Einkunnir strákanna okkar á móti Frakklandi í kvöld: Elvar Örn bestur 20. janúar 2019 22:30 Elvar Örn Jónsson kom að níu mörkum íslenska liðsins. Getty/TF-Images Íslenska handboltalandsliðið lenti í sínu stærsta tapi á þessu heimsmeistaramóti í Þýskalandi og Danmörku þegar liðið lá með níu mörkum á móti heimsmeisturum Frakka, 22-31, í öðrum leik sínum í milliriðlinum í Köln. Íslenska liðið skoraði ekki fyrstu tólf mínútur leiksins og lenti strax 6-0 undir. Frakkar fengu því hálfgerða sex marka forgjöf að þessu sinni sem var ekki góð viðbót við það að þurfa að spila án tveggja bestu manna sinna í Aroni Pálmarssyni og Arnóri Þór Gunnarssyni. Ungu leikmenn íslenska liðsins fengu alvöru mínútur og rosalega reynslu í djúpu lauginni á móti einu allra besta liði heims. Þetta nýtist þeim vonandi vel og nú fær liðið tvo daga til að safna kröftum fyrir Brasilíuleikinn. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Elvar Örn Jónsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann tók við mikilli ábyrgð í sókninni af Aroni Pálmarssyni og kom að níu mörkum auk þess að spila áfram frábærlega í varnarleiknum. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Frakklandi:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 4(10 varin skot- 39:05 mín.) Fékk að byrja og stóðs sig feikilega vel í fyrri hálfleik. Var tekinn út eftir tíu mínútur í seinni hálfleik en hefði mátt spila meira. Fín reynsla fyrir hann að fá þessar mínútur á móti besta liði heims.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 3(2 mörk - 60:00 mín.) Fékk hann ekki úr miklu að moða frekar en öðrum leikjum sem hann hefur spilað á mótinu. Afar öflugur á teignum og leikmaður sem við ættum að geta treyst í þessari stöðu á næstu árum. Hefur ekki mikla reynslu í landsliðinu an á næstu misserum verður hann án efa fastamaður í íslenska liðinu.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 2(2 mörk - 34:37 mín.) Engan veginn nægilega góður leikur gegn Frökkum. Var auðvitað öflugur varnarlega en olli í vonbrigðum í sókninni. Gerði mikið af tæknifeilum og skotnýtingin hans var ekki góð. Skrifast væntanlega á þreytu eftir marga erfiða leiki á fáum dögum.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 4(5 mörk - 49:49 mín.) Var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. Lék varnarleikinn vel eins og hann hefur gert alla keppnina. Var áræðinn í sókninni og skoraði fín mörk. Gerði líka svolítið af mistökum sem skrifast á aldur og reynsluleysi. Toppmaður og alvöru eintak sem á bara eftir að vera betri með fleiri leikjum á stóra sviðinu.Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - spilaði of lítiðÓmar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2(0 mörk - 15:38 mín.) Því miður hefur hvorki gengið né rekið hjá Ómari Inga á þessu heimsmeistaramóti. Hefur verið út úr fasa og finnur engan takt í sínum leik. Frammistaða hans hefur valdið miklum vonbrigðum. Líklega er hann óánægastur með sína frammistöðu sjálfur.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4(4 mörk - 60:00 mín.) Átti fínar rispur í þessum leik. Býr yfir alveg ótrúlegri mikilli skottækni og stökkkrafti og er líka frábær varnarmaður og klókur leikmaður. Hefur gott auga fyrir að stela knettinum. Þarna er kominn framtíðarmaður í íslenska landsliðinu sem við eigum eftir að sjá mikið af á næstu árum.Arnar Freyr Arnarsson, lína - 3(2 mörk - 38:54 mín.) Stóð sig ekki illa í leiknum en það var ljóst frekar snemma að hann var orðinn örþreyttur enda búið að vera mikið álag á honum. Lagði sig samt fram og hann hefur verið vaxandi í mótinu. Mætti hins vegar bara algjörum ofjörlum sínum í þessum leik og það var sama hvert var litið í þeim efnum.Ólafur Gústafsson, vörn - 3(7 stopp - 21:36 mín.) Bar fyrirliðabandið í frysta sinn og byrjaði leikinn vel. Var mjög góður framan af en meiddist síðan. Vonandi ekki alvarlega. Hefur heilt yfir verið besti varnarmaður Íslands í keppninni.Haukur Þrastarson í leiknum á móti Frökkum þar sem hann skrifaði nýjan kafla í sögu landsliðsins á stórmóti.Vísir/EPA- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Ýmir Örn Gíslason, lína - 3(2 mörk - 22:42 mín.) Frábær innkoma hjá Ými gegn besta liði heims. Varnarlega mjög sterkur og hann sýndi okkur að menn þurfa heldur ekkert að efast um hann í sóknarleiknum. Mun bara vaxa inn í verkefnið og það verður gaman að fylgjast með hversu langt hann getur komist.Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - 3(2 mörk - 20:31 mín.) Kom inn tiltölulega snemma inn og þurfti að bera mikla ábyrgð sautján ára gamall. Leikur liðsins lagaðist eftir að hann kom inn á. Auðvitað er erfitt fyrir ungan mann að halda út svona leik. Þetta var eldskírn fyrir hann en enginn efast um að þarna fer eitt mesta efni sem við höfum séð á Íslandi í háa herrans tíð. Til hamingju Haukur með fyrsta leikinn þinn á HM.Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 3(3 mörk - 25:08 mín.) Kom inn af miklum krafti og skoraði góð mörk. Er hins vegar óbeislaður enda ungur. Verður gaman að sjá hvernig hann þróast sem leikmaður undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar.Björgvin Páll Gústavsson, mark - 2(1 varið skot- 18:10 mín.) Spilaði í tuttugu mínútur og varði eitt skot. Einfaldlega ekki nægilega góð frammistaða. Hefur átt góðar rispur í mótinu en þær eru bara allt of stuttar.Daníel Þór Ingason, vörn - spilaði of lítiðStefán Rafn Sigurmannsson, vinstra horn - spilaði ekkiÓðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - spilaði ekkiGuðmundur Guðmundsson henti ungu strákunum út í djúpu laugina.Getty/Jörg SchülerGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Horfði til himins á átjándu mínútu. Þar var enga hjálp að fá. Þá setti hann inn á líklega yngsta landsliðsmann Íslands á heimsmeistaramóti fyrr og síðar. Auðvitað eiga þeir drengir mikið eftir ólært en væntanlega fá þeir ekki betri skólastjóra en Guðmund. Guðmundur veit manna best hvar skórinn kreppir og hvað vantar hjá þessum strákum. Erfitt að deila við mann sem gull og silfur frá Ólympíuleikum.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á mótu Þjóðverjum í kvöld: Ólafur Gústafs bestur í íslenska liðinu Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar á móti heimsmeistaraefnunum og heimamönnum í þýska landsliðinu. 19. janúar 2019 22:11 Einkunnir strákanna okkar á móti Japan: Stefán Rafn bestur Íslenska handboltalandsliðið vann lífsnauðsynlegan fjögurra marka sigur á Japan, 25-21, í jöfnum og erfiðum fjórða leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 16. janúar 2019 17:06 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 11. janúar 2019 19:38 Einkunnir strákanna okkar á móti Makedóníu í kvöld: Arnór í heimsklassa og fimm með fimmur Íslenska landsliðið er komið í hóp tólf bestu þjóðanna á HM í handbolta 2019 þökk sé góðri frammistöðu margra leikmanna á móti Makedóníu í kvöld. 17. janúar 2019 19:36 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23 Einkunnir strákanna okkar á móti Barein: Björgvin Páll og Arnór bestir Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar í sannfærandi átján marka sigri á Bareinum á HM í handbolta. 14. janúar 2019 17:00 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið lenti í sínu stærsta tapi á þessu heimsmeistaramóti í Þýskalandi og Danmörku þegar liðið lá með níu mörkum á móti heimsmeisturum Frakka, 22-31, í öðrum leik sínum í milliriðlinum í Köln. Íslenska liðið skoraði ekki fyrstu tólf mínútur leiksins og lenti strax 6-0 undir. Frakkar fengu því hálfgerða sex marka forgjöf að þessu sinni sem var ekki góð viðbót við það að þurfa að spila án tveggja bestu manna sinna í Aroni Pálmarssyni og Arnóri Þór Gunnarssyni. Ungu leikmenn íslenska liðsins fengu alvöru mínútur og rosalega reynslu í djúpu lauginni á móti einu allra besta liði heims. Þetta nýtist þeim vonandi vel og nú fær liðið tvo daga til að safna kröftum fyrir Brasilíuleikinn. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Elvar Örn Jónsson var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann tók við mikilli ábyrgð í sókninni af Aroni Pálmarssyni og kom að níu mörkum auk þess að spila áfram frábærlega í varnarleiknum. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir.Einkunnir Íslands gegn Frakklandi:- Byrjunarlið Íslands í leiknum -Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 4(10 varin skot- 39:05 mín.) Fékk að byrja og stóðs sig feikilega vel í fyrri hálfleik. Var tekinn út eftir tíu mínútur í seinni hálfleik en hefði mátt spila meira. Fín reynsla fyrir hann að fá þessar mínútur á móti besta liði heims.Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 3(2 mörk - 60:00 mín.) Fékk hann ekki úr miklu að moða frekar en öðrum leikjum sem hann hefur spilað á mótinu. Afar öflugur á teignum og leikmaður sem við ættum að geta treyst í þessari stöðu á næstu árum. Hefur ekki mikla reynslu í landsliðinu an á næstu misserum verður hann án efa fastamaður í íslenska liðinu.Ólafur Guðmundsson, vinstri skytta - 2(2 mörk - 34:37 mín.) Engan veginn nægilega góður leikur gegn Frökkum. Var auðvitað öflugur varnarlega en olli í vonbrigðum í sókninni. Gerði mikið af tæknifeilum og skotnýtingin hans var ekki góð. Skrifast væntanlega á þreytu eftir marga erfiða leiki á fáum dögum.Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 4(5 mörk - 49:49 mín.) Var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. Lék varnarleikinn vel eins og hann hefur gert alla keppnina. Var áræðinn í sókninni og skoraði fín mörk. Gerði líka svolítið af mistökum sem skrifast á aldur og reynsluleysi. Toppmaður og alvöru eintak sem á bara eftir að vera betri með fleiri leikjum á stóra sviðinu.Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - spilaði of lítiðÓmar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2(0 mörk - 15:38 mín.) Því miður hefur hvorki gengið né rekið hjá Ómari Inga á þessu heimsmeistaramóti. Hefur verið út úr fasa og finnur engan takt í sínum leik. Frammistaða hans hefur valdið miklum vonbrigðum. Líklega er hann óánægastur með sína frammistöðu sjálfur.Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 4(4 mörk - 60:00 mín.) Átti fínar rispur í þessum leik. Býr yfir alveg ótrúlegri mikilli skottækni og stökkkrafti og er líka frábær varnarmaður og klókur leikmaður. Hefur gott auga fyrir að stela knettinum. Þarna er kominn framtíðarmaður í íslenska landsliðinu sem við eigum eftir að sjá mikið af á næstu árum.Arnar Freyr Arnarsson, lína - 3(2 mörk - 38:54 mín.) Stóð sig ekki illa í leiknum en það var ljóst frekar snemma að hann var orðinn örþreyttur enda búið að vera mikið álag á honum. Lagði sig samt fram og hann hefur verið vaxandi í mótinu. Mætti hins vegar bara algjörum ofjörlum sínum í þessum leik og það var sama hvert var litið í þeim efnum.Ólafur Gústafsson, vörn - 3(7 stopp - 21:36 mín.) Bar fyrirliðabandið í frysta sinn og byrjaði leikinn vel. Var mjög góður framan af en meiddist síðan. Vonandi ekki alvarlega. Hefur heilt yfir verið besti varnarmaður Íslands í keppninni.Haukur Þrastarson í leiknum á móti Frökkum þar sem hann skrifaði nýjan kafla í sögu landsliðsins á stórmóti.Vísir/EPA- Menn sem komu inn af bekknum í leiknum -Ýmir Örn Gíslason, lína - 3(2 mörk - 22:42 mín.) Frábær innkoma hjá Ými gegn besta liði heims. Varnarlega mjög sterkur og hann sýndi okkur að menn þurfa heldur ekkert að efast um hann í sóknarleiknum. Mun bara vaxa inn í verkefnið og það verður gaman að fylgjast með hversu langt hann getur komist.Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - 3(2 mörk - 20:31 mín.) Kom inn tiltölulega snemma inn og þurfti að bera mikla ábyrgð sautján ára gamall. Leikur liðsins lagaðist eftir að hann kom inn á. Auðvitað er erfitt fyrir ungan mann að halda út svona leik. Þetta var eldskírn fyrir hann en enginn efast um að þarna fer eitt mesta efni sem við höfum séð á Íslandi í háa herrans tíð. Til hamingju Haukur með fyrsta leikinn þinn á HM.Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 3(3 mörk - 25:08 mín.) Kom inn af miklum krafti og skoraði góð mörk. Er hins vegar óbeislaður enda ungur. Verður gaman að sjá hvernig hann þróast sem leikmaður undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar.Björgvin Páll Gústavsson, mark - 2(1 varið skot- 18:10 mín.) Spilaði í tuttugu mínútur og varði eitt skot. Einfaldlega ekki nægilega góð frammistaða. Hefur átt góðar rispur í mótinu en þær eru bara allt of stuttar.Daníel Þór Ingason, vörn - spilaði of lítiðStefán Rafn Sigurmannsson, vinstra horn - spilaði ekkiÓðinn Þór Ríkharðsson, hægra horn - spilaði ekkiGuðmundur Guðmundsson henti ungu strákunum út í djúpu laugina.Getty/Jörg SchülerGuðmundur Guðmundsson, þjálfari - 4 Horfði til himins á átjándu mínútu. Þar var enga hjálp að fá. Þá setti hann inn á líklega yngsta landsliðsmann Íslands á heimsmeistaramóti fyrr og síðar. Auðvitað eiga þeir drengir mikið eftir ólært en væntanlega fá þeir ekki betri skólastjóra en Guðmund. Guðmundur veit manna best hvar skórinn kreppir og hvað vantar hjá þessum strákum. Erfitt að deila við mann sem gull og silfur frá Ólympíuleikum.Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á mótu Þjóðverjum í kvöld: Ólafur Gústafs bestur í íslenska liðinu Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar á móti heimsmeistaraefnunum og heimamönnum í þýska landsliðinu. 19. janúar 2019 22:11 Einkunnir strákanna okkar á móti Japan: Stefán Rafn bestur Íslenska handboltalandsliðið vann lífsnauðsynlegan fjögurra marka sigur á Japan, 25-21, í jöfnum og erfiðum fjórða leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 16. janúar 2019 17:06 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 11. janúar 2019 19:38 Einkunnir strákanna okkar á móti Makedóníu í kvöld: Arnór í heimsklassa og fimm með fimmur Íslenska landsliðið er komið í hóp tólf bestu þjóðanna á HM í handbolta 2019 þökk sé góðri frammistöðu margra leikmanna á móti Makedóníu í kvöld. 17. janúar 2019 19:36 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23 Einkunnir strákanna okkar á móti Barein: Björgvin Páll og Arnór bestir Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar í sannfærandi átján marka sigri á Bareinum á HM í handbolta. 14. janúar 2019 17:00 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á mótu Þjóðverjum í kvöld: Ólafur Gústafs bestur í íslenska liðinu Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar á móti heimsmeistaraefnunum og heimamönnum í þýska landsliðinu. 19. janúar 2019 22:11
Einkunnir strákanna okkar á móti Japan: Stefán Rafn bestur Íslenska handboltalandsliðið vann lífsnauðsynlegan fjögurra marka sigur á Japan, 25-21, í jöfnum og erfiðum fjórða leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 16. janúar 2019 17:06
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron í algjörum heimsklassa Íslenska handboltalandsliðið tapaði með fjögurra marka mun, 27-31, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku. 11. janúar 2019 19:38
Einkunnir strákanna okkar á móti Makedóníu í kvöld: Arnór í heimsklassa og fimm með fimmur Íslenska landsliðið er komið í hóp tólf bestu þjóðanna á HM í handbolta 2019 þökk sé góðri frammistöðu margra leikmanna á móti Makedóníu í kvöld. 17. janúar 2019 19:36
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23
Einkunnir strákanna okkar á móti Barein: Björgvin Páll og Arnór bestir Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar í sannfærandi átján marka sigri á Bareinum á HM í handbolta. 14. janúar 2019 17:00