Euro Market viðriðið glæpahringinn Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. desember 2017 04:00 Karl Steinar Valsson og Grímur Grímsson báru saman bækur sínar áður en blaðamannafundurinn hófst í gær. vísir/ernir Talið er að verslunarfyrirtækið Market ehf., sem rekur pólskar smávöruverslanir undir nafninu Euro Market í Hamraborg 9, Stakkholti 2b og Smiðjuvegi 2, tengist umfangsmiklu máli alþjóðlegs glæpahrings sem teygir anga sína til Íslands, Póllands og Hollands og greint var frá á blaðamannafundi í gær. Farið var í húsleitir í verslunum fyrirtækisins og eignir haldlagðar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Líkt og fram kom á blaðamannafundi lögreglu í gær er málið gríðarlega umfangsmikið; snýst um innflutning og sölu á fíkniefnum, en einnig um fjársvik og peningaþvætti. Karl Steinar Valsson, fulltrúi hjá Europol, sagði í gær að þær eignir og reiðufé sem lagt var hald á í aðgerðunum hér á Íslandi séu samtals að virði um 200 milljónir íslenskra króna. Þá segir hann í samtali við blaðið að götuverðmæti eiturlyfjanna sem um ræðir slagi hátt í hálfan milljarð. Eigendur Market ehf. eru Arkadiusz Niescier og Arkadiusz Maciej Latkowski. Alls komu um 90 starfsmenn lögreglunnar og tollayfirvalda að aðgerðum hér á landi en farið var í samhæfðar aðgerðir á Íslandi, í Póllandi og Hollandi þann 12. desember síðastliðinn klukkan sex um morguninn. Fimm Pólverjar voru handteknir hér á landi, en þeir hafa búið á Íslandi um hríð. Karl Steinar sagði í samtali við blaðið málið allt saman skýrasta dæmið um fjölþætta brotastarfsemi sem Íslendingar hafi staðið frammi fyrir. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Market ehf. jókst velta félagsins umtalsvert á milli ára, en hún var tæplega 250 milljónir króna árið 2015 en tæplega hálfur milljarður árið 2016. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29 Götuvirði efnanna sem lagt var hald á allt að 400 milljónir Áætla má að götuvirði þeirra efna sem haldlagt var í sameiginlegum aðgerðum íslensku, pólsku og hollensku lögreglunnar á dögunum sé allt að 400 milljóni 18. desember 2017 17:11 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Talið er að verslunarfyrirtækið Market ehf., sem rekur pólskar smávöruverslanir undir nafninu Euro Market í Hamraborg 9, Stakkholti 2b og Smiðjuvegi 2, tengist umfangsmiklu máli alþjóðlegs glæpahrings sem teygir anga sína til Íslands, Póllands og Hollands og greint var frá á blaðamannafundi í gær. Farið var í húsleitir í verslunum fyrirtækisins og eignir haldlagðar. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Líkt og fram kom á blaðamannafundi lögreglu í gær er málið gríðarlega umfangsmikið; snýst um innflutning og sölu á fíkniefnum, en einnig um fjársvik og peningaþvætti. Karl Steinar Valsson, fulltrúi hjá Europol, sagði í gær að þær eignir og reiðufé sem lagt var hald á í aðgerðunum hér á Íslandi séu samtals að virði um 200 milljónir íslenskra króna. Þá segir hann í samtali við blaðið að götuverðmæti eiturlyfjanna sem um ræðir slagi hátt í hálfan milljarð. Eigendur Market ehf. eru Arkadiusz Niescier og Arkadiusz Maciej Latkowski. Alls komu um 90 starfsmenn lögreglunnar og tollayfirvalda að aðgerðum hér á landi en farið var í samhæfðar aðgerðir á Íslandi, í Póllandi og Hollandi þann 12. desember síðastliðinn klukkan sex um morguninn. Fimm Pólverjar voru handteknir hér á landi, en þeir hafa búið á Íslandi um hríð. Karl Steinar sagði í samtali við blaðið málið allt saman skýrasta dæmið um fjölþætta brotastarfsemi sem Íslendingar hafi staðið frammi fyrir. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Market ehf. jókst velta félagsins umtalsvert á milli ára, en hún var tæplega 250 milljónir króna árið 2015 en tæplega hálfur milljarður árið 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29 Götuvirði efnanna sem lagt var hald á allt að 400 milljónir Áætla má að götuvirði þeirra efna sem haldlagt var í sameiginlegum aðgerðum íslensku, pólsku og hollensku lögreglunnar á dögunum sé allt að 400 milljóni 18. desember 2017 17:11 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29
Götuvirði efnanna sem lagt var hald á allt að 400 milljónir Áætla má að götuvirði þeirra efna sem haldlagt var í sameiginlegum aðgerðum íslensku, pólsku og hollensku lögreglunnar á dögunum sé allt að 400 milljóni 18. desember 2017 17:11