Ronaldo játaði sekt sína og greiðir himinháa sekt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 11:15 Cristiano Ronaldo. Getty/Oscar Gonzalez Cristiano Ronaldo var í dag dæmdur sekur um stórfelld skattsvik og fékk Portúgalinn tveggja ára skilorðsbundinn dóm og risasekt. Ronaldo mun borga næstum því 19 milljónir evra, 2,6 milljarða íslenska króna, í sekt fyrri að svíkjast undan spænska skattinum á árunum 2011 til 2014.Cristiano Ronaldo has pleaded guilty to tax fraud, receiving a two-year suspended sentence in Spain. The Juventus forward, facing charges stemming from his days at Real Madrid, will pay nearly 19 million euros ($21.6 million) in fines.https://t.co/gswQDVByP8 — The Associated Press (@AP) January 22, 2019Cristiano Ronaldo var í réttarsalnum í um það bil 45 mínútur og sættist á samkomulag um að hann myndi greiða fyrrnefnda 2,6 milljarða krónu sekt. Það vakti athygli að Cristiano Ronaldo mætti til réttarins á svörtum bíl, í svörtum jakka, í svörtum buxum, í svörtum rúllukragabol og með svört sólgleraugu. Ákveðið þema þarna í gangi hjá kappanum en það fylgdi þó sögunni að skórnir hans voru hvítir. Málið tengist sölu og samningum með ímyndarétt Cristiana Ronaldo en Portúgalinn er sakaður um að hafa ekki greitt neina skatta af þeim á árunum 2011 til 2014 þegar hann var leikmaður Real Madrid. Upphæðin var sögð vera í kringum 14,8 milljónir evra sem Ronaldo sleppti að greiða.Cristiano Ronaldo has been fined almost €19m ($21.6m) for tax fraud but will avoid serving a 23-month prison sentence.https://t.co/JzKcvNS7lupic.twitter.com/7O3cGxgm1k — ESPN FC (@ESPNFC) January 22, 2019Ronaldo var dæmdur sekur fyrir að hafa stofnað sérstök skúffufyrirtæki utan Spánar til að fela peninga sem hann fékk fyrir samninga sína tengdum vörumerkinu Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo gæti á verið á leiðinni í réttarsal undir öðrum formerkjum því hin bandaríska Kathryn Mayorga hefur sakað hann um nauðgun á hótelherbergi í Las Vegas árið 2009. Xabi Alonso mætti líka í réttarsalinn í dag vegna svipaðra ásakana en hann var sakaður um að fela um tvær milljónir evra fyrir spænska skattinum á árunum 2010 til 2012. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo var í dag dæmdur sekur um stórfelld skattsvik og fékk Portúgalinn tveggja ára skilorðsbundinn dóm og risasekt. Ronaldo mun borga næstum því 19 milljónir evra, 2,6 milljarða íslenska króna, í sekt fyrri að svíkjast undan spænska skattinum á árunum 2011 til 2014.Cristiano Ronaldo has pleaded guilty to tax fraud, receiving a two-year suspended sentence in Spain. The Juventus forward, facing charges stemming from his days at Real Madrid, will pay nearly 19 million euros ($21.6 million) in fines.https://t.co/gswQDVByP8 — The Associated Press (@AP) January 22, 2019Cristiano Ronaldo var í réttarsalnum í um það bil 45 mínútur og sættist á samkomulag um að hann myndi greiða fyrrnefnda 2,6 milljarða krónu sekt. Það vakti athygli að Cristiano Ronaldo mætti til réttarins á svörtum bíl, í svörtum jakka, í svörtum buxum, í svörtum rúllukragabol og með svört sólgleraugu. Ákveðið þema þarna í gangi hjá kappanum en það fylgdi þó sögunni að skórnir hans voru hvítir. Málið tengist sölu og samningum með ímyndarétt Cristiana Ronaldo en Portúgalinn er sakaður um að hafa ekki greitt neina skatta af þeim á árunum 2011 til 2014 þegar hann var leikmaður Real Madrid. Upphæðin var sögð vera í kringum 14,8 milljónir evra sem Ronaldo sleppti að greiða.Cristiano Ronaldo has been fined almost €19m ($21.6m) for tax fraud but will avoid serving a 23-month prison sentence.https://t.co/JzKcvNS7lupic.twitter.com/7O3cGxgm1k — ESPN FC (@ESPNFC) January 22, 2019Ronaldo var dæmdur sekur fyrir að hafa stofnað sérstök skúffufyrirtæki utan Spánar til að fela peninga sem hann fékk fyrir samninga sína tengdum vörumerkinu Cristiano Ronaldo. Cristiano Ronaldo gæti á verið á leiðinni í réttarsal undir öðrum formerkjum því hin bandaríska Kathryn Mayorga hefur sakað hann um nauðgun á hótelherbergi í Las Vegas árið 2009. Xabi Alonso mætti líka í réttarsalinn í dag vegna svipaðra ásakana en hann var sakaður um að fela um tvær milljónir evra fyrir spænska skattinum á árunum 2010 til 2012.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira