Meira en 145 þúsund börn Róhingja fara nú í skóla - mörg í fyrsta sinn Heimsljós kynnir 24. janúar 2019 11:45 Á barnvænum svæðum geta yngri börn leikið sér og fengið sálræna aðstoð. UNICEF Meira en 145 þúsund börn Róhingja eru um þessar mundir að byrja í skóla í Bangladess. Börnin, sem flúðu ofbeldi og ofsóknir í heimalandi sínu Mjanmar, geta nú byrjað nýtt skólaár í námsstöðvum á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í flóttamannabúðunum í Cox‘s Bazar. Mörg þeirra eru að fara í skóla í fyrsta sinn. Frá þessu er greint á vefsíðu UNICEF á Íslandi, á alþjóðadegi menntunar. Frá því í ágúst 2017 hafa yfir 730 þúsund Róhingjar frá Rakhine-héraði í Mjanmar flúið yfir til Bangladess, þar af um 60 prósent börn. Búið er að setja upp 1.600 námsmiðstöðvar í flóttamannabúðunum auk fjölda barnvænna svæða þar sem börn fá óformlega menntun, sálrænan stuðning og geta leikið sér í öruggu umhverfi. Það hefur verið mikil áskorun fyrir stjórnvöld í Bangladess, UNICEF og samstarfsaðila að tryggja öryggi þessa fjölda barna og tryggja að þau geti haldið áfram námi. „Sá mikli fjöldi Róhingja sem flúði frá Mjanmar yfir til Bangladess á stuttum tíma krafðist þess að við hefðum hraðar hendur. Við náðum að veita neyðarhjálp og bregðast við grunnþörfum,“ segir Edouard Beigbeder, yfirmaður UNICEF í Bangladess. Aðgerðir sem voru settar í forgang voru meðal annars að setja upp vatnsdælur og hreinlætisaðstöðu, skima og meðhöndla vannærð börn, tryggja börnum heilsugæslu, koma upp barnvænum svæðum og veita sálræna aðstoð. Fljótt var hafist handa við að setja upp námsmiðstöðvar í flóttamannabúðunum þannig að börnin gætu farið í skóla. „Nú erum við að auka aðstoð okkar enn frekar til þess að ná til fleiri barna en nokkru sinni fyrr, og einbeitum okkur um leið að því að bæta gæði þeirrar menntunar sem hvert barn fær.“Mikilvægt að veita ungmennum tækifæriÁ síðasta ári varaði UNICEF við því að heil kynslóð Róhingja væri í hættu vegna skorts á tækifærum til menntunar fyrir þau börn og ungmenni sem búa í flóttamannabúðum í Cox‘s Bazar og samfélögum þar í kring. Til að bregðast við því hafa UNICEF og samstarfsaðilar sett upp 1.600 námsmiðstöðvar sem veita börnum sem flúðu ofbeldi og ofsóknir í heimalandinu, nauðsynlega menntun og öryggi. UNICEF stefnir að því að auka námsmiðstöðvarnar í 2.500 til að ná til enn fleiri barna sem skortir aðgengi að menntun. Áhersla er einnig lögð á að ná til eldri barnanna og ungmenna með tækifærum til verkmenntunar. Þessi hópur er sérstaklega viðkvæmur og sá sem á hvað mesta hættu á að einangrast, verða fyrir ofbeldi og misbeytingu, vera seld í þrælkunarvinnu eða giftast barnung. UNICEF ítrekar hversu mikilvægt það er að huga að langtíma úrræðum og fjárfesta í menntun og tækifærum fyrir öll börn á svæðinu, bæta gæði kennslunnar og skapa tækifæri til að mæta þörfum stúlkna og unglinga. UNICEF er ein af fjórum lykilstofnunum stjórnvalda í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þegar lögð eru saman opinber framlög og framlög landsnefndar UNICEF kemur á daginn að Ísland veitir fjórðu hæstu framlögin til stofnunnarinnar.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Mjanmar Róhingjar Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent
Meira en 145 þúsund börn Róhingja eru um þessar mundir að byrja í skóla í Bangladess. Börnin, sem flúðu ofbeldi og ofsóknir í heimalandi sínu Mjanmar, geta nú byrjað nýtt skólaár í námsstöðvum á vegum Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, í flóttamannabúðunum í Cox‘s Bazar. Mörg þeirra eru að fara í skóla í fyrsta sinn. Frá þessu er greint á vefsíðu UNICEF á Íslandi, á alþjóðadegi menntunar. Frá því í ágúst 2017 hafa yfir 730 þúsund Róhingjar frá Rakhine-héraði í Mjanmar flúið yfir til Bangladess, þar af um 60 prósent börn. Búið er að setja upp 1.600 námsmiðstöðvar í flóttamannabúðunum auk fjölda barnvænna svæða þar sem börn fá óformlega menntun, sálrænan stuðning og geta leikið sér í öruggu umhverfi. Það hefur verið mikil áskorun fyrir stjórnvöld í Bangladess, UNICEF og samstarfsaðila að tryggja öryggi þessa fjölda barna og tryggja að þau geti haldið áfram námi. „Sá mikli fjöldi Róhingja sem flúði frá Mjanmar yfir til Bangladess á stuttum tíma krafðist þess að við hefðum hraðar hendur. Við náðum að veita neyðarhjálp og bregðast við grunnþörfum,“ segir Edouard Beigbeder, yfirmaður UNICEF í Bangladess. Aðgerðir sem voru settar í forgang voru meðal annars að setja upp vatnsdælur og hreinlætisaðstöðu, skima og meðhöndla vannærð börn, tryggja börnum heilsugæslu, koma upp barnvænum svæðum og veita sálræna aðstoð. Fljótt var hafist handa við að setja upp námsmiðstöðvar í flóttamannabúðunum þannig að börnin gætu farið í skóla. „Nú erum við að auka aðstoð okkar enn frekar til þess að ná til fleiri barna en nokkru sinni fyrr, og einbeitum okkur um leið að því að bæta gæði þeirrar menntunar sem hvert barn fær.“Mikilvægt að veita ungmennum tækifæriÁ síðasta ári varaði UNICEF við því að heil kynslóð Róhingja væri í hættu vegna skorts á tækifærum til menntunar fyrir þau börn og ungmenni sem búa í flóttamannabúðum í Cox‘s Bazar og samfélögum þar í kring. Til að bregðast við því hafa UNICEF og samstarfsaðilar sett upp 1.600 námsmiðstöðvar sem veita börnum sem flúðu ofbeldi og ofsóknir í heimalandinu, nauðsynlega menntun og öryggi. UNICEF stefnir að því að auka námsmiðstöðvarnar í 2.500 til að ná til enn fleiri barna sem skortir aðgengi að menntun. Áhersla er einnig lögð á að ná til eldri barnanna og ungmenna með tækifærum til verkmenntunar. Þessi hópur er sérstaklega viðkvæmur og sá sem á hvað mesta hættu á að einangrast, verða fyrir ofbeldi og misbeytingu, vera seld í þrælkunarvinnu eða giftast barnung. UNICEF ítrekar hversu mikilvægt það er að huga að langtíma úrræðum og fjárfesta í menntun og tækifærum fyrir öll börn á svæðinu, bæta gæði kennslunnar og skapa tækifæri til að mæta þörfum stúlkna og unglinga. UNICEF er ein af fjórum lykilstofnunum stjórnvalda í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þegar lögð eru saman opinber framlög og framlög landsnefndar UNICEF kemur á daginn að Ísland veitir fjórðu hæstu framlögin til stofnunnarinnar.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Mjanmar Róhingjar Þróunarsamvinna Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent