Bónus við Hallveigarstíg lokað: „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2019 16:49 Það var þröngt á þingi í Bónus við Hallveigarstíg á fjórða tímanum. Árni Sveins Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. Bónus við Hallveigarstíg verður lokað að líkindum í kvöld en vörurnar rjúka út í rýmingarsölu þar sem allt er á 30 prósenta afslætti. „Fólk er alveg tryllt þarna, kaupa 200 eggjabakka og eitthvað. Ég þorði varla inn þegar ég sá stemmninguna fyrir utan,“ segir Árni. Fólk hafi verið með fjöldan allan af klósettpappírspakkningum og allar frosnar vörur hafi verið farnar, eða svo gott sem. „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð.“ Verslunin er ein þriggja sem Hagar þurfa að loka vegna samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir að verði sé að loka búðinni með mikilli eftirsjá. Þakka þau kærlega fyrir samskipti við viðskiptavini undanfarin ár. Til stóð að selja allar vörur á 30% afslætti í dag og á morgun en Guðmundur reiknar með því að búðin tæmist í dag.Merkti bugun í augum starfsfólks Í framhaldinu verður Bónus í Faxafeni lokað í lok febrúar og Smiðjuvegi 1. apríl. Árni mælir með því að fólk sem ætlar í búðina grípi vin með sér. „Það er praktískt. Þú verður eiginlega að byrja á því að fara í röð og gera út frá röðinni,“ segir Árni. Hann hafi gert góð kaup.Svona dót sem endist, mjög praktískt. Nú á ég nóg af tannkremi og svona rugli. Hann hafi þó áhyggjur af gamalli konu sem staðið hafi fyrir aftan hann. Hún hafi horfið í mannhafið. Vonandi sé í lagi með hana. Álagið hafi greinilega verið mikið á starfsfólkinu. Árni segist hafa merkt ákveðna bugun í augum þeirra sem flest eru ung að árum.Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson verslunarmaður.Enginn að ryðjast „Það var svo mikið álag á kerfinu. Það þarf að reikna út afsláttarprósentur á allar vörur svo þetta gengur hægt fyrir sig. Svo eru allir með svo mikið. Þetta var pínu nötts en samt engin brjálæðisglampi í augum fólks. Enginn hlaupandi eða að ryðjast.“ Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi og annar eigenda Boxins, vefverslunar sem selur mat og aðrar nauðsynjavörur, keypti verslanirnar þrjár af Högum. Samkvæmt heimildum Vísis stendur til að opna verslun við Hallveigarstíg í febrúar. Fær flest starfsfólk í verslun Bónus á Hallveigarstíg vinnu í nýju búðinni. Neytendur Tengdar fréttir Segir að sambærileg búð opni á Hallveigarstíg Degi B. Eggertssyni borgarstjóra brá við tíðindin af hvarfi Bónus af Hallveigarstíg. 15. september 2018 12:37 Samruni Haga og Olís samþykktur Kaupsamningur var gerður í fyrra en Samkeppniseftirlitið setti skilyrði um að Hagar og Olís þyrftu að selja ákveðnar eignir áður en það legði blessun sína yfir samrunann. 29. nóvember 2018 17:39 Metur hvort áform um kaup Bónusverslana séu trúverðug Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður sérstakur óháður kunnáttumaður til að meta hæfi kaupanda að þremur Bónusverslunum sem Hagar þurfa að selja að kröfu Samkeppniseftirlitsins í tengslum við samruna félagsins við Olís. Hann metur meðal annars hvort áformin séu trúverðug. 8. október 2018 18:30 Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Árni Sveinsson, íbúi í Þingholtunum, segist hafa staðið í röð í líklega klukkustund þegar hann fór í hverfisbúðina sína í síðasta skipti í dag. Bónus við Hallveigarstíg verður lokað að líkindum í kvöld en vörurnar rjúka út í rýmingarsölu þar sem allt er á 30 prósenta afslætti. „Fólk er alveg tryllt þarna, kaupa 200 eggjabakka og eitthvað. Ég þorði varla inn þegar ég sá stemmninguna fyrir utan,“ segir Árni. Fólk hafi verið með fjöldan allan af klósettpappírspakkningum og allar frosnar vörur hafi verið farnar, eða svo gott sem. „Það er verið að rífa allt út úr þessari búð.“ Verslunin er ein þriggja sem Hagar þurfa að loka vegna samruna Haga, Olíuverslunar Íslands og fasteignafélagsins DGV. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir að verði sé að loka búðinni með mikilli eftirsjá. Þakka þau kærlega fyrir samskipti við viðskiptavini undanfarin ár. Til stóð að selja allar vörur á 30% afslætti í dag og á morgun en Guðmundur reiknar með því að búðin tæmist í dag.Merkti bugun í augum starfsfólks Í framhaldinu verður Bónus í Faxafeni lokað í lok febrúar og Smiðjuvegi 1. apríl. Árni mælir með því að fólk sem ætlar í búðina grípi vin með sér. „Það er praktískt. Þú verður eiginlega að byrja á því að fara í röð og gera út frá röðinni,“ segir Árni. Hann hafi gert góð kaup.Svona dót sem endist, mjög praktískt. Nú á ég nóg af tannkremi og svona rugli. Hann hafi þó áhyggjur af gamalli konu sem staðið hafi fyrir aftan hann. Hún hafi horfið í mannhafið. Vonandi sé í lagi með hana. Álagið hafi greinilega verið mikið á starfsfólkinu. Árni segist hafa merkt ákveðna bugun í augum þeirra sem flest eru ung að árum.Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson verslunarmaður.Enginn að ryðjast „Það var svo mikið álag á kerfinu. Það þarf að reikna út afsláttarprósentur á allar vörur svo þetta gengur hægt fyrir sig. Svo eru allir með svo mikið. Þetta var pínu nötts en samt engin brjálæðisglampi í augum fólks. Enginn hlaupandi eða að ryðjast.“ Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi og annar eigenda Boxins, vefverslunar sem selur mat og aðrar nauðsynjavörur, keypti verslanirnar þrjár af Högum. Samkvæmt heimildum Vísis stendur til að opna verslun við Hallveigarstíg í febrúar. Fær flest starfsfólk í verslun Bónus á Hallveigarstíg vinnu í nýju búðinni.
Neytendur Tengdar fréttir Segir að sambærileg búð opni á Hallveigarstíg Degi B. Eggertssyni borgarstjóra brá við tíðindin af hvarfi Bónus af Hallveigarstíg. 15. september 2018 12:37 Samruni Haga og Olís samþykktur Kaupsamningur var gerður í fyrra en Samkeppniseftirlitið setti skilyrði um að Hagar og Olís þyrftu að selja ákveðnar eignir áður en það legði blessun sína yfir samrunann. 29. nóvember 2018 17:39 Metur hvort áform um kaup Bónusverslana séu trúverðug Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður sérstakur óháður kunnáttumaður til að meta hæfi kaupanda að þremur Bónusverslunum sem Hagar þurfa að selja að kröfu Samkeppniseftirlitsins í tengslum við samruna félagsins við Olís. Hann metur meðal annars hvort áformin séu trúverðug. 8. október 2018 18:30 Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Segir að sambærileg búð opni á Hallveigarstíg Degi B. Eggertssyni borgarstjóra brá við tíðindin af hvarfi Bónus af Hallveigarstíg. 15. september 2018 12:37
Samruni Haga og Olís samþykktur Kaupsamningur var gerður í fyrra en Samkeppniseftirlitið setti skilyrði um að Hagar og Olís þyrftu að selja ákveðnar eignir áður en það legði blessun sína yfir samrunann. 29. nóvember 2018 17:39
Metur hvort áform um kaup Bónusverslana séu trúverðug Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður sérstakur óháður kunnáttumaður til að meta hæfi kaupanda að þremur Bónusverslunum sem Hagar þurfa að selja að kröfu Samkeppniseftirlitsins í tengslum við samruna félagsins við Olís. Hann metur meðal annars hvort áformin séu trúverðug. 8. október 2018 18:30
Sigurður Pálmi kaupir þrjár Bónusverslanir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sports Direct á Íslandi, er að kaupa þrjár Bónusverslanir af Högum. 3. október 2018 07:00