Málum skilríkjalausra fjölgar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. janúar 2019 13:16 Skilríkjamálum á borði flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum hefur snarfjölgað. vísir/ernir Færst hefur í aukana að fólk komi skilríkjalaust til landsins. Skilríkjasérfræðingur flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum segir hluta hópsins komast óséðan inn í landið og stunda hér brotastarfsemi. Nýlega var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að talsverð fjölgun hafi orðið á fölsuðum skilríkjum sem lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt bráðabirgðatölum embættisins komu 98 skilríkjamál upp árið 2018 en þau voru 62 árið 2016 og 30 árið 2015. Þá hefur beiðnum um skilríkjarannsóknir til sérfræðinga embættisins frá öðrum embættum á höfuðborgarsvæðinu, einnig fjölgað mikið á nýliðnu ári. Þetta sýnir að meira sé um fölsuð skilríki í umferð á landinu. Um ræðir fólk sem kemur frá löndum utan Schengen-svæðisins, sem kemur hingað á fölsuðum skilríkjum landsins innan Schengen, og öðlast þannig réttindi hér á landi. Eiríkur Hafberg Sigurjónsson, skilríkjasérfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir að á nýliðnu ári hafi einnig orðið mikil fjölgun á fólki sem komi hingað skilríkjalaust. „Við erum að hafa afskipti af fleirum og fleirum í flugstöðinni sem eru án skilríkja. Ég veit til þess að þær tölur eru líka að hækka hjá þeim sem starfa inn í landinu, til dæmis lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eiríkur Hafberg. Hann segir fólkið oft greina frá því í yfirheyrslu að þegar það hafi lagt af stað í ferðalagið hafi það verið með fölsuð skilríki sem það hafi svo fargað. „Það segir ég fékk fölsuð skilríki áður en ég lagði af stað. Þannig margt af þessu fólki sem við erum að hafa afskipti af það lagði af stað með fölsuð skilríki þannig að brotastarfsemi falsaðra skilríkja liggur þar að baki,“ segir Eiríkur. Aðspurður um ástæður þess að fólk ferðist hingað án skilríkja segir Eiríkur margt koma til greina. „Vissulega eru margir að koma og biðja um alþjóðlega vernd en svo eru margir líka sem eru að koma hingað til að taka þátt í brotastarfsemi. Svartri atvinnu og svo framvegis,“ segir Eiríkur Hafberg Sigurjónsson, skilríkjasérfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lögreglumál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Færst hefur í aukana að fólk komi skilríkjalaust til landsins. Skilríkjasérfræðingur flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum segir hluta hópsins komast óséðan inn í landið og stunda hér brotastarfsemi. Nýlega var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að talsverð fjölgun hafi orðið á fölsuðum skilríkjum sem lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt bráðabirgðatölum embættisins komu 98 skilríkjamál upp árið 2018 en þau voru 62 árið 2016 og 30 árið 2015. Þá hefur beiðnum um skilríkjarannsóknir til sérfræðinga embættisins frá öðrum embættum á höfuðborgarsvæðinu, einnig fjölgað mikið á nýliðnu ári. Þetta sýnir að meira sé um fölsuð skilríki í umferð á landinu. Um ræðir fólk sem kemur frá löndum utan Schengen-svæðisins, sem kemur hingað á fölsuðum skilríkjum landsins innan Schengen, og öðlast þannig réttindi hér á landi. Eiríkur Hafberg Sigurjónsson, skilríkjasérfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir að á nýliðnu ári hafi einnig orðið mikil fjölgun á fólki sem komi hingað skilríkjalaust. „Við erum að hafa afskipti af fleirum og fleirum í flugstöðinni sem eru án skilríkja. Ég veit til þess að þær tölur eru líka að hækka hjá þeim sem starfa inn í landinu, til dæmis lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Eiríkur Hafberg. Hann segir fólkið oft greina frá því í yfirheyrslu að þegar það hafi lagt af stað í ferðalagið hafi það verið með fölsuð skilríki sem það hafi svo fargað. „Það segir ég fékk fölsuð skilríki áður en ég lagði af stað. Þannig margt af þessu fólki sem við erum að hafa afskipti af það lagði af stað með fölsuð skilríki þannig að brotastarfsemi falsaðra skilríkja liggur þar að baki,“ segir Eiríkur. Aðspurður um ástæður þess að fólk ferðist hingað án skilríkja segir Eiríkur margt koma til greina. „Vissulega eru margir að koma og biðja um alþjóðlega vernd en svo eru margir líka sem eru að koma hingað til að taka þátt í brotastarfsemi. Svartri atvinnu og svo framvegis,“ segir Eiríkur Hafberg Sigurjónsson, skilríkjasérfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum.
Lögreglumál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira