Einn af þremur styður veggjöld Kjartan Hreinn Njálsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. janúar 2019 06:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Meirihluti landsmanna, eða 56,1 prósent aðspurðra, er frekar eða mjög andvígur hugmyndum um að veggjöld verði innheimt til að fjármagna uppbyggingu helstu stofnleiða samgöngukerfisins samkvæmt könnun sem Zenter gerði að beiðni Fréttablaðsins. Einn af hverjum þremur er frekar eða mjög hlynntur slíkum hugmyndum. Í nýrri samgönguáætlun til næstu 15 ára sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fyrir Alþingi er að finna tillögur um að innleiða veggjöld, bæði til að mæta fyrirsjáanlegri minnkun á tekjum ríkisins af sérstökum gjöldum á eldsneyti og flýta brýnum endurbótum og uppbyggingu vegakerfisins. „Mér finnst merkilega mikill stuðningur við veggjöld í ljósi þess að engar útfærslur liggja fyrir,“ segir Sigurður Ingi. „Og sömuleiðis í ljósi þess að um umtalsverðar kerfisbreytingar er að ræða.“ Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að 32,6 prósent eru mjög andvíg hugmyndum um veggjöld en aðeins 9,8 prósent eru mjög fylgjandi veggjöldum. Mestur er stuðningurinn meðal íbúa á Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðurlandi, eða á bilinu 39 til 41 prósent. Flestir er mótfallnir veggjöldum á Suðurlandi og á Reykjanesi, eða 74 og 70 prósent. Rétt rúmlega helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins er mótfallinn hugmyndum um veggjöld, eða 54 prósent, en 34 prósent höfuðborgarbúa sögðust hlynnt slíkum hugmyndum. Niðurstöðurnar leiða jafnframt í ljós að fólk sem lokið hefur framhaldsnámi í háskóla er marktækt hlynntara veggjöldum en aðrir menntunarhópar, eða 45 prósent. „Það er ágætt að rifja það upp að þegar Hvalfjarðargöng komu til sögunnar vorum við á svipuðum stað í umræðunni. Þá voru á milli 70 og 80 prósent þjóðarinnar á móti Hvalfjarðargöngum og stór meirihluti ætlaði aldrei að keyra þau,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguáætlunin er nú til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd og bíður síðari umræðu. Könnun Zenter var netkönnun sem gerð var dagana 18. til 22. janúar. Úrtakið var 3.100 einstaklingar og svarhlutfallið 41,5 prósent. Gögn voru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið var tillit til kyns, aldurs og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vegtollar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Meirihluti landsmanna, eða 56,1 prósent aðspurðra, er frekar eða mjög andvígur hugmyndum um að veggjöld verði innheimt til að fjármagna uppbyggingu helstu stofnleiða samgöngukerfisins samkvæmt könnun sem Zenter gerði að beiðni Fréttablaðsins. Einn af hverjum þremur er frekar eða mjög hlynntur slíkum hugmyndum. Í nýrri samgönguáætlun til næstu 15 ára sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fyrir Alþingi er að finna tillögur um að innleiða veggjöld, bæði til að mæta fyrirsjáanlegri minnkun á tekjum ríkisins af sérstökum gjöldum á eldsneyti og flýta brýnum endurbótum og uppbyggingu vegakerfisins. „Mér finnst merkilega mikill stuðningur við veggjöld í ljósi þess að engar útfærslur liggja fyrir,“ segir Sigurður Ingi. „Og sömuleiðis í ljósi þess að um umtalsverðar kerfisbreytingar er að ræða.“ Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að 32,6 prósent eru mjög andvíg hugmyndum um veggjöld en aðeins 9,8 prósent eru mjög fylgjandi veggjöldum. Mestur er stuðningurinn meðal íbúa á Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðurlandi, eða á bilinu 39 til 41 prósent. Flestir er mótfallnir veggjöldum á Suðurlandi og á Reykjanesi, eða 74 og 70 prósent. Rétt rúmlega helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins er mótfallinn hugmyndum um veggjöld, eða 54 prósent, en 34 prósent höfuðborgarbúa sögðust hlynnt slíkum hugmyndum. Niðurstöðurnar leiða jafnframt í ljós að fólk sem lokið hefur framhaldsnámi í háskóla er marktækt hlynntara veggjöldum en aðrir menntunarhópar, eða 45 prósent. „Það er ágætt að rifja það upp að þegar Hvalfjarðargöng komu til sögunnar vorum við á svipuðum stað í umræðunni. Þá voru á milli 70 og 80 prósent þjóðarinnar á móti Hvalfjarðargöngum og stór meirihluti ætlaði aldrei að keyra þau,“ segir Sigurður Ingi. Samgönguáætlunin er nú til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd og bíður síðari umræðu. Könnun Zenter var netkönnun sem gerð var dagana 18. til 22. janúar. Úrtakið var 3.100 einstaklingar og svarhlutfallið 41,5 prósent. Gögn voru vigtuð til að úrtak endurspegli álit þjóðarinnar. Tekið var tillit til kyns, aldurs og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vegtollar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira