Gunnar Berg: Það er lengra í land en við þorðum að vona Anton Ingi Leifsson skrifar 24. janúar 2019 20:00 Gunnar Berg Viktorsson. vísir/skjáskot Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports og fyrrum landsliðsmaður, segir að gengi Ísland á HM sé ásættanlegt. Enginn hafi gert sér neinar vonir er í milliriðla var komið. Ísland lauk í gær keppni á HM en eftir þrjú töp í þremur leikjum í milliriðlunum endar íslenska liðið í ellefta sætinu. „Ég held að það hafi verið stefnt að því að fara upp úr riðlinum og í milliriðil. Auðvitað má segja að menn vildu gera betur þar en heilt yfir sættum við okkur við það að komast í milliriðla,“ sagði Gunnar í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Við ætluðum aldrei að fara lengra. Við vissum að við værum að fara í mótið með unga leikmenn og það er erfitt þegar Aron dettur út. Þá verður þetta enn erfiðara. Það er lengra í land en við þorðum að vona.“ „Guðmundur hélt kannski að við myndum nota þetta mót til þess að bæta okkur og vera klárir í næsta mót en ég held að það gæti verið eitt til tvö mót til viðbótar áður en þessir strákar verða fullmótaðir. Vonandi gengur það hraðar.“ En einfaldega spurningin er hins vegar sú; hvað fór úrskeiðis - eða afhverju unnum við enga leiki í milliriðlunum? „Örvhentu leikmennirnir voru ólíkir sjálfum sér, eins og Ómar Ingi. Það er furðulegt miðað við hvernig hann er búinn að vera spila og afhverju það gerist er eitthvað sem ég skil ekki.“ „Björgvin er búin að spila lítið og Ágúst er í Svíþjóð. Við eigum kannski ekki markverð í fremstu röð. Við erum bara með einn línumann og svo er Ýmir að stíga sín fyrstu skref á línunni.“ „Liðið er ekkert endilega það gott að við eigum betra skilið,“ en sér Gunnar fyrir sér að við getum verið komnir á meðal átta bestu liða heims innan þriggja ára? „Já, já ég sé það. Þetta eru efnilegir menn að koma upp. Árgangurinn hans Aron Pálmars var kannski sá síðasti sem kom upp og núna eru Haukur og Elvar að koma. Þetta eru efnilegir strákar sem þurfa nú að vinna í sínum málum,“ sagði Gunnar. Allt viðtalið við Gunnar má sjá hér að neðan. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports og fyrrum landsliðsmaður, segir að gengi Ísland á HM sé ásættanlegt. Enginn hafi gert sér neinar vonir er í milliriðla var komið. Ísland lauk í gær keppni á HM en eftir þrjú töp í þremur leikjum í milliriðlunum endar íslenska liðið í ellefta sætinu. „Ég held að það hafi verið stefnt að því að fara upp úr riðlinum og í milliriðil. Auðvitað má segja að menn vildu gera betur þar en heilt yfir sættum við okkur við það að komast í milliriðla,“ sagði Gunnar í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Við ætluðum aldrei að fara lengra. Við vissum að við værum að fara í mótið með unga leikmenn og það er erfitt þegar Aron dettur út. Þá verður þetta enn erfiðara. Það er lengra í land en við þorðum að vona.“ „Guðmundur hélt kannski að við myndum nota þetta mót til þess að bæta okkur og vera klárir í næsta mót en ég held að það gæti verið eitt til tvö mót til viðbótar áður en þessir strákar verða fullmótaðir. Vonandi gengur það hraðar.“ En einfaldega spurningin er hins vegar sú; hvað fór úrskeiðis - eða afhverju unnum við enga leiki í milliriðlunum? „Örvhentu leikmennirnir voru ólíkir sjálfum sér, eins og Ómar Ingi. Það er furðulegt miðað við hvernig hann er búinn að vera spila og afhverju það gerist er eitthvað sem ég skil ekki.“ „Björgvin er búin að spila lítið og Ágúst er í Svíþjóð. Við eigum kannski ekki markverð í fremstu röð. Við erum bara með einn línumann og svo er Ýmir að stíga sín fyrstu skref á línunni.“ „Liðið er ekkert endilega það gott að við eigum betra skilið,“ en sér Gunnar fyrir sér að við getum verið komnir á meðal átta bestu liða heims innan þriggja ára? „Já, já ég sé það. Þetta eru efnilegir menn að koma upp. Árgangurinn hans Aron Pálmars var kannski sá síðasti sem kom upp og núna eru Haukur og Elvar að koma. Þetta eru efnilegir strákar sem þurfa nú að vinna í sínum málum,“ sagði Gunnar. Allt viðtalið við Gunnar má sjá hér að neðan.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti