Ríkisstjórnin frestaði lagabreytingum vegna sölu bankanna Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. janúar 2019 18:30 Fjármála- og efnahagsráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum á yfirstandandi þingi því ríkisstjórnin telur það ekki raunhæft. Til stóð að leggja frumvarpið fram í nóvember samkvæmt þingmálaskrá en henni hefur nú verið breytt. Ríkissjóður á 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka og rúmlega 98 prósent hlutafjár í Landsbankanum. Samkvæmt gildandi lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum er ráðherra einungis heimilt að selja eignarhlut í Landsbankanum umfram 70 prósent af hlut ríkisins af heildarhlutafé bankans. Semsagt að hámarki 30 prósenta hlut. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lagt til að þetta verði rýmkað áður en tekin er ákvörðun um að selja eitthvað af hlut ríkisins í Landsbankanum en þar segir: „Í ljósi mikilvægis þess að upphaflegt frumútboð bankans sé af þeirri stærðargráðu að vekja athygli stærri stofnanafjárfesta erlendis er ástæða til að rýmka þetta ákvæði áður en sölumeðferð hefst.“ Í skýrslu Bankasýslu ríkisins um eignarhald á Landsbankanum sem gefin var út árið 2016 kemur fram að stofnunin telji „mikilvægt að stjórnvöld gefi til kynna hversu stórum eignarhlut ríkissjóður eigi að halda á til frambúðar til að minnka óvissu sem fjárfestar kunni að standa frammi fyrir við ákvörðun um kaup á hlutum í Landsbankanum.“Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar veitir takmarkaða leiðsögn um þetta en þar segir aðeins að ríkissjóður verði „leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálstofnun.“ Sé mat höfunda hvítbókarinnar og Bankasýslu ríkisins rétt er ljóst að breyta verður lögum um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum ef það á annað borð að selja einhvern hluta af hlutabréfum ríkisins í Landsbankanum og freista þess að fá erlenda fjárfesta að borðinu í þeirri vegferð. Frumvarp til breytinga á lögunum hafði verið boðað í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar og stóð til að leggja það fram í nóvember en það hefur ekki verið lagt fram á Alþingi og ekki í samráðsgáttina heldur. Ástæðan er sú að ríkisstjórnin telur ekki lengur raunhæft að klára frumvarpið á vorþingi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að nú hafi verið tekin ákvörðun um að fresta framlagningu þess. „Við sjáum ekki fram á að við leggjum fram þetta frumvarp á þessu þingi. Það er auðvitað ljóst að þessi lög, sem sett voru á árinu 2012, þau þurfa að koma til endurskoðunar. En áður en við ljúkum endurskoðun þessara laga þá þykir mér rétt að við ljúkum umræðunni um hvítbókina sem hefur í millitíðinni komið út. Þannig að það má segja að okkar fyrri áform að leggja málið fram á þessu þingi hafi miðað við að við værum komin lengra í umræðu um hvítbókina. Það er engin ástæða til að setja einhverja óþarfa pressu á sig núna að klára þessa lagabreytingu heldur getum við flutt þetta bara fram á haustið,“ segir Bjarni. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00 Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30 Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00 Vill að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að Landsbankinn verði samfélagsbanki að þýskri fyrirmynd Fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill að ríkisstjórnin breyti Landsbankanum í samfélagsbanka. Hann segir að höfundar hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hafi hafnað hugmyndinni um samfélagsbanka án rökstuðnings. 15. janúar 2019 21:30 Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30 Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra mun ekki leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sölumeðferð ríkisins í fjármálafyrirtækjum á yfirstandandi þingi því ríkisstjórnin telur það ekki raunhæft. Til stóð að leggja frumvarpið fram í nóvember samkvæmt þingmálaskrá en henni hefur nú verið breytt. Ríkissjóður á 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka og rúmlega 98 prósent hlutafjár í Landsbankanum. Samkvæmt gildandi lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum er ráðherra einungis heimilt að selja eignarhlut í Landsbankanum umfram 70 prósent af hlut ríkisins af heildarhlutafé bankans. Semsagt að hámarki 30 prósenta hlut. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lagt til að þetta verði rýmkað áður en tekin er ákvörðun um að selja eitthvað af hlut ríkisins í Landsbankanum en þar segir: „Í ljósi mikilvægis þess að upphaflegt frumútboð bankans sé af þeirri stærðargráðu að vekja athygli stærri stofnanafjárfesta erlendis er ástæða til að rýmka þetta ákvæði áður en sölumeðferð hefst.“ Í skýrslu Bankasýslu ríkisins um eignarhald á Landsbankanum sem gefin var út árið 2016 kemur fram að stofnunin telji „mikilvægt að stjórnvöld gefi til kynna hversu stórum eignarhlut ríkissjóður eigi að halda á til frambúðar til að minnka óvissu sem fjárfestar kunni að standa frammi fyrir við ákvörðun um kaup á hlutum í Landsbankanum.“Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar veitir takmarkaða leiðsögn um þetta en þar segir aðeins að ríkissjóður verði „leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einni kerfislega mikilvægri fjármálstofnun.“ Sé mat höfunda hvítbókarinnar og Bankasýslu ríkisins rétt er ljóst að breyta verður lögum um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum ef það á annað borð að selja einhvern hluta af hlutabréfum ríkisins í Landsbankanum og freista þess að fá erlenda fjárfesta að borðinu í þeirri vegferð. Frumvarp til breytinga á lögunum hafði verið boðað í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar og stóð til að leggja það fram í nóvember en það hefur ekki verið lagt fram á Alþingi og ekki í samráðsgáttina heldur. Ástæðan er sú að ríkisstjórnin telur ekki lengur raunhæft að klára frumvarpið á vorþingi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að nú hafi verið tekin ákvörðun um að fresta framlagningu þess. „Við sjáum ekki fram á að við leggjum fram þetta frumvarp á þessu þingi. Það er auðvitað ljóst að þessi lög, sem sett voru á árinu 2012, þau þurfa að koma til endurskoðunar. En áður en við ljúkum endurskoðun þessara laga þá þykir mér rétt að við ljúkum umræðunni um hvítbókina sem hefur í millitíðinni komið út. Þannig að það má segja að okkar fyrri áform að leggja málið fram á þessu þingi hafi miðað við að við værum komin lengra í umræðu um hvítbókina. Það er engin ástæða til að setja einhverja óþarfa pressu á sig núna að klára þessa lagabreytingu heldur getum við flutt þetta bara fram á haustið,“ segir Bjarni.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00 Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30 Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00 Vill að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að Landsbankinn verði samfélagsbanki að þýskri fyrirmynd Fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill að ríkisstjórnin breyti Landsbankanum í samfélagsbanka. Hann segir að höfundar hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hafi hafnað hugmyndinni um samfélagsbanka án rökstuðnings. 15. janúar 2019 21:30 Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30 Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Ekki sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir að borið hafi á þröngsýni í umræðu um hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Hann segir engan veginn sjálfgefið hvaða banka eigi að selja og hvernig. Velta þurfi upp öllum kostum hvað fjármálakerfið varðar og spyr hvort rétt sé að sameina Landsbankann og Íslandsbanka. 11. janúar 2019 12:00
Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. 10. janúar 2019 20:30
Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00
Vill að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að Landsbankinn verði samfélagsbanki að þýskri fyrirmynd Fyrrverandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill að ríkisstjórnin breyti Landsbankanum í samfélagsbanka. Hann segir að höfundar hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið hafi hafnað hugmyndinni um samfélagsbanka án rökstuðnings. 15. janúar 2019 21:30
Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30
Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30