Dýrara að hita upp hús með kaldara heitavatni frá Veitum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. janúar 2019 06:45 Er gaus í Eyjafjallajökli 2010 var vandamálið aska í sundlauginni. Nú er það heitavatnsskortur. Fréttablaðið/Pjetur „Fólk var að fá bakreikninga núna alveg unnvörpum,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, þar sem íbúar, líkt og í nágrannasveitarfélaginu Rangárþingi ytra, eru ósáttir við hækkandi hitavatnsreikninga. Í samhljóða bókunum sveitarstjórna beggja sveitarfélaganna segir talsvert hafa borið á því að íbúar í Rangárvallasýslu hafi verið að fá háa bakreikninga vegna aukinnar notkunar á heitu vatni. „Ástæða þess er meðal annars að hitastig vatnsins hefur lækkað svo um munar, með þeim afleiðingum að magnnotkun íbúa eykst til að halda húsum sínum heitum,“ segir í bókunum þar sem fram kemur að fá eigi fund með forsvarsmönnum Veitna vegna hitaveitunnar. „Þarna erum við svolítið að biðla til Veitna,“ segir Anton Kári. Hann útskýrir að í samningnum sem gerður var þegar Veitur keyptu Hitaveitu Rangæinga á sínum tíma hafi láðst að skilgreina lágmarks aftöppunarhita á vatninu.Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Mynd/Margrét Jóna Ísólfsdóttir„Undanfarna vetur hefur verið vesen að afla nægs og nægjanlega heits vatns. Lagnirnar eru orðnar gamlar og virkni borholanna hefur minnkað. Þá höfum við lent í því að vatnið sem kemur er ekki nægjanlega heitt. Það veldur því náttúrlega að það rennur meira í gegn um kerfin,“ lýsir sveitarstjórinn ástandinu. Að sögn Antons Kára hefur fólk fengið bakreikninga þar sem notkunin hefur vaxið upp fyrir áætlun ársins. „Þetta voru bakreikningar fyrir árið alveg frá 30 þúsund krónum og upp í 150 þúsund. Það er kyndistöð á Hvolsvelli þar sem heita vatnið fer í gegn. Hún var notuð á sínum tíma til þess að skerpa á vatninu og ná upp því hitastigi aftur sem tapaðist á flutningnum ofan úr Laugalandi. En sú kyndistöð er óvirk í dag. Og það er ekkert kappsmál Veitna að skaffa heitara vatn,“ segir Anton Kári. Sem dæmi um afleiðingarnar segir sveitarstjórinn að sundlaugina hafi þurft að hafa lokaða 29 daga í fyrra vegna heitavatnsskorts af því að Veitur gátu ekki útvegað nægt heitt vatn. Fram undan sé að eiga samtal við Veitur sem sveitarfélagið hafi átt góð samskipti við. Hluti vatnsskortsins skýrist síðan af mikilli uppbyggingu á svæðinu sem útheimti meira vatn. „Þetta hefur ekki alveg fylgt í takt og því er farið að bera á skorti. En okkur finnst að íbúar eigi ekki að gjalda fyrir það að þurfa orðið að nota helmingi meira vatn til að halda húsunum sínum heitum.“ Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir ástæðu hærri reikninga hjá viðskiptavinum Rangárveitna af tvennum toga. Í fyrsta lagi var árið 2018 sérstaklega kalt og fólk almennt notaði meira heitt vatn. „Þetta skýrir megnið af hærri hitareikningum og einskorðast auðvitað ekki við notendur hjá Rangárveitum heldur á við um flesta íbúa suðvesturhorns landsins.“ Við áætlun fyrir árið 2018 hafi verið tekið mið af notkuninni 2017 þegar mun hlýrra hafi verið í veðri. Þá segir Ólöf að önnur ástæða fyrir hækkun reikninga sé lægra hitastig vatnsins frá veitunni. „Við höfum skoðað gögn yfir hitastigið frá vinnslusvæðum Rangárveitna á árunum 2016-2018,“ segir hún. „Á þeim tíma hefur meðalhitastig á ársgrundvelli lækkað um sirka 2 gráður á selsíus.“ Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Fólk var að fá bakreikninga núna alveg unnvörpum,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, þar sem íbúar, líkt og í nágrannasveitarfélaginu Rangárþingi ytra, eru ósáttir við hækkandi hitavatnsreikninga. Í samhljóða bókunum sveitarstjórna beggja sveitarfélaganna segir talsvert hafa borið á því að íbúar í Rangárvallasýslu hafi verið að fá háa bakreikninga vegna aukinnar notkunar á heitu vatni. „Ástæða þess er meðal annars að hitastig vatnsins hefur lækkað svo um munar, með þeim afleiðingum að magnnotkun íbúa eykst til að halda húsum sínum heitum,“ segir í bókunum þar sem fram kemur að fá eigi fund með forsvarsmönnum Veitna vegna hitaveitunnar. „Þarna erum við svolítið að biðla til Veitna,“ segir Anton Kári. Hann útskýrir að í samningnum sem gerður var þegar Veitur keyptu Hitaveitu Rangæinga á sínum tíma hafi láðst að skilgreina lágmarks aftöppunarhita á vatninu.Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Mynd/Margrét Jóna Ísólfsdóttir„Undanfarna vetur hefur verið vesen að afla nægs og nægjanlega heits vatns. Lagnirnar eru orðnar gamlar og virkni borholanna hefur minnkað. Þá höfum við lent í því að vatnið sem kemur er ekki nægjanlega heitt. Það veldur því náttúrlega að það rennur meira í gegn um kerfin,“ lýsir sveitarstjórinn ástandinu. Að sögn Antons Kára hefur fólk fengið bakreikninga þar sem notkunin hefur vaxið upp fyrir áætlun ársins. „Þetta voru bakreikningar fyrir árið alveg frá 30 þúsund krónum og upp í 150 þúsund. Það er kyndistöð á Hvolsvelli þar sem heita vatnið fer í gegn. Hún var notuð á sínum tíma til þess að skerpa á vatninu og ná upp því hitastigi aftur sem tapaðist á flutningnum ofan úr Laugalandi. En sú kyndistöð er óvirk í dag. Og það er ekkert kappsmál Veitna að skaffa heitara vatn,“ segir Anton Kári. Sem dæmi um afleiðingarnar segir sveitarstjórinn að sundlaugina hafi þurft að hafa lokaða 29 daga í fyrra vegna heitavatnsskorts af því að Veitur gátu ekki útvegað nægt heitt vatn. Fram undan sé að eiga samtal við Veitur sem sveitarfélagið hafi átt góð samskipti við. Hluti vatnsskortsins skýrist síðan af mikilli uppbyggingu á svæðinu sem útheimti meira vatn. „Þetta hefur ekki alveg fylgt í takt og því er farið að bera á skorti. En okkur finnst að íbúar eigi ekki að gjalda fyrir það að þurfa orðið að nota helmingi meira vatn til að halda húsunum sínum heitum.“ Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir ástæðu hærri reikninga hjá viðskiptavinum Rangárveitna af tvennum toga. Í fyrsta lagi var árið 2018 sérstaklega kalt og fólk almennt notaði meira heitt vatn. „Þetta skýrir megnið af hærri hitareikningum og einskorðast auðvitað ekki við notendur hjá Rangárveitum heldur á við um flesta íbúa suðvesturhorns landsins.“ Við áætlun fyrir árið 2018 hafi verið tekið mið af notkuninni 2017 þegar mun hlýrra hafi verið í veðri. Þá segir Ólöf að önnur ástæða fyrir hækkun reikninga sé lægra hitastig vatnsins frá veitunni. „Við höfum skoðað gögn yfir hitastigið frá vinnslusvæðum Rangárveitna á árunum 2016-2018,“ segir hún. „Á þeim tíma hefur meðalhitastig á ársgrundvelli lækkað um sirka 2 gráður á selsíus.“
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira