Brasilía hafði betur gegn Króatíu │Patrekur tók nítjánda sætið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. janúar 2019 18:45 Brasilíumenn unnu sannfærandi sigur á Króatíu vísir/getty Brasilíumenn unnu óvæntan en mjög verðskuldaðan sigur á Króatíu í milliriðli okkar Íslendinga á HM í Þýskalandi og Danmörku í dag. Brasilíumenn mættu miklu sterkari til leiks og það gekk bókstaflega ekkert upp hjá Króötum í sókninni. Króatar völdu að spila með sjö sóknarmenn og taka markmanninn út af og það kom hressilega í bakið á þeim því Brasilíumenn skoruðu ítrekað í tómt markið eftir mistök í sókninni hjá Króatíu. Eftir tæpar tuttugu mínútur var staðan 12-6 fyrir Brasilíu. Króatar náðu þá aðeins að laga stöðuna en í hálfleik munaði fjórum mörkum á liðunum 17-13. Brasilíumenn héldu áfram af krafti í seinni hálfleik en þegar tíu mínútur voru eftir munaði fimm mörkum. Þá tóku Króatar sterkan kafla, skoruðu fjögur mörk í röð og gerðu lokamínúturnar spennandi. Þeir náðu þó aldrei að jafna leikinn og þegar upp var staðið munaði þremur mörkum, 29-26. Brasilíumenn eru því komnir með tvö stig í milliriðlinum en Króatar eru áfram með fjögur. Ísland er nú eina liðið án stiga í riðlinum.Brazil show great performance and claim their first two points at the main round as they defeat Croatia 29:26 #handball19#GERDEN2019#BRACROpic.twitter.com/TJVWSZT79o — IHF (@ihf_info) January 20, 2019 Í hinum milliriðlinum vann Ungverjaland fimm marka sigur á Túnis 26-21. Zsolt Balogh átti frábæran leik fyrir Ungverja og skoraði níu mörk og Mate Lekai bætti sjö við. Ungverjar voru 16-14 yfir í hálfleik og þeir héldu Túnis í aðeins sjö mörkum í seinni hálfleik. Ungverjar eru nú komnir með þrjú stig í milliriðlinum og fara upp í þriðja sæti hans, stigi á undan Norðmönnum sem mæta Egyptum í kvöld.Hungary are three points now at #handball19 main round after beating the African champions Tunisia 26:22#handball19#GERDEN2019#HUNTUNpic.twitter.com/nLXsi50NXs — IHF (@ihf_info) January 20, 2019 Austurríki tryggði sér 19. sæti mótsins með sigri á Barein þar sem tveir íslensku þjálfaranna á mótinu mættust í mjög sveiflukenndum leik. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn en komust þó aldrei í meira en þriggja marka forystu. Strákarnir hans Arons Kristjánssonar tóku áhlaup undir lok hálfleiksins og Husain Alsayyad jafnaði leikinn undir lok hálfleiksins og var staðan 17-17 þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleik byrjuðu Bareinar á fyrsta markinu en Austurríkismenn fóru á 5-0 kafla og komu stöðunni í 19-23. Þá tók Barein áhlaup og komst tveimur mörkum yfir 27-25. Austurríkismenn skoruðu hins vegar síðustu fjögur mörk leiksins og tóku 27-29 sigur og þar með 19. sæti mótsins.Austria defeat Bahrain 29:27 and rank 19th at #handball19#GERDEN2019#BRNAUTpic.twitter.com/jUPpi3FAIl — IHF (@ihf_info) January 20, 2019 HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Brasilíumenn unnu óvæntan en mjög verðskuldaðan sigur á Króatíu í milliriðli okkar Íslendinga á HM í Þýskalandi og Danmörku í dag. Brasilíumenn mættu miklu sterkari til leiks og það gekk bókstaflega ekkert upp hjá Króötum í sókninni. Króatar völdu að spila með sjö sóknarmenn og taka markmanninn út af og það kom hressilega í bakið á þeim því Brasilíumenn skoruðu ítrekað í tómt markið eftir mistök í sókninni hjá Króatíu. Eftir tæpar tuttugu mínútur var staðan 12-6 fyrir Brasilíu. Króatar náðu þá aðeins að laga stöðuna en í hálfleik munaði fjórum mörkum á liðunum 17-13. Brasilíumenn héldu áfram af krafti í seinni hálfleik en þegar tíu mínútur voru eftir munaði fimm mörkum. Þá tóku Króatar sterkan kafla, skoruðu fjögur mörk í röð og gerðu lokamínúturnar spennandi. Þeir náðu þó aldrei að jafna leikinn og þegar upp var staðið munaði þremur mörkum, 29-26. Brasilíumenn eru því komnir með tvö stig í milliriðlinum en Króatar eru áfram með fjögur. Ísland er nú eina liðið án stiga í riðlinum.Brazil show great performance and claim their first two points at the main round as they defeat Croatia 29:26 #handball19#GERDEN2019#BRACROpic.twitter.com/TJVWSZT79o — IHF (@ihf_info) January 20, 2019 Í hinum milliriðlinum vann Ungverjaland fimm marka sigur á Túnis 26-21. Zsolt Balogh átti frábæran leik fyrir Ungverja og skoraði níu mörk og Mate Lekai bætti sjö við. Ungverjar voru 16-14 yfir í hálfleik og þeir héldu Túnis í aðeins sjö mörkum í seinni hálfleik. Ungverjar eru nú komnir með þrjú stig í milliriðlinum og fara upp í þriðja sæti hans, stigi á undan Norðmönnum sem mæta Egyptum í kvöld.Hungary are three points now at #handball19 main round after beating the African champions Tunisia 26:22#handball19#GERDEN2019#HUNTUNpic.twitter.com/nLXsi50NXs — IHF (@ihf_info) January 20, 2019 Austurríki tryggði sér 19. sæti mótsins með sigri á Barein þar sem tveir íslensku þjálfaranna á mótinu mættust í mjög sveiflukenndum leik. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn en komust þó aldrei í meira en þriggja marka forystu. Strákarnir hans Arons Kristjánssonar tóku áhlaup undir lok hálfleiksins og Husain Alsayyad jafnaði leikinn undir lok hálfleiksins og var staðan 17-17 þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleik byrjuðu Bareinar á fyrsta markinu en Austurríkismenn fóru á 5-0 kafla og komu stöðunni í 19-23. Þá tók Barein áhlaup og komst tveimur mörkum yfir 27-25. Austurríkismenn skoruðu hins vegar síðustu fjögur mörk leiksins og tóku 27-29 sigur og þar með 19. sæti mótsins.Austria defeat Bahrain 29:27 and rank 19th at #handball19#GERDEN2019#BRNAUTpic.twitter.com/jUPpi3FAIl — IHF (@ihf_info) January 20, 2019
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira