Segir húsnæðistillögur liðka fyrir samningaviðræðum Sveinn Arnarsson skrifar 23. janúar 2019 06:45 Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, kynnti tillögur aðgerðahópsins. Fréttablaðið/Stefán Tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði eru liður í að liðka til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði að mati Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Í tillögunum, sem kynntar voru í gær, er meðal annars lagt til að sveitarfélög verði skylduð til að taka þátt í uppbyggingu almennra leiguíbúða, stuðningur við óhagnaðardrifin leigufélög verði aukinn, að byggingarkostnaður leigufélaga verði lækkaður og að réttarstaða leigjenda verði tryggð með því að ekki sé hægt að hækka leigu umfram verðlag. „Við tókum þátt í vinnunni og kvittum því upp á þetta. Markmið okkar er að fólk geti búið í viðunandi húsnæði á sæmilegum kjörum og þetta er vissulega innlegg í það. Það er ýmislegt þarna sem spilar saman við okkar markmið,“ segir Drífa. „Í fyrsta lagi eru tillögur um áframhaldandi uppbyggingu almennra íbúða og hugmyndir um að lækka fjármögnunarkostnað óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga gætu lækkað leiguverð um 20 þúsund krónur á mánuði. Þó þetta kannski hljómi ekki spennandi fyrir leikmenn þá getur þetta talið inn í bætt lífskjör.“ Að mati Drífu er afar mikilvægt að fá inn tillögur um aukna leiguvernd með það að markmiði að leigufélög geti ekki á einu bretti hækkað leigu eins og þeim sýnist. „Þetta hefur verið okkar stóra áhersluatriði. Með þessum tillögum þurfa leigufélög að gera grein fyrir því í hverju hækkunin felst og hafa ekki heimildir til að hækka umfram verðlag og málefnalegar ástæður,“ segir Drífa. Nokkur þúsund manns búa á höfuðborgarsvæðinu í ósamþykktu íbúðarhúsnæði og geta þar af leiðandi ekki fengið húsaleigubætur. Í tillögunum er gert ráð fyrir að auðveldara verði um vik að fá húsnæði samþykkt þannig að hægt sé að gera húsaleigusamning sem býr til rétt á húsaleigubótum. „Að okkar mati eru tillögurnar einnig þannig úr garði gerðar að þær gagnast bæði höfuðborg og landsbyggð. Leigufélög eiga þá auðveldara með að byggja með því að lækka kostnað þeirra. Oft hefur það ekki svarað kostnaði að byggja á landsbyggðinni en þessar tillögur gætu breytt því. Það á eftir að semja um nokkra hluti þarna í kjarasamningum og þar kemur til okkar kasta. Þetta getur liðkað til fyrir samningum að okkar mati,“ segir Drífa að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði eru liður í að liðka til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði að mati Drífu Snædal, forseta Alþýðusambands Íslands. Í tillögunum, sem kynntar voru í gær, er meðal annars lagt til að sveitarfélög verði skylduð til að taka þátt í uppbyggingu almennra leiguíbúða, stuðningur við óhagnaðardrifin leigufélög verði aukinn, að byggingarkostnaður leigufélaga verði lækkaður og að réttarstaða leigjenda verði tryggð með því að ekki sé hægt að hækka leigu umfram verðlag. „Við tókum þátt í vinnunni og kvittum því upp á þetta. Markmið okkar er að fólk geti búið í viðunandi húsnæði á sæmilegum kjörum og þetta er vissulega innlegg í það. Það er ýmislegt þarna sem spilar saman við okkar markmið,“ segir Drífa. „Í fyrsta lagi eru tillögur um áframhaldandi uppbyggingu almennra íbúða og hugmyndir um að lækka fjármögnunarkostnað óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga gætu lækkað leiguverð um 20 þúsund krónur á mánuði. Þó þetta kannski hljómi ekki spennandi fyrir leikmenn þá getur þetta talið inn í bætt lífskjör.“ Að mati Drífu er afar mikilvægt að fá inn tillögur um aukna leiguvernd með það að markmiði að leigufélög geti ekki á einu bretti hækkað leigu eins og þeim sýnist. „Þetta hefur verið okkar stóra áhersluatriði. Með þessum tillögum þurfa leigufélög að gera grein fyrir því í hverju hækkunin felst og hafa ekki heimildir til að hækka umfram verðlag og málefnalegar ástæður,“ segir Drífa. Nokkur þúsund manns búa á höfuðborgarsvæðinu í ósamþykktu íbúðarhúsnæði og geta þar af leiðandi ekki fengið húsaleigubætur. Í tillögunum er gert ráð fyrir að auðveldara verði um vik að fá húsnæði samþykkt þannig að hægt sé að gera húsaleigusamning sem býr til rétt á húsaleigubótum. „Að okkar mati eru tillögurnar einnig þannig úr garði gerðar að þær gagnast bæði höfuðborg og landsbyggð. Leigufélög eiga þá auðveldara með að byggja með því að lækka kostnað þeirra. Oft hefur það ekki svarað kostnaði að byggja á landsbyggðinni en þessar tillögur gætu breytt því. Það á eftir að semja um nokkra hluti þarna í kjarasamningum og þar kemur til okkar kasta. Þetta getur liðkað til fyrir samningum að okkar mati,“ segir Drífa að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira