Segir nýjan takt í viðræðunum Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. janúar 2019 07:30 Fjörutíu tillögur voru settar fram af átakshópi til að bregðast við húsnæðisvandanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Ríkissáttasemjari er búinn að boða þrjá fundi í næstu viku. Það er kominn nýr taktur í samningaviðræðurnar og ég met það svo að hver fundur færi okkur nær lausn,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eftir samningafund með Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Grindavíkur og VR sem fór fram í gær. Á fundinum var meðal annars rætt um tillögur átakshóps um aðgerðir á húsnæðismarkaði. „Það er mitt mat að þetta útspil í húsnæðismálum hafi verið mikilvægt og sé til þess fallið að koma skriði á viðræður við alla hópa. Þetta ávarpar hinn raunverulega vanda sem er að hluti samfélagsins býr við framboðsskort á fasteignamarkaði. Ef það er ráðist að rótum þess vanda þá er það í mínum huga lykillinn að farsælli lausn kjarasamninga,“ segir Halldór Benjamín. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, lýsir einnig yfir ánægju með húsnæðistillögurnar frá hópnum og fagnar því að húsnæðismálin séu nú eitt aðalmálanna við kjarasamningaborðið. „Sagan hefur kennt okkur að einmitt í tengslum við kjarasamninga hafa stærstu umbæturnar í húsnæðismálum á Íslandi náð fram að ganga,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg og verkalýðshreyfingin hafi gengið í takt og talað fyrir svipuðum hugmyndum en mikilvægt sé að hafa náð samhljómi við borð þar sem ríkisstjórn og aðrir aðilar vinnumarkaðarins eigi líka sæti. „Ég legg áherslu á að sem flestar og helst allar tillögurnar fari nú í markvissa vinnslu og mér fyndist eðlilegt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin klári fjármögnun á lykiltillögum til þess að heilbrigðari húsnæðismarkaður verði að veruleika,“ segir Dagur en tillögurnar verða ræddar á fundi borgarráðs í dag. Dagur bætir því við að mjög ánægjulegt sé að sjá að hópurinn hafi áttað sig á samspili góðra samgangna og húsnæðismála. „Það eru beinlínis tímamót að svona breiður hópur sem er að fjalla um húsnæðismál kalli sérstaklega eftir að framkvæmdum við borgarlínu verði hraðað,“ útskýrir borgarstjórinn. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
„Ríkissáttasemjari er búinn að boða þrjá fundi í næstu viku. Það er kominn nýr taktur í samningaviðræðurnar og ég met það svo að hver fundur færi okkur nær lausn,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, eftir samningafund með Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Grindavíkur og VR sem fór fram í gær. Á fundinum var meðal annars rætt um tillögur átakshóps um aðgerðir á húsnæðismarkaði. „Það er mitt mat að þetta útspil í húsnæðismálum hafi verið mikilvægt og sé til þess fallið að koma skriði á viðræður við alla hópa. Þetta ávarpar hinn raunverulega vanda sem er að hluti samfélagsins býr við framboðsskort á fasteignamarkaði. Ef það er ráðist að rótum þess vanda þá er það í mínum huga lykillinn að farsælli lausn kjarasamninga,“ segir Halldór Benjamín. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, lýsir einnig yfir ánægju með húsnæðistillögurnar frá hópnum og fagnar því að húsnæðismálin séu nú eitt aðalmálanna við kjarasamningaborðið. „Sagan hefur kennt okkur að einmitt í tengslum við kjarasamninga hafa stærstu umbæturnar í húsnæðismálum á Íslandi náð fram að ganga,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg og verkalýðshreyfingin hafi gengið í takt og talað fyrir svipuðum hugmyndum en mikilvægt sé að hafa náð samhljómi við borð þar sem ríkisstjórn og aðrir aðilar vinnumarkaðarins eigi líka sæti. „Ég legg áherslu á að sem flestar og helst allar tillögurnar fari nú í markvissa vinnslu og mér fyndist eðlilegt að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin klári fjármögnun á lykiltillögum til þess að heilbrigðari húsnæðismarkaður verði að veruleika,“ segir Dagur en tillögurnar verða ræddar á fundi borgarráðs í dag. Dagur bætir því við að mjög ánægjulegt sé að sjá að hópurinn hafi áttað sig á samspili góðra samgangna og húsnæðismála. „Það eru beinlínis tímamót að svona breiður hópur sem er að fjalla um húsnæðismál kalli sérstaklega eftir að framkvæmdum við borgarlínu verði hraðað,“ útskýrir borgarstjórinn.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira