Gillian Anderson mun leika Margaret Thatcher í The Crown Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2019 12:30 Anderson leikur Thatcher í komandi þáttaröð. Leikkonan Gillian Anderson er hvað þekktust fyrir að leika í The X-Files en hún var að landa stóru hlutverki. Anderson mun fara með hlutverk Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, í fjórðu þáttaröðinni af The Crown. Thatcher var forsætisráðherra Bretlands á árunum 1979 - 1990. Hún varð fyrsta konan til að gegna því embætti í Bretlandi. Hún varð þingmaður árið 1959 og lét af þingmennsku 1992. Thatcher gegndi líka embætti menntamálaráðherra árið 1970. Árið 1975 bauð hún sig svo fram í leiðtogasæti breska Íhaldsflokksins gegn þáverandi leiðtoga, Edward Heath. Undir hennar stjórn vann flokkurinn þingkosningar árið 1979, 1983 og 1987. Hún átti við heilsubrest að stríða síðustu æviár sín og lést árið 2013, þá 87 ára að aldri. Í Netflix-þáttaröðinni The Crown er sagt frá ævi Elísabetar Englandsdrottningar og hafa fyrstu tvær þáttaraðirnar fengið mikið lof. Framundan er síðan þriðja þáttaröðin en Gillian kemur við sögu í þeirri fjórðu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikkonan Gillian Anderson er hvað þekktust fyrir að leika í The X-Files en hún var að landa stóru hlutverki. Anderson mun fara með hlutverk Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, í fjórðu þáttaröðinni af The Crown. Thatcher var forsætisráðherra Bretlands á árunum 1979 - 1990. Hún varð fyrsta konan til að gegna því embætti í Bretlandi. Hún varð þingmaður árið 1959 og lét af þingmennsku 1992. Thatcher gegndi líka embætti menntamálaráðherra árið 1970. Árið 1975 bauð hún sig svo fram í leiðtogasæti breska Íhaldsflokksins gegn þáverandi leiðtoga, Edward Heath. Undir hennar stjórn vann flokkurinn þingkosningar árið 1979, 1983 og 1987. Hún átti við heilsubrest að stríða síðustu æviár sín og lést árið 2013, þá 87 ára að aldri. Í Netflix-þáttaröðinni The Crown er sagt frá ævi Elísabetar Englandsdrottningar og hafa fyrstu tvær þáttaraðirnar fengið mikið lof. Framundan er síðan þriðja þáttaröðin en Gillian kemur við sögu í þeirri fjórðu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein