Erfitt reynist að byggja ódýrt húsnæði Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2019 20:00 Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri félags eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu, segir ríki og borg standa í vegi fyrir því að uppgangur verði í byggingu húsnæðis hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. Félagið fékk úthlutaða lóð fyrir tæpu ári síðan en hefur enn ekki getað hafist handa við að byggja húsnæði á henni. Félagið hefur komi á laggirnar óhagnaðardrifnu leigufélagi með það að markmiði að vinna úr húsnæðisvanda eldri borgara á Höfuðborgarsvæðinu. Félagið hefur í gegnum tíðina byggt rúmlega 400 íbúðir sem seldar hafa verið félagsmönnum en upp á síðkastið hefur þörfin fyrir leiguhúsnæði fyrir þennan aldurshóp aukist. Framkvæmdastjóri félagsins segir borgarráð hafa gefið vilyrði fyrir lóð í apríl í fyrra en núna tæpu ári seinna eru framkvæmdir enn ekki hafnar. „Hér fengum við vilyrði fyrir lóð sem enn er auð en það þarf að vinna hraðar. Allt kerfið þarf að vinna hraðar,“ segir hann og bendir á að félagið hafi unnið mjög þétt með íbúðarlánasjóði og hælir starfsfólki þar. „En öll þau ljón sem eru á þessum vegi, sækja um stofnstyrki og að fá úthlutað lóð, eða frágenginni lóð er alltof alltof flókið.“Auka þarf fjármagnið í málaflokkinn Gísli bendir á að mikil umræða sé um að leysa húsnæðisvanda allra, á bak við hann séu félagmenn sem þurfi að komast í leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Í fréttum okkar fyrir helgi sögðum við einnig frá þeim vanda sem Bjarg íbúðarfélag, sem er óhagnaðardrifið leigufélag, stendur frammi fyrir á Kirkjusandsreitnum. Staðið hefur á framkvæmdum þar því erfitt reynist að fá verktaka í að hann ódýrar íbúðir. Gísli segir því mörg ljón í veginum þegar kemur að því að byggja ódýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf að setja í þetta meira fjármagn og skipulagsyfirvöld þurfa að vinna hraðar og þéttar að þessu öllu. Þetta er ekki fyrsta dæmið okkar. Við lentum í svipuðu dæmi upp í árskógum þar sem tafðist bygging þess hús sem við erum núna að ljúka um hálft ár og rúmlega það vegna skipulagsmála og lóðin var ekki tilbúin,“ segir hann. Húsnæðismál Tengdar fréttir Erfitt að fá verktaka í óhagnaðardrifin verk Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum. 18. janúar 2019 19:00 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri félags eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu, segir ríki og borg standa í vegi fyrir því að uppgangur verði í byggingu húsnæðis hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. Félagið fékk úthlutaða lóð fyrir tæpu ári síðan en hefur enn ekki getað hafist handa við að byggja húsnæði á henni. Félagið hefur komi á laggirnar óhagnaðardrifnu leigufélagi með það að markmiði að vinna úr húsnæðisvanda eldri borgara á Höfuðborgarsvæðinu. Félagið hefur í gegnum tíðina byggt rúmlega 400 íbúðir sem seldar hafa verið félagsmönnum en upp á síðkastið hefur þörfin fyrir leiguhúsnæði fyrir þennan aldurshóp aukist. Framkvæmdastjóri félagsins segir borgarráð hafa gefið vilyrði fyrir lóð í apríl í fyrra en núna tæpu ári seinna eru framkvæmdir enn ekki hafnar. „Hér fengum við vilyrði fyrir lóð sem enn er auð en það þarf að vinna hraðar. Allt kerfið þarf að vinna hraðar,“ segir hann og bendir á að félagið hafi unnið mjög þétt með íbúðarlánasjóði og hælir starfsfólki þar. „En öll þau ljón sem eru á þessum vegi, sækja um stofnstyrki og að fá úthlutað lóð, eða frágenginni lóð er alltof alltof flókið.“Auka þarf fjármagnið í málaflokkinn Gísli bendir á að mikil umræða sé um að leysa húsnæðisvanda allra, á bak við hann séu félagmenn sem þurfi að komast í leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Í fréttum okkar fyrir helgi sögðum við einnig frá þeim vanda sem Bjarg íbúðarfélag, sem er óhagnaðardrifið leigufélag, stendur frammi fyrir á Kirkjusandsreitnum. Staðið hefur á framkvæmdum þar því erfitt reynist að fá verktaka í að hann ódýrar íbúðir. Gísli segir því mörg ljón í veginum þegar kemur að því að byggja ódýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf að setja í þetta meira fjármagn og skipulagsyfirvöld þurfa að vinna hraðar og þéttar að þessu öllu. Þetta er ekki fyrsta dæmið okkar. Við lentum í svipuðu dæmi upp í árskógum þar sem tafðist bygging þess hús sem við erum núna að ljúka um hálft ár og rúmlega það vegna skipulagsmála og lóðin var ekki tilbúin,“ segir hann.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Erfitt að fá verktaka í óhagnaðardrifin verk Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum. 18. janúar 2019 19:00 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Erfitt að fá verktaka í óhagnaðardrifin verk Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum. 18. janúar 2019 19:00