Gagnrýna að ekki eigi að leiðrétta skerðingar að fullu Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2019 14:03 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata og Flokks fólksins gagnrýndu harðlega á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun ætlaði einungis að leiðrétta skerðingar á bótum vegna búsetu örorkulífeyrisþega fjögur ár aftur í tímann en ekki öll þau tíu ár sem ólöglegar skerðingar áttu sér stað. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi þessi mál vandlega. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins spurðu félagasmálaráðherra á Alþingi í morgun hvernig staðið verði að leiðréttingum skerðinga bóta elli- og örorkulífeyrisþega vegna búsetu þeirra í öðrum löndum. En umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að Tryggingastofnun hefði í um áratug rangtúlkað lög og EES reglugerð um samræmingu almannatrygginga og þar með skert bætur þessara hópa vegna búsetu í útlöndum með ólögmætum hætti. „Afleiðingarnar af þessu að eru að mikill fjöldi örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hefur þurft að búa við ólögmætar skerðingar að hálfu ríkisins. Íslenska ríkið hefur ólöglega skert tekjulægsta hópinn á Íslandi um marga milljarða,” segir Halldóra. Sumir þeirra sem skerðingarnar hafi bitnað á hafi þurft að búa í fjötrum fátæktar í mörg ár á bótum sem varla dugi fyrir mat hvað þá húsnæðiskostnaði. Tryggingastofnun boði breytingar á framkvæmd mála um mánaðarmótin og síðan verði farið í að meta mál hvers og eins. „Hvenær munu örorkulífeyrisþegar fá endurgreitt það sem skert hefur verið ólöglega undanfarin á rog áratugi? Þá er upp skýr krafa frá hagsmunasamtökum örorkulífeyrisþega að greitt verði tíu ár aftur í tímann. Mun ráðherra gera það,” spurði Halldóra. Ásmundur Einar Daðason sagði Tryggingastofnun vera að skoða þessi mál en niðurstaða lægi ekki ekki fyrir. Stofnunin væri að skoða fjögur ár aftur í tímann varðandi leiðréttingar en ekki tíu. Halldóra var ekki sátt við þessi svör. „Nú talar ráðherra um fjögur ár. og það hefur komið í ljós að það er verið að bera fyrir sig fyrningu. Þetta sé fyrnt og þess vegan sé ekki farið tíu ár aftur í tímann eins og hagsmunasamtök eru að fara fram á. Er ráðherra skylt að bera fyrir sig fyrningu eða er þetta bara ákvörðun,” segir Halldóra. „Það er mikilvægt að fara vel yfir málið til að hafa það algerlega rétt núna hvernig brugðist verður við. Í öðru lagi er mikilvægt að það fari fram samtal á milli félagasmálaráðuneytisins og fjármálavaldsins og fjármálaráðuneytisins um hvernig brugðist skuli við þessu bæði til framtíðar og á leiðréttingunni afturvirkt,” sagði Ásmundur Einar Daðason. Alþingi Félagsmál Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Þingmenn Pírata og Flokks fólksins gagnrýndu harðlega á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun ætlaði einungis að leiðrétta skerðingar á bótum vegna búsetu örorkulífeyrisþega fjögur ár aftur í tímann en ekki öll þau tíu ár sem ólöglegar skerðingar áttu sér stað. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi þessi mál vandlega. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins spurðu félagasmálaráðherra á Alþingi í morgun hvernig staðið verði að leiðréttingum skerðinga bóta elli- og örorkulífeyrisþega vegna búsetu þeirra í öðrum löndum. En umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að Tryggingastofnun hefði í um áratug rangtúlkað lög og EES reglugerð um samræmingu almannatrygginga og þar með skert bætur þessara hópa vegna búsetu í útlöndum með ólögmætum hætti. „Afleiðingarnar af þessu að eru að mikill fjöldi örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hefur þurft að búa við ólögmætar skerðingar að hálfu ríkisins. Íslenska ríkið hefur ólöglega skert tekjulægsta hópinn á Íslandi um marga milljarða,” segir Halldóra. Sumir þeirra sem skerðingarnar hafi bitnað á hafi þurft að búa í fjötrum fátæktar í mörg ár á bótum sem varla dugi fyrir mat hvað þá húsnæðiskostnaði. Tryggingastofnun boði breytingar á framkvæmd mála um mánaðarmótin og síðan verði farið í að meta mál hvers og eins. „Hvenær munu örorkulífeyrisþegar fá endurgreitt það sem skert hefur verið ólöglega undanfarin á rog áratugi? Þá er upp skýr krafa frá hagsmunasamtökum örorkulífeyrisþega að greitt verði tíu ár aftur í tímann. Mun ráðherra gera það,” spurði Halldóra. Ásmundur Einar Daðason sagði Tryggingastofnun vera að skoða þessi mál en niðurstaða lægi ekki ekki fyrir. Stofnunin væri að skoða fjögur ár aftur í tímann varðandi leiðréttingar en ekki tíu. Halldóra var ekki sátt við þessi svör. „Nú talar ráðherra um fjögur ár. og það hefur komið í ljós að það er verið að bera fyrir sig fyrningu. Þetta sé fyrnt og þess vegan sé ekki farið tíu ár aftur í tímann eins og hagsmunasamtök eru að fara fram á. Er ráðherra skylt að bera fyrir sig fyrningu eða er þetta bara ákvörðun,” segir Halldóra. „Það er mikilvægt að fara vel yfir málið til að hafa það algerlega rétt núna hvernig brugðist verður við. Í öðru lagi er mikilvægt að það fari fram samtal á milli félagasmálaráðuneytisins og fjármálavaldsins og fjármálaráðuneytisins um hvernig brugðist skuli við þessu bæði til framtíðar og á leiðréttingunni afturvirkt,” sagði Ásmundur Einar Daðason.
Alþingi Félagsmál Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent