Vísar fullyrðingum um fjárskort á bug Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. janúar 2019 06:15 Lilja Alfreðsdóttir. Vísir/ernir Menntamálaráðherra segir ámælisvert af forseta heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri (HA) að halda því fram að skólann skorti fjármagn til að fjölga hjúkrunarfræðinemum. Í grein eftir Eydísi Kr. Sveinbjarnardóttur, forseta heilbrigðisvísindasviðs HA, sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku segir meðal annars að 59 nemendur í hjúkrunarfræði hafi náð öllum samkeppnisprófum upp á vormisserið. Hjúkrunarfræðideildin hafi hins vegar einungis fjármagn til að taka 55 þeirra inn. „Þetta er ekki rétt vegna þess að mennta- og menningarmálaráðuneytið var búið að útvega fjármagn í bóklega þáttinn. Hins vegar gat skólinn ekki tekið við fleirum þar sem klínísku plássin eru ekki til staðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og vísar til nefndarálits meirihluta fjárlaganefndar við nýsamþykkt fjárlagafrumvarp. Þar kemur fram að 30 milljónir sem fara áttu til Háskólans á Akureyri vegna fjölgunar hjúkrunarnema voru dregnar til baka að svo stöddu en þess getið að fjárhæðinni verði varið til þessa verkefnis þegar fyrir liggur hvernig skólarnir verða í stakk búnir til að taka á móti auknum fjölda nemenda í hjúkrunarfræði. Aðspurð segir Eydís að í áætlunum sem skólinn hafi sent ráðuneytinu sé gert ráð fyrir fjölgun um tíu nemendur á komandi hausti og aftur um tíu haustið 2021. Aðspurð um þau rök að fjárskortur hafi komið í veg fyrir fjölgun nú á vorönn segir Eydís að sú setning í greininni hafi eitthvað misskilist. „Ég var bara að útskýra að við vorum ekki í stakk búin til að fjölga strax eins og mannaflinn er hjá okkur því það var mikil pressa á að taka inn alla nemendur sem náðu prófunum. Hver nemandi til viðbótar býr til aukið álag og við erum ekki með fjármagn til að fjölga einn, tveir og þrír.“ Eydís segir forsvarsmenn hjúkrunarfræðideilda HA og HÍ nú undirbúa sameiginlegar tillögur um fjölgun hjúkrunarfræðinema sem verði sendar ráðherra í febrúar. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira
Menntamálaráðherra segir ámælisvert af forseta heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri (HA) að halda því fram að skólann skorti fjármagn til að fjölga hjúkrunarfræðinemum. Í grein eftir Eydísi Kr. Sveinbjarnardóttur, forseta heilbrigðisvísindasviðs HA, sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku segir meðal annars að 59 nemendur í hjúkrunarfræði hafi náð öllum samkeppnisprófum upp á vormisserið. Hjúkrunarfræðideildin hafi hins vegar einungis fjármagn til að taka 55 þeirra inn. „Þetta er ekki rétt vegna þess að mennta- og menningarmálaráðuneytið var búið að útvega fjármagn í bóklega þáttinn. Hins vegar gat skólinn ekki tekið við fleirum þar sem klínísku plássin eru ekki til staðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og vísar til nefndarálits meirihluta fjárlaganefndar við nýsamþykkt fjárlagafrumvarp. Þar kemur fram að 30 milljónir sem fara áttu til Háskólans á Akureyri vegna fjölgunar hjúkrunarnema voru dregnar til baka að svo stöddu en þess getið að fjárhæðinni verði varið til þessa verkefnis þegar fyrir liggur hvernig skólarnir verða í stakk búnir til að taka á móti auknum fjölda nemenda í hjúkrunarfræði. Aðspurð segir Eydís að í áætlunum sem skólinn hafi sent ráðuneytinu sé gert ráð fyrir fjölgun um tíu nemendur á komandi hausti og aftur um tíu haustið 2021. Aðspurð um þau rök að fjárskortur hafi komið í veg fyrir fjölgun nú á vorönn segir Eydís að sú setning í greininni hafi eitthvað misskilist. „Ég var bara að útskýra að við vorum ekki í stakk búin til að fjölga strax eins og mannaflinn er hjá okkur því það var mikil pressa á að taka inn alla nemendur sem náðu prófunum. Hver nemandi til viðbótar býr til aukið álag og við erum ekki með fjármagn til að fjölga einn, tveir og þrír.“ Eydís segir forsvarsmenn hjúkrunarfræðideilda HA og HÍ nú undirbúa sameiginlegar tillögur um fjölgun hjúkrunarfræðinema sem verði sendar ráðherra í febrúar.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Sjá meira