Lewis Clinch fær ekki leikbann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2019 10:30 Lewis Clinch. vísir/bára Grindavík þarf að greiða 50 þúsund króna sekt en Lewis Clinch fær ekki leikbann fyrir ummæli sín á Twitter um dómgæslu í leik Njarðvíkur og keflavíkur á dögunum. Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands vísaði málinu til Aga- og úrskurðarnefndar sem hefur nú tekið það fyrir. „Hinn kærði, Lewis Clinch, sætir ávítum vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter þann 7. janúar 2019. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur skal greiða sekt að fjárhæð kr. 50.000,- til KKÍ,“ segir um niðurstöðuna í frétt á heimasíðu KKÍ. Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Tindastóls, sleppur líka við leikbann vegna háttsemi sinnar í leik Tindastóls og Hauka í Domino´s deildinni en hann fékk bara áminningu. Lewis Clinch var kærður fyrir tvenn skilaboð á samfélagsmiðlinum Twitter sem kærði lét falla mánudaginn 7. janúar 2018 vegna leiks Keflavíkur og Njarðvíkur sem fram fór um það kvöld. Í fyrri skilaboðunum kom eftirfarandi fram: „The ref‘s in Iceland showed favoritism in the njarvaik (sic) vs kef game. Seems like they wanted Njarvik (sic) to win.“ Seinni skilaboðin, sem voru svar við skilaboðum þriðja aðila, voru eftirfarandi: „Makes sense. They needed to even it out in the end. I honestly dont (sic) care who wins or loses. I hate both teams. Games just need to be called even.“ Í tilvísun kom fram að það væri mat stjórnar KKÍ að ummælin vegi mjög að starfsheiðri og heilindum körfuknattleiksdómara og að þessi ummæli skaði ímynd íþróttarinnar. Telur stjórn KKÍ að ummæli sem þessi eigi aldrei að sjást eða heyrast hjá aðilum í kringum íþróttina á opinberum vettvangi. Var því óskað eftir að málið yrði tekið fyrir hjá aga-og úrskurðarnefnd með vísan til 14. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarnefnd. Lokaorðin í dómnum eru eftirfarin: „Kærði hefur gerst brotlegur við ákvæði 14. gr. reglugerðarinnar. Í ákvæði n. liðar 13. gr. reglugerðarinnar segir að brot skv. tilkynningu stjórnar KKÍ, sbr. ákvæði 14. gr. glugerðarinnar, hafi í för með sér refsingu eftir eðli brotsins, þ.á m. áminningu, ávítur, sektir að fjárhæð kr. 50.000 og leikbann. Aga- og úrskurðarnefnd telur m.a. að í ljósi þess að hinn kærði var ekki leikmaður viðkomandi leiks né hafði aðrar beinar tengingar við leikinn séu ávítur nægilegar sem agaviðurlög gagnvart honum. Nefndin telur aftur á móti nauðsynlegt að leggja sekt á félag hins kærða. Er þar annars vegar haft í huga stöðu hins kærða, en um er ræða leikmann meistaraflokks í félagi sem spilar í efstu deild, og hins vegar almenn og sérstök varnaðaráhrif ákvæðis 14. gr. reglugerðarinnar. Í samræmi við ákvæði n. liðar 13. gr. reglugerðarinnar ákvarðast fjárhæð sektarinnarkr. 50.000.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vísa Twitter-færslu Clinch um dómarana í Keflavík-Njarðvík til aganefndar KKÍ Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. 9. janúar 2019 13:00 Lewis Clinch segist elska alla dómara á Íslandi: Ekki meðvitaður um að ég gæti fengið bann fyrir þetta Lewis Clinch læsti Twitter síðu sinni en sendi Körfunni og Körfuknattleikssambandinu skilaðboð eftir atburði dagsins. 9. janúar 2019 14:45 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Grindavík þarf að greiða 50 þúsund króna sekt en Lewis Clinch fær ekki leikbann fyrir ummæli sín á Twitter um dómgæslu í leik Njarðvíkur og keflavíkur á dögunum. Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands vísaði málinu til Aga- og úrskurðarnefndar sem hefur nú tekið það fyrir. „Hinn kærði, Lewis Clinch, sætir ávítum vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter þann 7. janúar 2019. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur skal greiða sekt að fjárhæð kr. 50.000,- til KKÍ,“ segir um niðurstöðuna í frétt á heimasíðu KKÍ. Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Tindastóls, sleppur líka við leikbann vegna háttsemi sinnar í leik Tindastóls og Hauka í Domino´s deildinni en hann fékk bara áminningu. Lewis Clinch var kærður fyrir tvenn skilaboð á samfélagsmiðlinum Twitter sem kærði lét falla mánudaginn 7. janúar 2018 vegna leiks Keflavíkur og Njarðvíkur sem fram fór um það kvöld. Í fyrri skilaboðunum kom eftirfarandi fram: „The ref‘s in Iceland showed favoritism in the njarvaik (sic) vs kef game. Seems like they wanted Njarvik (sic) to win.“ Seinni skilaboðin, sem voru svar við skilaboðum þriðja aðila, voru eftirfarandi: „Makes sense. They needed to even it out in the end. I honestly dont (sic) care who wins or loses. I hate both teams. Games just need to be called even.“ Í tilvísun kom fram að það væri mat stjórnar KKÍ að ummælin vegi mjög að starfsheiðri og heilindum körfuknattleiksdómara og að þessi ummæli skaði ímynd íþróttarinnar. Telur stjórn KKÍ að ummæli sem þessi eigi aldrei að sjást eða heyrast hjá aðilum í kringum íþróttina á opinberum vettvangi. Var því óskað eftir að málið yrði tekið fyrir hjá aga-og úrskurðarnefnd með vísan til 14. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarnefnd. Lokaorðin í dómnum eru eftirfarin: „Kærði hefur gerst brotlegur við ákvæði 14. gr. reglugerðarinnar. Í ákvæði n. liðar 13. gr. reglugerðarinnar segir að brot skv. tilkynningu stjórnar KKÍ, sbr. ákvæði 14. gr. glugerðarinnar, hafi í för með sér refsingu eftir eðli brotsins, þ.á m. áminningu, ávítur, sektir að fjárhæð kr. 50.000 og leikbann. Aga- og úrskurðarnefnd telur m.a. að í ljósi þess að hinn kærði var ekki leikmaður viðkomandi leiks né hafði aðrar beinar tengingar við leikinn séu ávítur nægilegar sem agaviðurlög gagnvart honum. Nefndin telur aftur á móti nauðsynlegt að leggja sekt á félag hins kærða. Er þar annars vegar haft í huga stöðu hins kærða, en um er ræða leikmann meistaraflokks í félagi sem spilar í efstu deild, og hins vegar almenn og sérstök varnaðaráhrif ákvæðis 14. gr. reglugerðarinnar. Í samræmi við ákvæði n. liðar 13. gr. reglugerðarinnar ákvarðast fjárhæð sektarinnarkr. 50.000.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vísa Twitter-færslu Clinch um dómarana í Keflavík-Njarðvík til aganefndar KKÍ Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. 9. janúar 2019 13:00 Lewis Clinch segist elska alla dómara á Íslandi: Ekki meðvitaður um að ég gæti fengið bann fyrir þetta Lewis Clinch læsti Twitter síðu sinni en sendi Körfunni og Körfuknattleikssambandinu skilaðboð eftir atburði dagsins. 9. janúar 2019 14:45 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Vísa Twitter-færslu Clinch um dómarana í Keflavík-Njarðvík til aganefndar KKÍ Lewis Clinch, leikmaður Grindavíkur í Domino´s deild karla gæti verið í vandræðum vegna þessa sem hann sagði um leik milli tveggja annarra liða í deildinni. 9. janúar 2019 13:00
Lewis Clinch segist elska alla dómara á Íslandi: Ekki meðvitaður um að ég gæti fengið bann fyrir þetta Lewis Clinch læsti Twitter síðu sinni en sendi Körfunni og Körfuknattleikssambandinu skilaðboð eftir atburði dagsins. 9. janúar 2019 14:45
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti