einkum í ljósi þess að þegar hafi verið gerðar athugasemdir við framsetningu þessa atriðis í umsagnarferli um frumvarp um rafrettur sem varð að lögum í fyrra. „Það er alveg klárlega gengið of langt. Það voru engar skýringar í frumvarpinu á því hvers vegna var farið út fyrir gildissvið bæði fyrra frumvarps sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra [Óttarr Proppé] og tilskipunar Evrópusambandsins. Velferðarnefnd alþingis gerði ekkert með þessa gagnrýni okkar og kom ekki heldur með neinar skýringar á því hvers vegna ætti að setja þessar íþyngjandi reglur. Röksemdirnar hafa enn ekki verið settar fram þó að þessi reglugerð sé komin í samráð,“ segir Ólafur. „Við bíðum eiginlega spennt eftir að heyra hvernig ráðherra útskýrir það að það eigi að merkja vöru vitlaust til að villa um fyrir neytendum.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að athugasemdin verði skoðuð. „Við munum auðvitað skoða þetta eins og allar aðrar athugasemdir sem að koma fram og þetta er eitthvað sem að augljóslega snýst um það að reglugerðin þarf að lýsa veruleikanum eins og hann er. En ef að þessi athugasemd er fram komin þá hljótum við að taka tillit til hennar,“ segir Svandís. Neytendur Rafrettur Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Ætlast er til þess að umbúðir áfyllinga í rafrettur verði allar merktar með viðvörun um innihald nikótíns, hvort sem vökvinn innihaldi nikótín eða ekki, samkvæmt reglugerð sem ráðherra hefur kynnt til umsagnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir málið furðulegt og villandi fyrir neytendur. Reglugerð um merkingar á umbúðum rafrettna og áfyllinga og efni upplýsingabæklings sem fylgja skal rafrettum og áfyllingum hefur verið birt á samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Í reglugerðinni er áfylling skilgreind sem „ílát sem inniheldur nikótínvökva eða annan vökva sem ætlaður er til að fylla á rafrettur.“ Í fimmtu grein reglugerðarinnar segir hins vegar að á umbúðum skuli birtast staðlaður texti þar sem segir að varan innihaldi nikótín. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, skjóta afar skökku við. „Það er enginn sem gerir lítið úr því að neytendur eigi að fá upplýsingar um efni sem eru í þessum vörum eins og öðrum. Þeim mun furðulegra er að ríkisvaldið leggi vísvitandi til að neytendur fái rangar upplýsingar um það að það sé nikótín í vörum sem innihalda ekki nikótín. Og maður spyr þá líka hvernig eiga neytendur að beina neyslu sinni frá nikótíninu og yfir í vörur sem innihalda það síður, ef ríkisvaldið er búið að merkja þær vitlaust,“ segir Ólafur.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda.Þetta komi spánskt fyrir sjónir, einkum í ljósi þess að þegar hafi verið gerðar athugasemdir við framsetningu þessa atriðis í umsagnarferli um frumvarp um rafrettur sem varð að lögum í fyrra. „Það er alveg klárlega gengið of langt. Það voru engar skýringar í frumvarpinu á því hvers vegna var farið út fyrir gildissvið bæði fyrra frumvarps sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra [Óttarr Proppé] og tilskipunar Evrópusambandsins. Velferðarnefnd alþingis gerði ekkert með þessa gagnrýni okkar og kom ekki heldur með neinar skýringar á því hvers vegna ætti að setja þessar íþyngjandi reglur. Röksemdirnar hafa enn ekki verið settar fram þó að þessi reglugerð sé komin í samráð,“ segir Ólafur. „Við bíðum eiginlega spennt eftir að heyra hvernig ráðherra útskýrir það að það eigi að merkja vöru vitlaust til að villa um fyrir neytendum.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að athugasemdin verði skoðuð. „Við munum auðvitað skoða þetta eins og allar aðrar athugasemdir sem að koma fram og þetta er eitthvað sem að augljóslega snýst um það að reglugerðin þarf að lýsa veruleikanum eins og hann er. En ef að þessi athugasemd er fram komin þá hljótum við að taka tillit til hennar,“ segir Svandís.
Neytendur Rafrettur Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira