Erfitt reynist að byggja ódýrt húsnæði Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2019 20:00 Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri félags eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu, segir ríki og borg standa í vegi fyrir því að uppgangur verði í byggingu húsnæðis hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. Félagið fékk úthlutaða lóð fyrir tæpu ári síðan en hefur enn ekki getað hafist handa við að byggja húsnæði á henni. Félagið hefur komi á laggirnar óhagnaðardrifnu leigufélagi með það að markmiði að vinna úr húsnæðisvanda eldri borgara á Höfuðborgarsvæðinu. Félagið hefur í gegnum tíðina byggt rúmlega 400 íbúðir sem seldar hafa verið félagsmönnum en upp á síðkastið hefur þörfin fyrir leiguhúsnæði fyrir þennan aldurshóp aukist. Framkvæmdastjóri félagsins segir borgarráð hafa gefið vilyrði fyrir lóð í apríl í fyrra en núna tæpu ári seinna eru framkvæmdir enn ekki hafnar. „Hér fengum við vilyrði fyrir lóð sem enn er auð en það þarf að vinna hraðar. Allt kerfið þarf að vinna hraðar,“ segir hann og bendir á að félagið hafi unnið mjög þétt með íbúðarlánasjóði og hælir starfsfólki þar. „En öll þau ljón sem eru á þessum vegi, sækja um stofnstyrki og að fá úthlutað lóð, eða frágenginni lóð er alltof alltof flókið.“Auka þarf fjármagnið í málaflokkinn Gísli bendir á að mikil umræða sé um að leysa húsnæðisvanda allra, á bak við hann séu félagmenn sem þurfi að komast í leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Í fréttum okkar fyrir helgi sögðum við einnig frá þeim vanda sem Bjarg íbúðarfélag, sem er óhagnaðardrifið leigufélag, stendur frammi fyrir á Kirkjusandsreitnum. Staðið hefur á framkvæmdum þar því erfitt reynist að fá verktaka í að hann ódýrar íbúðir. Gísli segir því mörg ljón í veginum þegar kemur að því að byggja ódýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf að setja í þetta meira fjármagn og skipulagsyfirvöld þurfa að vinna hraðar og þéttar að þessu öllu. Þetta er ekki fyrsta dæmið okkar. Við lentum í svipuðu dæmi upp í árskógum þar sem tafðist bygging þess hús sem við erum núna að ljúka um hálft ár og rúmlega það vegna skipulagsmála og lóðin var ekki tilbúin,“ segir hann. Húsnæðismál Tengdar fréttir Erfitt að fá verktaka í óhagnaðardrifin verk Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum. 18. janúar 2019 19:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri félags eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu, segir ríki og borg standa í vegi fyrir því að uppgangur verði í byggingu húsnæðis hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum. Félagið fékk úthlutaða lóð fyrir tæpu ári síðan en hefur enn ekki getað hafist handa við að byggja húsnæði á henni. Félagið hefur komi á laggirnar óhagnaðardrifnu leigufélagi með það að markmiði að vinna úr húsnæðisvanda eldri borgara á Höfuðborgarsvæðinu. Félagið hefur í gegnum tíðina byggt rúmlega 400 íbúðir sem seldar hafa verið félagsmönnum en upp á síðkastið hefur þörfin fyrir leiguhúsnæði fyrir þennan aldurshóp aukist. Framkvæmdastjóri félagsins segir borgarráð hafa gefið vilyrði fyrir lóð í apríl í fyrra en núna tæpu ári seinna eru framkvæmdir enn ekki hafnar. „Hér fengum við vilyrði fyrir lóð sem enn er auð en það þarf að vinna hraðar. Allt kerfið þarf að vinna hraðar,“ segir hann og bendir á að félagið hafi unnið mjög þétt með íbúðarlánasjóði og hælir starfsfólki þar. „En öll þau ljón sem eru á þessum vegi, sækja um stofnstyrki og að fá úthlutað lóð, eða frágenginni lóð er alltof alltof flókið.“Auka þarf fjármagnið í málaflokkinn Gísli bendir á að mikil umræða sé um að leysa húsnæðisvanda allra, á bak við hann séu félagmenn sem þurfi að komast í leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Í fréttum okkar fyrir helgi sögðum við einnig frá þeim vanda sem Bjarg íbúðarfélag, sem er óhagnaðardrifið leigufélag, stendur frammi fyrir á Kirkjusandsreitnum. Staðið hefur á framkvæmdum þar því erfitt reynist að fá verktaka í að hann ódýrar íbúðir. Gísli segir því mörg ljón í veginum þegar kemur að því að byggja ódýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. „Það þarf að setja í þetta meira fjármagn og skipulagsyfirvöld þurfa að vinna hraðar og þéttar að þessu öllu. Þetta er ekki fyrsta dæmið okkar. Við lentum í svipuðu dæmi upp í árskógum þar sem tafðist bygging þess hús sem við erum núna að ljúka um hálft ár og rúmlega það vegna skipulagsmála og lóðin var ekki tilbúin,“ segir hann.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Erfitt að fá verktaka í óhagnaðardrifin verk Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum. 18. janúar 2019 19:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Erfitt að fá verktaka í óhagnaðardrifin verk Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum. 18. janúar 2019 19:00