Vinnuálag lækna sýni brot á kjarasamningum Sighvatur Jónsson skrifar 27. janúar 2019 12:45 Forsvarsmaður forvarnaverkefnis gegn streitu segir mikið vinnuálag lækna sýna að brotið sé á reglum kjarasamninga um vaktir. Vísir/Fréttablaðið Fréttastofa hefur greint frá nýrri könnun um líðan lækna í starfi þar sem kemur meðal annars fram að tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir of miklu álagi. Matthías Örn Halldórsson læknanemi kom að stofnun Súðarinnar sem er forvarnarverkefni gegn streitu hjá læknanemum og læknum. Hann segir að könnun sem gerð var haustið 2017 sýni að 47% læknanema finni fyrir meðal alvarlegum eða alvarlegum einkennum síþreyttu. Rúmlega 64% læknanema svöruðu könnuninni.Forvarnastarf að norskri fyrirmynd Matthías segir að nú sé unnið forvarnastarf að norskri fyrirmynd gegn streitu og kulnun hjá læknum og læknanemum. „Við höfum verið að hittast einu sinni í mánuði þar sem við reynum að brjóta upp rútínu hjá okkur og förum og gerum eitthvað skemmtilegt. Við förum á kaffihús, í sund, eldum saman eða eitthvað annað. Þá myndast tengsl þannig að þú hefur einhvern til að tala við ef eitthvað kemur upp. Eðli málsins samkvæmt koma oft upp hlutir í okkar námi og starfi sem kannski er ekki hægt að ræða um við maka eða vini og því er ómetanlegt að hafa einhvern sem þú treystir sem þú getur spjallað við um þessi vandamál.“Vinna meira en kjarasamningar kveða á um Matthías segir lækna og læknanema vinna miklu meira en reglur kjarasamninga kveði á um. „Við viljum kynna þessar reglur fyrir læknum og læknanemum og hvetja þá til að standa vörð um þessar reglur. Það borgar sig að gera þetta sem fyrst. Við sköpum vanann og svo skapar vaninn okkur. Við þurfum að vekja athygli á því að þetta þurfi ekki að vera svona og eigi ekki að vera svona.“ Matthías Örn Halldórsson læknanemi telur brýnt að takast á við þekkingarleysi meðal lækna og læknanema um reglur um vinnutíma. Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Fréttastofa hefur greint frá nýrri könnun um líðan lækna í starfi þar sem kemur meðal annars fram að tveir af hverjum þremur læknum segjast vera undir of miklu álagi. Matthías Örn Halldórsson læknanemi kom að stofnun Súðarinnar sem er forvarnarverkefni gegn streitu hjá læknanemum og læknum. Hann segir að könnun sem gerð var haustið 2017 sýni að 47% læknanema finni fyrir meðal alvarlegum eða alvarlegum einkennum síþreyttu. Rúmlega 64% læknanema svöruðu könnuninni.Forvarnastarf að norskri fyrirmynd Matthías segir að nú sé unnið forvarnastarf að norskri fyrirmynd gegn streitu og kulnun hjá læknum og læknanemum. „Við höfum verið að hittast einu sinni í mánuði þar sem við reynum að brjóta upp rútínu hjá okkur og förum og gerum eitthvað skemmtilegt. Við förum á kaffihús, í sund, eldum saman eða eitthvað annað. Þá myndast tengsl þannig að þú hefur einhvern til að tala við ef eitthvað kemur upp. Eðli málsins samkvæmt koma oft upp hlutir í okkar námi og starfi sem kannski er ekki hægt að ræða um við maka eða vini og því er ómetanlegt að hafa einhvern sem þú treystir sem þú getur spjallað við um þessi vandamál.“Vinna meira en kjarasamningar kveða á um Matthías segir lækna og læknanema vinna miklu meira en reglur kjarasamninga kveði á um. „Við viljum kynna þessar reglur fyrir læknum og læknanemum og hvetja þá til að standa vörð um þessar reglur. Það borgar sig að gera þetta sem fyrst. Við sköpum vanann og svo skapar vaninn okkur. Við þurfum að vekja athygli á því að þetta þurfi ekki að vera svona og eigi ekki að vera svona.“ Matthías Örn Halldórsson læknanemi telur brýnt að takast á við þekkingarleysi meðal lækna og læknanema um reglur um vinnutíma.
Heilbrigðismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira