Haukur: Þetta er bara handbolti Smári Jökull Jónsson skrifar 20. janúar 2019 21:48 Selfyssingurinn Haukur Þrastarson lék sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Hann kom inn af krafti, skoraði tvö mörk og sýndi að hann er framtíðarmaður í liðinu. „Auðvitað er maður svekktur eftir tapleik og allt það. Það var samt ógeðslega gaman að koma inn á og taka þátt í þessu,“ sagði Haukur þegar Tómas Þór Þórðarson hitti hann að máli í Lanxess-Arena eftir leikinn í kvöld. Haukur hefur verið utan hóps þangað til í leiknum í kvöld en kom inn í hópinn vegna meiðsla Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar. „Ég viðurkenni að ég bjóst ekki við að ég tæki svona mikinn þátt í leiknum. Ég vissi alveg að ég gæti komið inná og ég er búinn að fá góðan tíma til að undirbúa mig því ég er búinn að vera hér úti allan tímann. Það þarf bara að grípa tækifærið þegar það kemur og mér fannst mér takast það ágætlega. Auðvitað er fullt af hlutum sem ég gerði vel og fullt af hlutum þar sem ég get gert betur og þarf að læra af.“ Franska vörnin var ógnarsterk í kvöld eins og svo oft áður og íslenska liðið oft í stökustu vandræðum í uppstilltum sóknarleik. „Fyrir suma er þetta öðruvísi en menn eru vanir, við komumst ekki upp með það sama. Við verðum bara að læra af því og þetta fer allt í reynslubankann.“ „Þetta var fyrst og fremst ógeðslega gaman. Það er búið að vera draumur lengi að taka þátt í stórmóti. Mér leið vel inni á vellinum og fílaði mig ágætlega.“ Haukur sló í gegn með liði Selfoss í fyrra og fór með liðinu alla leið í undanúrslit Olís-deildarinnar. Hann er fæddur árið 2001 og verður 18 ára í apríl. Átti hann von á að vera kominn á þennan stað fyrir ári síðan? „Nei. Ég viðurkenni það að fyrir rúmi ári hefði ég aldrei búist við þessu. Þetta hefur gerst hratt hjá mér og ótrúlega gaman að taka þátt svona ungur. Ég er ekkert að pæla í hverjum ég er að spila á móti þegar ég er inni á vellinum. Þetta er bara handbolti og ég reyni að skila mínu til liðsins,“ svaraði Haukur þegar Tómas Þór bendi honum á að hann hefði skorað framhjá margföldum meistara í marki Frakka. Næsti leikur Íslands er á miðvikudag gegn Brasilíu sem vann mjög svo óvæntan sigur gegn Króatíu fyrr í dag. „Það er margt sem við getum lært af þessum leik og getum gert betur. Við þurfum að skoða það og vera svo klárir í Brassana og vinna þá.“ HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun um tapið gegn Frakklandi: Forréttaborð framtíðarinnar Kornungt íslenskt landslið átti ekki möguleika í heimsmeistara Frakka. 20. janúar 2019 21:38 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Selfyssingurinn Haukur Þrastarson lék sinn fyrsta leik á stórmóti fyrir íslenska landsliðið í kvöld. Hann kom inn af krafti, skoraði tvö mörk og sýndi að hann er framtíðarmaður í liðinu. „Auðvitað er maður svekktur eftir tapleik og allt það. Það var samt ógeðslega gaman að koma inn á og taka þátt í þessu,“ sagði Haukur þegar Tómas Þór Þórðarson hitti hann að máli í Lanxess-Arena eftir leikinn í kvöld. Haukur hefur verið utan hóps þangað til í leiknum í kvöld en kom inn í hópinn vegna meiðsla Arons Pálmarssonar og Arnórs Þórs Gunnarssonar. „Ég viðurkenni að ég bjóst ekki við að ég tæki svona mikinn þátt í leiknum. Ég vissi alveg að ég gæti komið inná og ég er búinn að fá góðan tíma til að undirbúa mig því ég er búinn að vera hér úti allan tímann. Það þarf bara að grípa tækifærið þegar það kemur og mér fannst mér takast það ágætlega. Auðvitað er fullt af hlutum sem ég gerði vel og fullt af hlutum þar sem ég get gert betur og þarf að læra af.“ Franska vörnin var ógnarsterk í kvöld eins og svo oft áður og íslenska liðið oft í stökustu vandræðum í uppstilltum sóknarleik. „Fyrir suma er þetta öðruvísi en menn eru vanir, við komumst ekki upp með það sama. Við verðum bara að læra af því og þetta fer allt í reynslubankann.“ „Þetta var fyrst og fremst ógeðslega gaman. Það er búið að vera draumur lengi að taka þátt í stórmóti. Mér leið vel inni á vellinum og fílaði mig ágætlega.“ Haukur sló í gegn með liði Selfoss í fyrra og fór með liðinu alla leið í undanúrslit Olís-deildarinnar. Hann er fæddur árið 2001 og verður 18 ára í apríl. Átti hann von á að vera kominn á þennan stað fyrir ári síðan? „Nei. Ég viðurkenni það að fyrir rúmi ári hefði ég aldrei búist við þessu. Þetta hefur gerst hratt hjá mér og ótrúlega gaman að taka þátt svona ungur. Ég er ekkert að pæla í hverjum ég er að spila á móti þegar ég er inni á vellinum. Þetta er bara handbolti og ég reyni að skila mínu til liðsins,“ svaraði Haukur þegar Tómas Þór bendi honum á að hann hefði skorað framhjá margföldum meistara í marki Frakka. Næsti leikur Íslands er á miðvikudag gegn Brasilíu sem vann mjög svo óvæntan sigur gegn Króatíu fyrr í dag. „Það er margt sem við getum lært af þessum leik og getum gert betur. Við þurfum að skoða það og vera svo klárir í Brassana og vinna þá.“
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun um tapið gegn Frakklandi: Forréttaborð framtíðarinnar Kornungt íslenskt landslið átti ekki möguleika í heimsmeistara Frakka. 20. janúar 2019 21:38 Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54 Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22 Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Umfjöllun um tapið gegn Frakklandi: Forréttaborð framtíðarinnar Kornungt íslenskt landslið átti ekki möguleika í heimsmeistara Frakka. 20. janúar 2019 21:38
Twitter eftir tapið gegn Frökkum: „Búið þegar Helga Möller er komin í símann“ Twitter var vel með á nótunum yfir leik Íslands og Frakka í kvöld. 20. janúar 2019 20:54
Topparnir í tölfræðinni á móti Frakklandi: Haukur sá yngsti sem skorar mark á HM 2019 Frakkar fengu sex marka forgjöf á móti kornungu íslensku liði sem vann sig inn í leikinn aftur en hélt ekki út. 20. janúar 2019 21:22
Ágúst Elí: Bjóst ekki við að byrja Ágúst Elí Björgvinsson fékk tækifærið frá byrjun gegn Frökkum í kvöld og nýtti það vel. Hann var frábær í fyrri hálfleik og getur verið sáttur með sína frammistöðu. 20. janúar 2019 21:29
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita