Þetta þarf að gerast í dag svo Ísland eigi mann í undanúrslitunum á HM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2019 10:30 Kristján Andrésson, Sander Sagosen og Mikkel Hansen. Samsett mynd/Getty og EPA Lokaumferð milliriðlanna á heimsmeistaramótinu í handbolta fer fram í dag og það er mikil spenna í öðrum riðlinum. Í okkar riðli eru undanúrslitaliðin aftur á móti klár. Þýskaland og Frakkland hafa þegar tryggt sig inn í undanúrslitin úr okkar riðli en í hinum riðlinum berjast þrjár Norðurlandaþjóðir um tvö laus sæti. Ísland getur átt góðan fulltrúa í undanúrslitunum á HM takist Svíum að tryggja sig inn í undanúrslitin í dag. Verkefnið er þó eins krefjandi og þau gerast því sænska liðsins bíður leikur á móti heimamönnum í danska landsliðinu. Danmörk er líka í bestu stöðunni fyrir lokaleikina enda með átta stig eða tveimur stigum meira en Svíþjóð og Noregur. Norðmenn spila við Ungverjaland í dag og sá leikur fer fram á undan leik Danmerkur og Svíþjóðar. Vinni Norðmenn Ungverja verða þeir líka í mjög góðri stöðu. En þeir þurfa samt að treysta á ákveðin úrslit verði ekki í leik Dana og Svía.Mikkel Hansen fagnar einu marka sinn á HM.Getty/Jan ChristensenDanir tryggja sér sæti í undanúrslitunum með því að ná í stig á móti Svíum og ef að Norðmenn vinna sinn leik á móti Ungverjalandi þá mega Danir tapa með þremur mörkum eða minna. Verði öll liðin jöfn að stigum með átta stig þá munu úrslit úr innbyrðisleikjum ráða röð liðanna. Danir unnu fjögurra marka sigur á Norðmönnum og búa því vel í þeim útreikningum. Norðmenn unnu Svía með þremur mörkum og eru því í -1 í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Svíar eru -3 og þurfa því þriggja marka sigur á Dönum til að komast upp fyrir Norðmenn. Tveggja marka sigur Svía gæti dugað vinni Norðmenn ekki upp forskot Svía í heildarmarkamun en Svíar eiga tvö mörk á Norðmenn fyrir lokaumferðina. Svíar eru +15 en Norðmenn +13. Danir gætu setið eftir en þá aðeins ef þeir tapa með meira en fimm mörkum á móti Svíum og Norðmenn verða jafnir þeim og Svíum að stigum. Öll liðin væru þá með átta stig en í innbyrðisleikjum væri Svíar +3, Norðmenn -1 og Danir -2. Það er hinsvegar afar ólíklegt að Svíar náði að vinna sex marka sigur á Dönum í Jyske Bank Boxen í Herning. Allt getur samt gerst. Danir og Norðmenn eru vissulega í betri stöðu en Svíar. Leikur Noregs og Ungverjalands hefst klukkan 17.00 en leikur Danmerkur og Svíþjóðar hefst klukkan 19.30. Þegar Danmörk og Svíþjóð hefja leik þá vita þau bæði nákvæmlega stöðuna og leikurinn gæti því orðið mjög taktískur.EPA/SRDJAN SUKIDanir fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef þeir vinna Svía - Ef þeir gera jafntefli við Svía - Ef Norðmenn vinna ekki UngverjaSvíar fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef þeir vinna Dani og Norðmenn vinna ekki Ungverja - Ef þeir gera jafntefli við Dani og Norðmenn tapa fyrir Ungverjum - Ef þeir vinna Dani með 3 mörkum eða meira og Norðmenn vinna UngverjaNorðmenn fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef Svíar tapa fyrir Dönum - Ef þeir vinna Ungverja og Svíar vinna ekki Dani - Ef þeir vinna Ungverja og Svíar vinna Dani með 1 marki - Ef þeir gera jafntefli við Ungverja og Svíar vinna ekki DaniNorðmaðurinn Sander Sagosen fagnar marki á HM.EPA/Henning BaggerInnbyrðisstaðan verði Danmörk, Noregur og Svíþjóð jöfn að stigum:Danmörk +4 mörk 30-26 sigur á NoregiMæta Svíum í kvöld.Noregur -1 mark 26-30 tap fyrir Danmörku 30-27 sigur á SvíþjóðSvíþjóð -3 mörk 27-30 tap fyrir NoregiMæta Dönum í kvöld HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Lokaumferð milliriðlanna á heimsmeistaramótinu í handbolta fer fram í dag og það er mikil spenna í öðrum riðlinum. Í okkar riðli eru undanúrslitaliðin aftur á móti klár. Þýskaland og Frakkland hafa þegar tryggt sig inn í undanúrslitin úr okkar riðli en í hinum riðlinum berjast þrjár Norðurlandaþjóðir um tvö laus sæti. Ísland getur átt góðan fulltrúa í undanúrslitunum á HM takist Svíum að tryggja sig inn í undanúrslitin í dag. Verkefnið er þó eins krefjandi og þau gerast því sænska liðsins bíður leikur á móti heimamönnum í danska landsliðinu. Danmörk er líka í bestu stöðunni fyrir lokaleikina enda með átta stig eða tveimur stigum meira en Svíþjóð og Noregur. Norðmenn spila við Ungverjaland í dag og sá leikur fer fram á undan leik Danmerkur og Svíþjóðar. Vinni Norðmenn Ungverja verða þeir líka í mjög góðri stöðu. En þeir þurfa samt að treysta á ákveðin úrslit verði ekki í leik Dana og Svía.Mikkel Hansen fagnar einu marka sinn á HM.Getty/Jan ChristensenDanir tryggja sér sæti í undanúrslitunum með því að ná í stig á móti Svíum og ef að Norðmenn vinna sinn leik á móti Ungverjalandi þá mega Danir tapa með þremur mörkum eða minna. Verði öll liðin jöfn að stigum með átta stig þá munu úrslit úr innbyrðisleikjum ráða röð liðanna. Danir unnu fjögurra marka sigur á Norðmönnum og búa því vel í þeim útreikningum. Norðmenn unnu Svía með þremur mörkum og eru því í -1 í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Svíar eru -3 og þurfa því þriggja marka sigur á Dönum til að komast upp fyrir Norðmenn. Tveggja marka sigur Svía gæti dugað vinni Norðmenn ekki upp forskot Svía í heildarmarkamun en Svíar eiga tvö mörk á Norðmenn fyrir lokaumferðina. Svíar eru +15 en Norðmenn +13. Danir gætu setið eftir en þá aðeins ef þeir tapa með meira en fimm mörkum á móti Svíum og Norðmenn verða jafnir þeim og Svíum að stigum. Öll liðin væru þá með átta stig en í innbyrðisleikjum væri Svíar +3, Norðmenn -1 og Danir -2. Það er hinsvegar afar ólíklegt að Svíar náði að vinna sex marka sigur á Dönum í Jyske Bank Boxen í Herning. Allt getur samt gerst. Danir og Norðmenn eru vissulega í betri stöðu en Svíar. Leikur Noregs og Ungverjalands hefst klukkan 17.00 en leikur Danmerkur og Svíþjóðar hefst klukkan 19.30. Þegar Danmörk og Svíþjóð hefja leik þá vita þau bæði nákvæmlega stöðuna og leikurinn gæti því orðið mjög taktískur.EPA/SRDJAN SUKIDanir fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef þeir vinna Svía - Ef þeir gera jafntefli við Svía - Ef Norðmenn vinna ekki UngverjaSvíar fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef þeir vinna Dani og Norðmenn vinna ekki Ungverja - Ef þeir gera jafntefli við Dani og Norðmenn tapa fyrir Ungverjum - Ef þeir vinna Dani með 3 mörkum eða meira og Norðmenn vinna UngverjaNorðmenn fara áfram í undanúrslitin á HM 2019: - Ef Svíar tapa fyrir Dönum - Ef þeir vinna Ungverja og Svíar vinna ekki Dani - Ef þeir vinna Ungverja og Svíar vinna Dani með 1 marki - Ef þeir gera jafntefli við Ungverja og Svíar vinna ekki DaniNorðmaðurinn Sander Sagosen fagnar marki á HM.EPA/Henning BaggerInnbyrðisstaðan verði Danmörk, Noregur og Svíþjóð jöfn að stigum:Danmörk +4 mörk 30-26 sigur á NoregiMæta Svíum í kvöld.Noregur -1 mark 26-30 tap fyrir Danmörku 30-27 sigur á SvíþjóðSvíþjóð -3 mörk 27-30 tap fyrir NoregiMæta Dönum í kvöld
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira