Sambýliskona meints höfuðpaurs fær ekki bílinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2019 19:09 Rannsókn lögreglu á málinu hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Fréttablaðið/Ernir Lögreglan þarf ekki að aflétta haldi á bifreið sambýliskonu mannsins sem talinn er vera höfuðpaurinn í Euro Market málinu svokallaða. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þess efnis í gær. Lagt var hald á bifreiðina þegar sambýlismaður konunnar, ásamt fjórum öðrum pólskum ríkisborgurum, voru handteknir í afar umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í samvinnu við pólsk og hollensk lögregluyfirvöld, fyrir um ári síðan. Benti lögmaður konunnar á þá staðreynd að langt væri liðið frá því að lagt hafi verið hald á bílinn, auk annars bíls í eigu fjölskyldunnar, og því hefði konan engan bíl til umráða hér á landi. Auðvelt væri að sannreyna hvernig konan hafi greitt fyrir bílinn auk þess sem að lögreglu stæði til boða vægari úrræði til þess að koma í veg fyrir að konan eða maðurinn myndu losa sig við bílinn. Í greinargerð lögreglu sem lagð var fyrir héraðsdóms segir að konan njóti réttarstöðu sakbornings í tengslum við peningaþvætti við fasteignakaup þar sem greiðslur við kaupsamning og afsal hafi alfarið verið fjármagnaðar með reiðufé, auk fleiri tilvika, þar sem umrædd bifreið komi meðal annars við sögu. Lögregla telji að rökstuddur grunur sé að sala á bílnum hafi verið málamyndunargjörningur. Þáttur konunnar í þessum málum sé til rannsóknar en hún segist hafa tekið við miklu fjármagni frá fjölskyldu sinni, þar á meðal móður, afa og bróður. Þá er einnig til rannsóknar þriggja milljóna króna millifærsla til þriðja aðila sem konan segir að gæti hafa tengst múrvinnu en að öðru leyti bar hún við minnisleysi um millifærsluna vegna bílslyss sem hún varð fyrir. Lögreglan telur þessar skýringar vera ótrúverðugar. Þá segir einnig að rannsókn lögreglu í Euro Market málinu sé á lokametrunum en hún sé umfangsmikil og teygi sig til nokkura ríkja í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld. Lagðist lögreglan gekk því að haldi hennar á bifreiðinni yrði aflétt. Héraðsdómur féllst á röksemdir lögreglunnar og Landsréttur staðfesti úrskurðinn í gær, sem fyrr segir. Dómsmál Tengdar fréttir Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Meintur höfuðpaur í Euro Market-málinu verður ekki framseldur til Póllands Lögmaður mannsins fagnar niðurstöðunni en bendir á að enn bóli ekki á ákæru í málinu. 9. október 2018 19:11 Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Lögreglan þarf ekki að aflétta haldi á bifreið sambýliskonu mannsins sem talinn er vera höfuðpaurinn í Euro Market málinu svokallaða. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þess efnis í gær. Lagt var hald á bifreiðina þegar sambýlismaður konunnar, ásamt fjórum öðrum pólskum ríkisborgurum, voru handteknir í afar umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í samvinnu við pólsk og hollensk lögregluyfirvöld, fyrir um ári síðan. Benti lögmaður konunnar á þá staðreynd að langt væri liðið frá því að lagt hafi verið hald á bílinn, auk annars bíls í eigu fjölskyldunnar, og því hefði konan engan bíl til umráða hér á landi. Auðvelt væri að sannreyna hvernig konan hafi greitt fyrir bílinn auk þess sem að lögreglu stæði til boða vægari úrræði til þess að koma í veg fyrir að konan eða maðurinn myndu losa sig við bílinn. Í greinargerð lögreglu sem lagð var fyrir héraðsdóms segir að konan njóti réttarstöðu sakbornings í tengslum við peningaþvætti við fasteignakaup þar sem greiðslur við kaupsamning og afsal hafi alfarið verið fjármagnaðar með reiðufé, auk fleiri tilvika, þar sem umrædd bifreið komi meðal annars við sögu. Lögregla telji að rökstuddur grunur sé að sala á bílnum hafi verið málamyndunargjörningur. Þáttur konunnar í þessum málum sé til rannsóknar en hún segist hafa tekið við miklu fjármagni frá fjölskyldu sinni, þar á meðal móður, afa og bróður. Þá er einnig til rannsóknar þriggja milljóna króna millifærsla til þriðja aðila sem konan segir að gæti hafa tengst múrvinnu en að öðru leyti bar hún við minnisleysi um millifærsluna vegna bílslyss sem hún varð fyrir. Lögreglan telur þessar skýringar vera ótrúverðugar. Þá segir einnig að rannsókn lögreglu í Euro Market málinu sé á lokametrunum en hún sé umfangsmikil og teygi sig til nokkura ríkja í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld. Lagðist lögreglan gekk því að haldi hennar á bifreiðinni yrði aflétt. Héraðsdómur féllst á röksemdir lögreglunnar og Landsréttur staðfesti úrskurðinn í gær, sem fyrr segir.
Dómsmál Tengdar fréttir Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17 Meintur höfuðpaur í Euro Market-málinu verður ekki framseldur til Póllands Lögmaður mannsins fagnar niðurstöðunni en bendir á að enn bóli ekki á ákæru í málinu. 9. október 2018 19:11 Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Staðsetningarbúnaður settur á eiganda Euro Market Eigandi Euromarket var handtekinn í viðamiklum aðgerðum lögreglu- og tollyfirvalda í desember síðastliðnum grunaður um aðild að alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa stundað peningaþvætti á Íslandi. 7. febrúar 2018 14:17
Meintur höfuðpaur í Euro Market-málinu verður ekki framseldur til Póllands Lögmaður mannsins fagnar niðurstöðunni en bendir á að enn bóli ekki á ákæru í málinu. 9. október 2018 19:11
Ráðuneytið gerir aðra tilraun til að framselja manninn til Póllands Dómsmálaráðuneytið hyggst freista þess að nýju að framselja meintan höfuðpaur í Euromarket-málinu svokallaða til Póllands að kröfu þarlendra yfirvalda. 15. október 2018 06:00