Gunnar Berg: Það er lengra í land en við þorðum að vona Anton Ingi Leifsson skrifar 24. janúar 2019 20:00 Gunnar Berg Viktorsson. vísir/skjáskot Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports og fyrrum landsliðsmaður, segir að gengi Ísland á HM sé ásættanlegt. Enginn hafi gert sér neinar vonir er í milliriðla var komið. Ísland lauk í gær keppni á HM en eftir þrjú töp í þremur leikjum í milliriðlunum endar íslenska liðið í ellefta sætinu. „Ég held að það hafi verið stefnt að því að fara upp úr riðlinum og í milliriðil. Auðvitað má segja að menn vildu gera betur þar en heilt yfir sættum við okkur við það að komast í milliriðla,“ sagði Gunnar í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Við ætluðum aldrei að fara lengra. Við vissum að við værum að fara í mótið með unga leikmenn og það er erfitt þegar Aron dettur út. Þá verður þetta enn erfiðara. Það er lengra í land en við þorðum að vona.“ „Guðmundur hélt kannski að við myndum nota þetta mót til þess að bæta okkur og vera klárir í næsta mót en ég held að það gæti verið eitt til tvö mót til viðbótar áður en þessir strákar verða fullmótaðir. Vonandi gengur það hraðar.“ En einfaldega spurningin er hins vegar sú; hvað fór úrskeiðis - eða afhverju unnum við enga leiki í milliriðlunum? „Örvhentu leikmennirnir voru ólíkir sjálfum sér, eins og Ómar Ingi. Það er furðulegt miðað við hvernig hann er búinn að vera spila og afhverju það gerist er eitthvað sem ég skil ekki.“ „Björgvin er búin að spila lítið og Ágúst er í Svíþjóð. Við eigum kannski ekki markverð í fremstu röð. Við erum bara með einn línumann og svo er Ýmir að stíga sín fyrstu skref á línunni.“ „Liðið er ekkert endilega það gott að við eigum betra skilið,“ en sér Gunnar fyrir sér að við getum verið komnir á meðal átta bestu liða heims innan þriggja ára? „Já, já ég sé það. Þetta eru efnilegir menn að koma upp. Árgangurinn hans Aron Pálmars var kannski sá síðasti sem kom upp og núna eru Haukur og Elvar að koma. Þetta eru efnilegir strákar sem þurfa nú að vinna í sínum málum,“ sagði Gunnar. Allt viðtalið við Gunnar má sjá hér að neðan. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports og fyrrum landsliðsmaður, segir að gengi Ísland á HM sé ásættanlegt. Enginn hafi gert sér neinar vonir er í milliriðla var komið. Ísland lauk í gær keppni á HM en eftir þrjú töp í þremur leikjum í milliriðlunum endar íslenska liðið í ellefta sætinu. „Ég held að það hafi verið stefnt að því að fara upp úr riðlinum og í milliriðil. Auðvitað má segja að menn vildu gera betur þar en heilt yfir sættum við okkur við það að komast í milliriðla,“ sagði Gunnar í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Við ætluðum aldrei að fara lengra. Við vissum að við værum að fara í mótið með unga leikmenn og það er erfitt þegar Aron dettur út. Þá verður þetta enn erfiðara. Það er lengra í land en við þorðum að vona.“ „Guðmundur hélt kannski að við myndum nota þetta mót til þess að bæta okkur og vera klárir í næsta mót en ég held að það gæti verið eitt til tvö mót til viðbótar áður en þessir strákar verða fullmótaðir. Vonandi gengur það hraðar.“ En einfaldega spurningin er hins vegar sú; hvað fór úrskeiðis - eða afhverju unnum við enga leiki í milliriðlunum? „Örvhentu leikmennirnir voru ólíkir sjálfum sér, eins og Ómar Ingi. Það er furðulegt miðað við hvernig hann er búinn að vera spila og afhverju það gerist er eitthvað sem ég skil ekki.“ „Björgvin er búin að spila lítið og Ágúst er í Svíþjóð. Við eigum kannski ekki markverð í fremstu röð. Við erum bara með einn línumann og svo er Ýmir að stíga sín fyrstu skref á línunni.“ „Liðið er ekkert endilega það gott að við eigum betra skilið,“ en sér Gunnar fyrir sér að við getum verið komnir á meðal átta bestu liða heims innan þriggja ára? „Já, já ég sé það. Þetta eru efnilegir menn að koma upp. Árgangurinn hans Aron Pálmars var kannski sá síðasti sem kom upp og núna eru Haukur og Elvar að koma. Þetta eru efnilegir strákar sem þurfa nú að vinna í sínum málum,“ sagði Gunnar. Allt viðtalið við Gunnar má sjá hér að neðan.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita