Telja lyfsala ekki kaupa lyf eftir raunverulegri þörf hér á landi Sveinn Arnarsson skrifar 28. janúar 2019 06:00 Á hverjum tíma hér á landi eru að meðaltali á þriðja hundrað lyfja á biðlista af einhverjum orsökum. Vísir/Getty Frumtök, félag frumlyfjaframleiðenda á Íslandi, telja skort á lyfjum hér á landi mega oft á tíðum rekja til gengisbreytinga íslensku krónunnar og þeirrar reglugerðar að verðskrá lyfjagreiðslunefndar sé gefin út aðeins á mánaðar fresti. Telja samtökin kaupendur hamstra lyf eða fresta innkaupum á þeim vegna óhagstæðrar gengisþróunar. Frumtök hafa vegna þessa sent lyfjagreiðslunefnd bréf þar sem þeir hvetja nefndina til að breyta framkvæmd við útgáfu verðskrár með því að fjölga útgáfunum.Jakob Falur Garðarsson, formaður Frumtaka – samtaka framleiðenda frumlyfja. Í núverandi ástandi segja Frumtök hvata lyfsala vera að haga lyfjainnkaupum eftir gengi frekar en raunverulegri þörf. „Þetta er einföld leið til að draga úr óheppilegum hvötum,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. „Í haust þegar krónan veiktist hratt sáum við til dæmis að innkaup voru óvenjuleg. Slíkt getur leitt til vandkvæða við afgreiðslu lyfja. Hamstri eitt apótek lyf þá gæti annað apótek gripið í tómt. Tæknin gerir breytinguna einfalda og hún hefur ekki í för með sér kostnaðarauka fyrir hið opinbera.“ Á vef Lyfjastofnunar er hægt að fylgjast með hvaða lyf eru ófáanleg hverju sinni vegna lyfjaskorts og hægt er að tilkynna skort á lyfjum þangað inn. Á hverjum tíma hér á landi eru að meðaltali á þriðja hundrað lyfja á biðlista af einhverjum orsökum. Oft hefur komið upp sú staða að lífsnauðsynleg lyf handa langveikum börnum eru ekki til á landinu og dæmi um að foreldrar haldi úti skiptimarkaði fyrir lyf til að tryggja velferð barna sinna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00 Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. 3. janúar 2019 19:07 Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningar. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. 8. janúar 2019 20:15 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Frumtök, félag frumlyfjaframleiðenda á Íslandi, telja skort á lyfjum hér á landi mega oft á tíðum rekja til gengisbreytinga íslensku krónunnar og þeirrar reglugerðar að verðskrá lyfjagreiðslunefndar sé gefin út aðeins á mánaðar fresti. Telja samtökin kaupendur hamstra lyf eða fresta innkaupum á þeim vegna óhagstæðrar gengisþróunar. Frumtök hafa vegna þessa sent lyfjagreiðslunefnd bréf þar sem þeir hvetja nefndina til að breyta framkvæmd við útgáfu verðskrár með því að fjölga útgáfunum.Jakob Falur Garðarsson, formaður Frumtaka – samtaka framleiðenda frumlyfja. Í núverandi ástandi segja Frumtök hvata lyfsala vera að haga lyfjainnkaupum eftir gengi frekar en raunverulegri þörf. „Þetta er einföld leið til að draga úr óheppilegum hvötum,“ segir Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. „Í haust þegar krónan veiktist hratt sáum við til dæmis að innkaup voru óvenjuleg. Slíkt getur leitt til vandkvæða við afgreiðslu lyfja. Hamstri eitt apótek lyf þá gæti annað apótek gripið í tómt. Tæknin gerir breytinguna einfalda og hún hefur ekki í för með sér kostnaðarauka fyrir hið opinbera.“ Á vef Lyfjastofnunar er hægt að fylgjast með hvaða lyf eru ófáanleg hverju sinni vegna lyfjaskorts og hægt er að tilkynna skort á lyfjum þangað inn. Á hverjum tíma hér á landi eru að meðaltali á þriðja hundrað lyfja á biðlista af einhverjum orsökum. Oft hefur komið upp sú staða að lífsnauðsynleg lyf handa langveikum börnum eru ekki til á landinu og dæmi um að foreldrar haldi úti skiptimarkaði fyrir lyf til að tryggja velferð barna sinna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00 Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. 3. janúar 2019 19:07 Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningar. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. 8. janúar 2019 20:15 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00
Yfirlæknir á Vogi segir aðgengi að dópi mjög gott og lýsir lækkandi verði Fleiri sjúklingar í yngsta aldurshópnum létust vegna ofneyslu á liðnu ári en árin á undan. 3. janúar 2019 19:07
Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils Um tíu prósent framhaldsskólanema hafa notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils samkvæmt nýrri könnun Rannsókna og greiningar. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. 8. janúar 2019 20:15