Hætta við tilnefningu Bohemian Rhapsody vegna ásakana um kynferðisbrot Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2019 14:24 Rami Malek í hlutverki Freddie Mercury í kvikmyndinni Bohemian Rhapsody. Malek var valinn besti leikari í aðalhlutverki á Golden Globe-verðlaunahátíðinni fyrr í mánuðinum. Kvikmyndin Bohemian Rhapsody, sem fjallar um ævi og störf stórstjörnunnar Freddie Mercury og hljómsveitarinnar Queen, hefur verið fjarlægð af tilnefningarlista GLAAD-verðlaunanna, einnar helstu verðlaunahátíðar hinseginfólks, vegna ásakana um kynferðisbrot Bryan Singer, leikstjóra myndarinnar. Variety greinir frá. Fjórir menn stigu fram í vikunni og sökuðu Singer um að hafa brotið kynferðislega gegn þeim er þeir voru á táningsaldri. Singer þvertók fyrir ásakanirnar og afskrifaði þær sem „hommahatur“ í sinn garð.Sjá einnig: Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni GLAAD-samtökin, bandarísk hagsmunasamtök hinseginfólks, ákváðu í kjölfarið að hætta við að tilnefna Bohemian Rhapsody sem bestu kvikmynd ársins á verðlaunahátíð samtakanna. Vísa samtökin til þess að Singer hafi notfært sér fordóma í garð samkynhneigðra til að afvegaleiða umræðu um ásakanirnar. Þá segir í yfirlýsingu GLAAD-samtakanna að ákvörðunin hafi verið erfið, og þá sérstaklega í ljósi þess að samtökin hafi áður lýst yfir ánægju með það að kvikmyndin geri Mercury svo hátt undir höfði og fjalli um baráttu hans við HIV. „Áhrifin sem kvikmyndin hefur haft á samfélagið eru óumdeilanleg. Við stöndum þó í þeirri trú að okkur beri skylda til að senda skýr og afdráttarlaus skilaboð til hinsegin ungmenna og allra þolenda kynferðisbrota um að GLAAD muni standa með þolendum,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum vegna málsins. Singer hefur áður þurft að svara fyrir viðlíka ásakanir og hefur ávallt neitað því að hafa brotið á ungum piltum. Singer var nýlega ráðinn til þess að leikstýra kvikmyndinni Red Sonja en framleiðendur myndarinnar staðfestu í vikunni að hann myndi halda starfinu þrátt fyrir ásakanirnar. Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45 Malek og Queen höfðu betur gegn Lady Gaga Kvikmyndin um rokksveitina Queen kom sá og sigraði á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Bandaríkjunum í nótt. 7. janúar 2019 07:18 Black Panther, Bohemian Rhapsody og A Star Is Born tilnefndar til Óskarsverðlauna Tilnefningarnar voru kynntar í dag. 22. janúar 2019 13:45 Bryan Singer sakaður um kynferðisbrot gegn fjórum piltum Mennirnir stíga fram í langri grein í The Atlantic í dag. 23. janúar 2019 14:39 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Kvikmyndin Bohemian Rhapsody, sem fjallar um ævi og störf stórstjörnunnar Freddie Mercury og hljómsveitarinnar Queen, hefur verið fjarlægð af tilnefningarlista GLAAD-verðlaunanna, einnar helstu verðlaunahátíðar hinseginfólks, vegna ásakana um kynferðisbrot Bryan Singer, leikstjóra myndarinnar. Variety greinir frá. Fjórir menn stigu fram í vikunni og sökuðu Singer um að hafa brotið kynferðislega gegn þeim er þeir voru á táningsaldri. Singer þvertók fyrir ásakanirnar og afskrifaði þær sem „hommahatur“ í sinn garð.Sjá einnig: Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni GLAAD-samtökin, bandarísk hagsmunasamtök hinseginfólks, ákváðu í kjölfarið að hætta við að tilnefna Bohemian Rhapsody sem bestu kvikmynd ársins á verðlaunahátíð samtakanna. Vísa samtökin til þess að Singer hafi notfært sér fordóma í garð samkynhneigðra til að afvegaleiða umræðu um ásakanirnar. Þá segir í yfirlýsingu GLAAD-samtakanna að ákvörðunin hafi verið erfið, og þá sérstaklega í ljósi þess að samtökin hafi áður lýst yfir ánægju með það að kvikmyndin geri Mercury svo hátt undir höfði og fjalli um baráttu hans við HIV. „Áhrifin sem kvikmyndin hefur haft á samfélagið eru óumdeilanleg. Við stöndum þó í þeirri trú að okkur beri skylda til að senda skýr og afdráttarlaus skilaboð til hinsegin ungmenna og allra þolenda kynferðisbrota um að GLAAD muni standa með þolendum,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum vegna málsins. Singer hefur áður þurft að svara fyrir viðlíka ásakanir og hefur ávallt neitað því að hafa brotið á ungum piltum. Singer var nýlega ráðinn til þess að leikstýra kvikmyndinni Red Sonja en framleiðendur myndarinnar staðfestu í vikunni að hann myndi halda starfinu þrátt fyrir ásakanirnar.
Bíó og sjónvarp MeToo Tengdar fréttir Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45 Malek og Queen höfðu betur gegn Lady Gaga Kvikmyndin um rokksveitina Queen kom sá og sigraði á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Bandaríkjunum í nótt. 7. janúar 2019 07:18 Black Panther, Bohemian Rhapsody og A Star Is Born tilnefndar til Óskarsverðlauna Tilnefningarnar voru kynntar í dag. 22. janúar 2019 13:45 Bryan Singer sakaður um kynferðisbrot gegn fjórum piltum Mennirnir stíga fram í langri grein í The Atlantic í dag. 23. janúar 2019 14:39 Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Það sem er satt og það sem er fært í stílinn í nýju Queen-myndinni Remi Malek fer á kostum sem Freddie Mercury. 1. nóvember 2018 13:45
Malek og Queen höfðu betur gegn Lady Gaga Kvikmyndin um rokksveitina Queen kom sá og sigraði á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fram fór í Bandaríkjunum í nótt. 7. janúar 2019 07:18
Black Panther, Bohemian Rhapsody og A Star Is Born tilnefndar til Óskarsverðlauna Tilnefningarnar voru kynntar í dag. 22. janúar 2019 13:45
Bryan Singer sakaður um kynferðisbrot gegn fjórum piltum Mennirnir stíga fram í langri grein í The Atlantic í dag. 23. janúar 2019 14:39