Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2019 16:49 Það var þröngt á þingi í Bónus við Hallveigarstíg á fjórða tímanum. Árni Sveins Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. Bónus við Hallveigarstíg verður lokað að líkindum í kvöld en vörurnar rjúka út í rýmingarsölu þar sem allt er á 30 prósenta afslætti. „Fólk er alveg tryllt þarna, kaupa 200 eggjabakka og eitthvað. Ég þorði varla inn þegar ég sá stemmninguna fyrir utan,“ segir Árni. Fólk hafi verið með fjöldan allan af klósettpappírspakkningum og allar frosnar vörur hafi verið farnar, eða svo gott sem. „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð.“ Verslunin er ein þriggja sem Hagar þurfa að loka vegna samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir að verði sé að loka búðinni með mikilli eftirsjá. Þakka þau kærlega fyrir samskipti við viðskiptavini undanfarin ár. Til stóð að selja allar vörur á 30% afslætti í dag og á morgun en Guðmundur reiknar með því að búðin tæmist í dag.Merkti bugun í augum starfsfólks Í framhaldinu verður Bónus í Faxafeni lokað í lok febrúar og Smiðjuvegi 1. apríl. Árni mælir með því að fólk sem ætlar í búðina grípi vin með sér. „Það er praktískt. Þú verður eiginlega að byrja á því að fara í röð og gera út frá röðinni,“ segir Árni. Hann hafi gert góð kaup.Svona dót sem endist, mjög praktískt. Nú á ég nóg af tannkremi og svona rugli. Hann hafi þó áhyggjur af gamalli konu sem staðið hafi fyrir aftan hann. Hún hafi horfið í mannhafið. Vonandi sé í lagi með hana. Álagið hafi greinilega verið mikið á starfsfólkinu. Árni segist hafa merkt ákveðna bugun í augum þeirra sem flest eru ung að árum.Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson verslunarmaður.Enginn að ryðjast „Það var svo mikið álag á kerfinu. Það þarf að reikna út afsláttarprósentur á allar vörur svo þetta gengur hægt fyrir sig. Svo eru allir með svo mikið. Þetta var pínu nötts en samt engin brjálæðisglampi í augum fólks. Enginn hlaupandi eða að ryðjast.“ Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi og annar eigenda Boxins, vefverslunar sem selur mat og aðrar nauðsynjavörur, keypti verslanirnar þrjár af Högum. Samkvæmt heimildum Vísis stendur til að opna verslun við Hallveigarstíg í febrúar. Fær flest starfsfólk í verslun Bónus á Hallveigarstíg vinnu í nýju búðinni. Neytendur Tengdar fréttir Segir að sambærileg búð opni á Hallveigarstíg Degi B. Eggertssyni borgarstjóra brá við tíðindin af hvarfi Bónus af Hallveigarstíg. 15. september 2018 12:37 Samruni Haga og Olís samþykktur Kaupsamningur var gerður í fyrra en Samkeppniseftirlitið setti skilyrði um að Hagar og Olís þyrftu að selja ákveðnar eignir áður en það legði blessun sína yfir samrunann. 29. nóvember 2018 17:39 Metur hvort áform um kaup Bónusverslana séu trúverðug Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður sérstakur óháður kunnáttumaður til að meta hæfi kaupanda að þremur Bónusverslunum sem Hagar þurfa að selja að kröfu Samkeppniseftirlitsins í tengslum við samruna félagsins við Olís. Hann metur meðal annars hvort áformin séu trúverðug. 8. október 2018 18:30 Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. Bónus við Hallveigarstíg verður lokað að líkindum í kvöld en vörurnar rjúka út í rýmingarsölu þar sem allt er á 30 prósenta afslætti. „Fólk er alveg tryllt þarna, kaupa 200 eggjabakka og eitthvað. Ég þorði varla inn þegar ég sá stemmninguna fyrir utan,“ segir Árni. Fólk hafi verið með fjöldan allan af klósettpappírspakkningum og allar frosnar vörur hafi verið farnar, eða svo gott sem. „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð.“ Verslunin er ein þriggja sem Hagar þurfa að loka vegna samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir að verði sé að loka búðinni með mikilli eftirsjá. Þakka þau kærlega fyrir samskipti við viðskiptavini undanfarin ár. Til stóð að selja allar vörur á 30% afslætti í dag og á morgun en Guðmundur reiknar með því að búðin tæmist í dag.Merkti bugun í augum starfsfólks Í framhaldinu verður Bónus í Faxafeni lokað í lok febrúar og Smiðjuvegi 1. apríl. Árni mælir með því að fólk sem ætlar í búðina grípi vin með sér. „Það er praktískt. Þú verður eiginlega að byrja á því að fara í röð og gera út frá röðinni,“ segir Árni. Hann hafi gert góð kaup.Svona dót sem endist, mjög praktískt. Nú á ég nóg af tannkremi og svona rugli. Hann hafi þó áhyggjur af gamalli konu sem staðið hafi fyrir aftan hann. Hún hafi horfið í mannhafið. Vonandi sé í lagi með hana. Álagið hafi greinilega verið mikið á starfsfólkinu. Árni segist hafa merkt ákveðna bugun í augum þeirra sem flest eru ung að árum.Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson verslunarmaður.Enginn að ryðjast „Það var svo mikið álag á kerfinu. Það þarf að reikna út afsláttarprósentur á allar vörur svo þetta gengur hægt fyrir sig. Svo eru allir með svo mikið. Þetta var pínu nötts en samt engin brjálæðisglampi í augum fólks. Enginn hlaupandi eða að ryðjast.“ Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi og annar eigenda Boxins, vefverslunar sem selur mat og aðrar nauðsynjavörur, keypti verslanirnar þrjár af Högum. Samkvæmt heimildum Vísis stendur til að opna verslun við Hallveigarstíg í febrúar. Fær flest starfsfólk í verslun Bónus á Hallveigarstíg vinnu í nýju búðinni.
Neytendur Tengdar fréttir Segir að sambærileg búð opni á Hallveigarstíg Degi B. Eggertssyni borgarstjóra brá við tíðindin af hvarfi Bónus af Hallveigarstíg. 15. september 2018 12:37 Samruni Haga og Olís samþykktur Kaupsamningur var gerður í fyrra en Samkeppniseftirlitið setti skilyrði um að Hagar og Olís þyrftu að selja ákveðnar eignir áður en það legði blessun sína yfir samrunann. 29. nóvember 2018 17:39 Metur hvort áform um kaup Bónusverslana séu trúverðug Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður sérstakur óháður kunnáttumaður til að meta hæfi kaupanda að þremur Bónusverslunum sem Hagar þurfa að selja að kröfu Samkeppniseftirlitsins í tengslum við samruna félagsins við Olís. Hann metur meðal annars hvort áformin séu trúverðug. 8. október 2018 18:30 Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Segir að sambærileg búð opni á Hallveigarstíg Degi B. Eggertssyni borgarstjóra brá við tíðindin af hvarfi Bónus af Hallveigarstíg. 15. september 2018 12:37
Samruni Haga og Olís samþykktur Kaupsamningur var gerður í fyrra en Samkeppniseftirlitið setti skilyrði um að Hagar og Olís þyrftu að selja ákveðnar eignir áður en það legði blessun sína yfir samrunann. 29. nóvember 2018 17:39
Metur hvort áform um kaup Bónusverslana séu trúverðug Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður sérstakur óháður kunnáttumaður til að meta hæfi kaupanda að þremur Bónusverslunum sem Hagar þurfa að selja að kröfu Samkeppniseftirlitsins í tengslum við samruna félagsins við Olís. Hann metur meðal annars hvort áformin séu trúverðug. 8. október 2018 18:30
Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00