Rukka 200 krónur fyrir klósettferð á BSÍ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2019 17:05 Hér má sjá gjaldtökuhliðið við salernisaðstöðu BSÍ. Vísir/Birgir Í seinustu viku hófst gjaldtaka fyrir notkun salernisaðstöðu á umferðarmiðstöðinni BSÍ. Kemur klósettferðin til með að kosta 200 krónur. Hægt verður að greiða fyrir notkun aðstöðunnar bæði með reiðufé og greiðslukorti. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði í samtali við fréttastofu að tekin hafi verið ákvörðun um að hefja gjaldtöku eftir að ákveðið var að gera salernin upp. Salernisaðstaðan er því nokkuð nýrri og glæsilegri heldur en áður fyrir breytingar. Hann sagði hreinlæti ekki hafa verið sérstakt vandamál á salernum BSÍ en húsið væri þó undir nokkru álagi. „Við höldum salernisaðstöðunni opinni 24 tíma á sólarhring, 365 daga á ári. Það eru um 2 milljónir gesta sem fara um húsnæðið á ári,“ sagði Björn og bætti við að tími hafi verið kominn á endurbætur á salernisaðstöðunni.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.KynnisferðirFrítt fyrir yngstu börnin Þá er ókeypis fyrir allra yngstu gesti stöðvarinnar að nýta sér salernin en Björn sagði að miðað yrði við fimm til sex ára aldur í því samhengi. Hann sagði þá að flestir gestir stöðvarinnar væru fullorðnir ferðamenn sem fæstir væru með börn með sér, svo áherslan á þann þátt hafi ekki verið mikil við innleiðingu gjaldtökunnar. Björn sagðist ekki hafa fengið veður af viðbrögðum við gjaldtökunni og benti á að flestir sem færu um húsnæðið væru erlendir ferðamenn sem kæmu einu sinni til tvisvar í gegn um stöðina. Aðspurður um hvernig verðið hafi verið ákveðið sagði hann að 200 krónur hafi verið talin nokkuð eðlileg upphæð til þess að rukka fyrir eina klósettferð og benti á að aðrir aðilar ferðaþjónustunnar væru á svipuðum slóðum hvað varðar verðlag. „Margir sem hafa verið að rukka fyrir salernisferðir hafa verið á þessu bili, 150 til 200 krónur. Sumir jafnvel meira,“ sagði Björn. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Í seinustu viku hófst gjaldtaka fyrir notkun salernisaðstöðu á umferðarmiðstöðinni BSÍ. Kemur klósettferðin til með að kosta 200 krónur. Hægt verður að greiða fyrir notkun aðstöðunnar bæði með reiðufé og greiðslukorti. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði í samtali við fréttastofu að tekin hafi verið ákvörðun um að hefja gjaldtöku eftir að ákveðið var að gera salernin upp. Salernisaðstaðan er því nokkuð nýrri og glæsilegri heldur en áður fyrir breytingar. Hann sagði hreinlæti ekki hafa verið sérstakt vandamál á salernum BSÍ en húsið væri þó undir nokkru álagi. „Við höldum salernisaðstöðunni opinni 24 tíma á sólarhring, 365 daga á ári. Það eru um 2 milljónir gesta sem fara um húsnæðið á ári,“ sagði Björn og bætti við að tími hafi verið kominn á endurbætur á salernisaðstöðunni.Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.KynnisferðirFrítt fyrir yngstu börnin Þá er ókeypis fyrir allra yngstu gesti stöðvarinnar að nýta sér salernin en Björn sagði að miðað yrði við fimm til sex ára aldur í því samhengi. Hann sagði þá að flestir gestir stöðvarinnar væru fullorðnir ferðamenn sem fæstir væru með börn með sér, svo áherslan á þann þátt hafi ekki verið mikil við innleiðingu gjaldtökunnar. Björn sagðist ekki hafa fengið veður af viðbrögðum við gjaldtökunni og benti á að flestir sem færu um húsnæðið væru erlendir ferðamenn sem kæmu einu sinni til tvisvar í gegn um stöðina. Aðspurður um hvernig verðið hafi verið ákveðið sagði hann að 200 krónur hafi verið talin nokkuð eðlileg upphæð til þess að rukka fyrir eina klósettferð og benti á að aðrir aðilar ferðaþjónustunnar væru á svipuðum slóðum hvað varðar verðlag. „Margir sem hafa verið að rukka fyrir salernisferðir hafa verið á þessu bili, 150 til 200 krónur. Sumir jafnvel meira,“ sagði Björn.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent