Íris gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til vinnu í sporum Miðflokksmanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2019 14:14 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Mynd/Tryggvi Már Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að hún gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til starfa á Alþingi, væri hún í sporum þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins. Þá lýsti hún yfir aðdáun á viðbrögðum Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í kjölfar endurkomunnar. Gunnar Bragi og Bergþór sneru aftur á þing í vikunni eftir að þeir tóku sér launalaust leyfi í desember vegna Klaustursmálsins svokallaða. Bæði Gunnar Bragi og Bergþór höfðu uppi ósæmileg ummæli um þingmenn, þar á meðal þær Írisi og Lilju.Skrýtin nálgun hjá Klaustursmönnum Íris ræddi Klaustursmálið í þættinum Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Aðspurð sagði hún að það væri vissulega ekki auðvelt að takast á við málið. Þá furðaði hún sig á því að Miðflokksmenn og þeir sem samankomnir voru á Klaustri umrætt kvöld tönnlist sífellt á því að ekki hafi átt að taka þá upp. Ekki eigi að blanda þeirri umræðu inn í umræðuna um það sem þeir sögðu en orðfærið hafi einmitt orðið þingmönnunum öllum til háborinnar skammar.Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason voru á alræmdum hittingi nokkurra þingmanna á Klaustur Bar þann 20. nóvember. Þeir sneru aftur til vinnu á Alþingi í vikunni.Vísir„En það á ekkert að blanda því saman. Það breytir því ekki að allt það sem þeir sögðu þarna um fólk, sérstaklega um konur, við vitum það öll og það er ekki hægt að stroka það út af því að þeir telja að það hefði ekki mátt taka það upp. Mér finnst þessi nálgun svo skrýtin.“Hefði sett stórt strik í reikninginn á öllum vinnustöðum Þá benti Íris á að þingmenn á Alþingi störfuðu þar á sínum forsendum og þar væri enginn yfirmaður til að reka þá sem standa sig illa. Það breyti því þó ekki að Alþingi sé vinnustaður og á vinnustöðum viðgangist ekki orðfærið á borð við það sem viðhaft var á Klaustri. „En þetta er samt vinnustaður sem fólk er á, fólk sem er búið að heyra hluti sagða um sig sem eru mjög ljótir og meiðandi. Á öllum vinnustöðum myndi þetta setja stórt strik í reikninginn þegar viðkomandi aðilar koma aftur. Og maður fann það bara, maður sá það og fann það, að þetta er að hafa gríðarleg áhrif á Alþingi.“ Íris sagðist jafnframt ekki geta hugsað sér að snúa aftur til vinnu ef hún hefði sjálf verið staðin að því sem fram fór á Klaustri í nóvember. „Ég myndi einhvern veginn ekki geta unnið vinnuna mína undir þessum formerkjum ef ég hefði verið í þessum sporum, án þess að ég ætli að segja hvað þessir menn eiga að gera.“Hér sést Lilja hvísla að Gunnari Braga á þingfundi á fimmtudag.Ber ómælda virðingu fyrir Lilju Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, ein þeirra sem talað var um á Klaustri, hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína á þingi í garð Gunnars Braga Sveinssonar eftir endurkomu hans og Bergþórs. Íris lýsti yfir aðdáun sinni á viðbrögðum Lilju í málinu. „Mér finnst Lilja hafa staðið sig ótrúlega vel í þessu öllu, af því að hún fær hvað harðasta útreið í þessu, og að hún skuli standa bara keik,“ sagði Íris. „Ég ber ómælda virðingu fyrir henni og þeim konum sem eru þarna og þessu fólki öllu sem er að glíma við þetta. En auðvitað þarf þingið að leysa úr þessu og það er alveg klárt að mennirnir ráða hvort þeir koma til baka eða ekki.“Hlusta má á viðtalið við Írisi í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45 Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að hún gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til starfa á Alþingi, væri hún í sporum þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins. Þá lýsti hún yfir aðdáun á viðbrögðum Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í kjölfar endurkomunnar. Gunnar Bragi og Bergþór sneru aftur á þing í vikunni eftir að þeir tóku sér launalaust leyfi í desember vegna Klaustursmálsins svokallaða. Bæði Gunnar Bragi og Bergþór höfðu uppi ósæmileg ummæli um þingmenn, þar á meðal þær Írisi og Lilju.Skrýtin nálgun hjá Klaustursmönnum Íris ræddi Klaustursmálið í þættinum Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Aðspurð sagði hún að það væri vissulega ekki auðvelt að takast á við málið. Þá furðaði hún sig á því að Miðflokksmenn og þeir sem samankomnir voru á Klaustri umrætt kvöld tönnlist sífellt á því að ekki hafi átt að taka þá upp. Ekki eigi að blanda þeirri umræðu inn í umræðuna um það sem þeir sögðu en orðfærið hafi einmitt orðið þingmönnunum öllum til háborinnar skammar.Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason voru á alræmdum hittingi nokkurra þingmanna á Klaustur Bar þann 20. nóvember. Þeir sneru aftur til vinnu á Alþingi í vikunni.Vísir„En það á ekkert að blanda því saman. Það breytir því ekki að allt það sem þeir sögðu þarna um fólk, sérstaklega um konur, við vitum það öll og það er ekki hægt að stroka það út af því að þeir telja að það hefði ekki mátt taka það upp. Mér finnst þessi nálgun svo skrýtin.“Hefði sett stórt strik í reikninginn á öllum vinnustöðum Þá benti Íris á að þingmenn á Alþingi störfuðu þar á sínum forsendum og þar væri enginn yfirmaður til að reka þá sem standa sig illa. Það breyti því þó ekki að Alþingi sé vinnustaður og á vinnustöðum viðgangist ekki orðfærið á borð við það sem viðhaft var á Klaustri. „En þetta er samt vinnustaður sem fólk er á, fólk sem er búið að heyra hluti sagða um sig sem eru mjög ljótir og meiðandi. Á öllum vinnustöðum myndi þetta setja stórt strik í reikninginn þegar viðkomandi aðilar koma aftur. Og maður fann það bara, maður sá það og fann það, að þetta er að hafa gríðarleg áhrif á Alþingi.“ Íris sagðist jafnframt ekki geta hugsað sér að snúa aftur til vinnu ef hún hefði sjálf verið staðin að því sem fram fór á Klaustri í nóvember. „Ég myndi einhvern veginn ekki geta unnið vinnuna mína undir þessum formerkjum ef ég hefði verið í þessum sporum, án þess að ég ætli að segja hvað þessir menn eiga að gera.“Hér sést Lilja hvísla að Gunnari Braga á þingfundi á fimmtudag.Ber ómælda virðingu fyrir Lilju Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, ein þeirra sem talað var um á Klaustri, hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína á þingi í garð Gunnars Braga Sveinssonar eftir endurkomu hans og Bergþórs. Íris lýsti yfir aðdáun sinni á viðbrögðum Lilju í málinu. „Mér finnst Lilja hafa staðið sig ótrúlega vel í þessu öllu, af því að hún fær hvað harðasta útreið í þessu, og að hún skuli standa bara keik,“ sagði Íris. „Ég ber ómælda virðingu fyrir henni og þeim konum sem eru þarna og þessu fólki öllu sem er að glíma við þetta. En auðvitað þarf þingið að leysa úr þessu og það er alveg klárt að mennirnir ráða hvort þeir koma til baka eða ekki.“Hlusta má á viðtalið við Írisi í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45 Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
Þingmenn utan flokka útiloka ekki að ganga til liðs við Miðflokkinn Líkur eru á að þingmennirnir tveir sem reknir voru úr Flokki fólksins gangi til liðs við Miðflokkinn. Hann yrði þá þriðji fjölmennasti þingflokkurinn á Alþingi og sá stærsti í stjórnarandstöðu. 25. janúar 2019 18:45
Þingmenn sem fara í ótímabundið og launalaust leyfi ráða því sjálfir hvenær þeir koma til baka Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir það algjörlega í höndum þeirra þingmanna sem taka sér ótímabundið, launalaust leyfi að ákveða hvenær þeir koma til baka til þingstarfa. 25. janúar 2019 15:00