Starfsmönnum seldir smábílar Félagsbústaða Sigurður Mikael Jónsson skrifar 21. janúar 2019 07:30 Einn bílanna sem Félagsbústaðir auglýstu til sölu. Mynd/félagsbústaðir „Þetta þótti ásættanleg niðurstaða enda með öllu óvíst hvort tekist hefði að selja alla bílana með öðrum hætti,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, um þá ákvörðun að selja starfsmanni fimm smábíla í eigu félagsins og dóttur annars einn. Alls fengust 780 þúsund krónur fyrir bílana sem orðnir voru gamlir og lúnir að sögn Sigrúnar. Ákveðið var að selja bílana innanhúss eftir að hefðbundnar auglýsingar báru ekki árangur. Í september síðastliðnum seldu Félagsbústaðir bifreiðar sem félagið hafði verið með í notkun um langt árabil og komið var að því að endurnýja. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóranum var um að ræða sex smábíla sem voru á bilinu 11 til 13 ára gamlir og eknir frá 108-160 þúsund kílómetra. Flestir hafi verið í döpru ástandi.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.„Fimm þessara bíla voru af gerðinni Honda Jazz en einn af gerðinni Toyota Yaris. Að mati bílasala sem FB leitaði til hefðu þessir bílar verið þungir í sölu vegna aldurs og ástands og taldi hann að fá mætti í hæsta lagi um 150 þús. kr. staðgreitt fyrir hvern Hondu bíl en eitthvað meira fyrir Toyotuna. Sölulaun fyrir hvern bíl hefðu verið 63.500 krónur,“ segir í svari Sigrúnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Af þessum sökum var þess freistað að auglýsa eftir tilboðum í bílana í Fréttablaðinu og á vef Félagsbústaða þann 18. ágúst 2018. „Þegar þessar auglýsingar báru ekki árangur var sendur tölvupóstur á starfsmenn FB og þeim boðið að gera tilboð í bílana. Mánuði síðar voru fimm þeirra seldir starfsmanni FB fyrir samtals 600 þúsund krónur og sá sjötti var seldur dóttur annars starfsmanns fyrir 180 þúsund krónur,“ segir Sigrún og bætir við: „Samanlagt fengust því 780 þúsund krónur fyrir bílana með þessu móti sem er svipað eða heldur meira en vænta mátti samkvæmt upplýsingum sem fyrir lágu og að teknu tilliti til sölulauna,“ segir Sigrún. Félagsbústaðir hafa að sögn Sigrúnar endurnýjað átta bíla af þrettán. Kaupverð þeirra var á bilinu 2,9 til 3,2 milljónir. Hluti nýju bílanna var keyptur af innkaupadeild borgarinnar að undangengnu útboði en hluti eftir verðkönnun hjá umboðum. Félagið vinnur að mótun innkaupareglna í samráði við borgina. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
„Þetta þótti ásættanleg niðurstaða enda með öllu óvíst hvort tekist hefði að selja alla bílana með öðrum hætti,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, um þá ákvörðun að selja starfsmanni fimm smábíla í eigu félagsins og dóttur annars einn. Alls fengust 780 þúsund krónur fyrir bílana sem orðnir voru gamlir og lúnir að sögn Sigrúnar. Ákveðið var að selja bílana innanhúss eftir að hefðbundnar auglýsingar báru ekki árangur. Í september síðastliðnum seldu Félagsbústaðir bifreiðar sem félagið hafði verið með í notkun um langt árabil og komið var að því að endurnýja. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóranum var um að ræða sex smábíla sem voru á bilinu 11 til 13 ára gamlir og eknir frá 108-160 þúsund kílómetra. Flestir hafi verið í döpru ástandi.Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.„Fimm þessara bíla voru af gerðinni Honda Jazz en einn af gerðinni Toyota Yaris. Að mati bílasala sem FB leitaði til hefðu þessir bílar verið þungir í sölu vegna aldurs og ástands og taldi hann að fá mætti í hæsta lagi um 150 þús. kr. staðgreitt fyrir hvern Hondu bíl en eitthvað meira fyrir Toyotuna. Sölulaun fyrir hvern bíl hefðu verið 63.500 krónur,“ segir í svari Sigrúnar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Af þessum sökum var þess freistað að auglýsa eftir tilboðum í bílana í Fréttablaðinu og á vef Félagsbústaða þann 18. ágúst 2018. „Þegar þessar auglýsingar báru ekki árangur var sendur tölvupóstur á starfsmenn FB og þeim boðið að gera tilboð í bílana. Mánuði síðar voru fimm þeirra seldir starfsmanni FB fyrir samtals 600 þúsund krónur og sá sjötti var seldur dóttur annars starfsmanns fyrir 180 þúsund krónur,“ segir Sigrún og bætir við: „Samanlagt fengust því 780 þúsund krónur fyrir bílana með þessu móti sem er svipað eða heldur meira en vænta mátti samkvæmt upplýsingum sem fyrir lágu og að teknu tilliti til sölulauna,“ segir Sigrún. Félagsbústaðir hafa að sögn Sigrúnar endurnýjað átta bíla af þrettán. Kaupverð þeirra var á bilinu 2,9 til 3,2 milljónir. Hluti nýju bílanna var keyptur af innkaupadeild borgarinnar að undangengnu útboði en hluti eftir verðkönnun hjá umboðum. Félagið vinnur að mótun innkaupareglna í samráði við borgina.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira