„Ég myndi ekki vinna aftur með Woody Allen“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2019 08:07 Freida Pinto varð heimsfræg þegar hún fór með eitt aðalhlutverkið í verðlaunamyndinni Slumdog Millionaire. vísir/getty Indverska leikkonan Freida Pinto, sem skaust upp á stjörnuhimininn í verðlaunamyndinni Slumdog Millionaire fyrir ellefu árum segir að hún myndi aldrei aftur vinna með bandaríska leikstjóranum Woody Allen. Pinto er í ítarlegu viðtali við Guardian þar sem hún ræðir feril sinn í kvikmyndum og nýjustu mynd sína, Love Sonia, sem fjallar um kynlífsþrælkun í Indlandi en landið er talið það hættulegasta í heiminum fyrir konur þegar kemur að mansali. Eftir að Pinto kom fram á sjónarsviðið í Slumdog Millionaire varð hún eftirsótt leikkona og lék í myndum á borð við The Rise of the Planet of the Apes og You Will Meet a Tall, Dark Stranger, mynd eftir Woody Allen. Í viðtalinu er Pinto, sem hefur lengi verið áberandi í réttindabaráttu kvenna í heiminum, spurð hvort hún gæti hugsað sér að vinna aftur með Allen sem hefur verið sakaður af dóttur sinni Dylan um kynferðislega misnotkun. Allen neitar öllum ásökunum. „Nei. Alls ekki. Ég stend með þeim konum sem hafa komið fram með sögur sínar, hvort sem sögurnar hafa verið sannaðar eða ekki. Það sem innsæið segir mér lætur mér líða mjög illa. Ég er 34 ára gömul, ég hef unnið í ellefu ár í þessum bransa og ég er ekki örvæntingarfull. Ég verð aldrei örvæntingarfull,“ segir Pinto en viðtalið við hana má lesa í heild sinni hér. MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dylan og Ronan Farrow mjög ósatt við viðtalið eldfima Fóstursystkinin Dylan og Ronan Farrow eru mjög ósátt við viðtal New York Magazine tímaritsins við Soon-Yi Previn, eiginkonu Woody Allen. Koma þau móður þeirra, Miu Farrow til varnar, og segja viðtalið vera ófaglegt auk þess sem það innihaldi "undarlegan tilbúning.“ 17. september 2018 10:20 Sextán ára þegar leynilegt ástarsamband við Woody Allen hófst Engelhardt var sextán ára þegar sambandið hófst en segist ekki sjá eftir neinu. 18. desember 2018 13:15 Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. 17. september 2018 08:30 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Indverska leikkonan Freida Pinto, sem skaust upp á stjörnuhimininn í verðlaunamyndinni Slumdog Millionaire fyrir ellefu árum segir að hún myndi aldrei aftur vinna með bandaríska leikstjóranum Woody Allen. Pinto er í ítarlegu viðtali við Guardian þar sem hún ræðir feril sinn í kvikmyndum og nýjustu mynd sína, Love Sonia, sem fjallar um kynlífsþrælkun í Indlandi en landið er talið það hættulegasta í heiminum fyrir konur þegar kemur að mansali. Eftir að Pinto kom fram á sjónarsviðið í Slumdog Millionaire varð hún eftirsótt leikkona og lék í myndum á borð við The Rise of the Planet of the Apes og You Will Meet a Tall, Dark Stranger, mynd eftir Woody Allen. Í viðtalinu er Pinto, sem hefur lengi verið áberandi í réttindabaráttu kvenna í heiminum, spurð hvort hún gæti hugsað sér að vinna aftur með Allen sem hefur verið sakaður af dóttur sinni Dylan um kynferðislega misnotkun. Allen neitar öllum ásökunum. „Nei. Alls ekki. Ég stend með þeim konum sem hafa komið fram með sögur sínar, hvort sem sögurnar hafa verið sannaðar eða ekki. Það sem innsæið segir mér lætur mér líða mjög illa. Ég er 34 ára gömul, ég hef unnið í ellefu ár í þessum bransa og ég er ekki örvæntingarfull. Ég verð aldrei örvæntingarfull,“ segir Pinto en viðtalið við hana má lesa í heild sinni hér.
MeToo Mál Woody Allen Tengdar fréttir Dylan og Ronan Farrow mjög ósatt við viðtalið eldfima Fóstursystkinin Dylan og Ronan Farrow eru mjög ósátt við viðtal New York Magazine tímaritsins við Soon-Yi Previn, eiginkonu Woody Allen. Koma þau móður þeirra, Miu Farrow til varnar, og segja viðtalið vera ófaglegt auk þess sem það innihaldi "undarlegan tilbúning.“ 17. september 2018 10:20 Sextán ára þegar leynilegt ástarsamband við Woody Allen hófst Engelhardt var sextán ára þegar sambandið hófst en segist ekki sjá eftir neinu. 18. desember 2018 13:15 Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. 17. september 2018 08:30 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Dylan og Ronan Farrow mjög ósatt við viðtalið eldfima Fóstursystkinin Dylan og Ronan Farrow eru mjög ósátt við viðtal New York Magazine tímaritsins við Soon-Yi Previn, eiginkonu Woody Allen. Koma þau móður þeirra, Miu Farrow til varnar, og segja viðtalið vera ófaglegt auk þess sem það innihaldi "undarlegan tilbúning.“ 17. september 2018 10:20
Sextán ára þegar leynilegt ástarsamband við Woody Allen hófst Engelhardt var sextán ára þegar sambandið hófst en segist ekki sjá eftir neinu. 18. desember 2018 13:15
Lýsir því hvernig hið umdeilda samband við Woody Allen hófst og segir hann fórnarlamb #Metoo í eldfimu viðtali Soon-Yi-Previn, eiginkona leikstjórans Woody Allen segir að hann sé fórnarlamb #Metoo-hreyfingarinnar. Meðferðin á honum hafi verið ósanngjörn. Þá segir hún að Mia Farrow, fósturmóðir hennar og fyrrverandi maki Allen, hafi beitt sig ofbeldi er hún var barn. 17. september 2018 08:30