Innrás Arnars þjálfara kveikti á Stjörnuliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2019 13:00 Arnar fór langt inn á völlinn eins og sjá má hér. vísir/skjáskot/s2s Stjarnan hefur unnið níu leiki í röð frá innrás Arnars Guðjónssonar þjálfara inn á völlinn í leik á móti KR í byrjun desembermánaðar.Sjá einnig:Þjálfari Stjörnunnar gekk trylltur inn á völlinn í miðjum leik Karlalið Stjörnunnar hélt sigurgöngu sinni áfram í Domino´s deildinni í körfubolta í gærkvöldi og er nú búið að koma sér inn í baráttuna um deildarmeistaratitilinn við Njarðvík og Tindastól. Útlitið var hins vegar ekki bjart í Garðabænum í upphafi desember þegar liðið tapaði þremur leikjum í röð og byrjaði illa á heimavelli í þeim fjórða. Eitthvað þurfti að gera og óvenjulegt útspil Arnars Guðjónssonar þjálfara bar heldur betur árangur.Sjá einnig:Ingi: Fíaskóið hjá Arnari var klókt Allt breyttist þetta í lok fyrsta leikhluta í Ásgarði 9. desember síðastliðinn þegar Stjarnan tók á móti Íslandsmeisturum KR í stórleik umferðarinnar sem var í beinni á Stöð 2 Sport. Stjörnumenn voru eins og áður sagði búnir að tapa þremur leikjum í röð fyrir KR-leikinn og byrjunin á honum var það slæm að hún fékk þjálfara Stjörnumanna til að strunsa inn á miðjan völl í miðjum leik til að mótmæla að því virtist dómgæslunni. Dómararnir ráku hann hins vegar ekki út heldur gáfu honum aðeins tæknivíti.Sjá einnig:Körfuboltakvöld um innrás Arnars: „Kom mér á óvart að þetta skyldi bara vera tæknivilla“ Arnar hefur margspurður um hvað hann var að hugsa en hefur ekki viljað svara. Honum tókst aftur á móti að kveikja á sínu liði og það hefur ekki slokknað á því síðan. Þegar Arnar hljóp inn á miðjan völlinn var staðan 24-18 fyrir KR og þeir komust síðan í 25-18 eftir að hafa nýtt vítaskotið sem þeir fengu í kjölfarið á tæknivítinu. Stjörnuliðið vann restina á leiknum 77-59 og hefur ekki litið til baka eftir það. Sigurinn á Keflavík í gærkvöldi var níundi sigur Stjörnunnar í röð í öllum keppnum.Sjá einnig:Arnar vildi ekki ræða atvikið ótrúlega í leikslok 9. desember var Stjarnan í -25 í þremur síðustu deildarleikjum sínum og einum leikhluta að auki. Síðan þá eru Stjörnumenn búnir að vinna 353 mínútur með 146 stigum, 862-716.Leikir Stjörnunnar frá innrás þjálfarans 9. desember 11 stiga sigur á KR í deild (95-84) 7 stiga sigur á Grindavík í deild (99-92) 15 stiga sigur á Hamar í bikar (104-89) 11 stiga sigur á Haukum í deild (100-89) 23 stiga sigur á ÍR í deild (106-83) 29 stiga sigur á Breiðabliki í deild (102-73) 14 stiga sigur á Skallagrími í deild (94-80) 13 stiga sigur á Tindastól í bikar (81-68) 16 stiga sigur á Keflavík í deild (99-83) Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Stjarnan hefur unnið níu leiki í röð frá innrás Arnars Guðjónssonar þjálfara inn á völlinn í leik á móti KR í byrjun desembermánaðar.Sjá einnig:Þjálfari Stjörnunnar gekk trylltur inn á völlinn í miðjum leik Karlalið Stjörnunnar hélt sigurgöngu sinni áfram í Domino´s deildinni í körfubolta í gærkvöldi og er nú búið að koma sér inn í baráttuna um deildarmeistaratitilinn við Njarðvík og Tindastól. Útlitið var hins vegar ekki bjart í Garðabænum í upphafi desember þegar liðið tapaði þremur leikjum í röð og byrjaði illa á heimavelli í þeim fjórða. Eitthvað þurfti að gera og óvenjulegt útspil Arnars Guðjónssonar þjálfara bar heldur betur árangur.Sjá einnig:Ingi: Fíaskóið hjá Arnari var klókt Allt breyttist þetta í lok fyrsta leikhluta í Ásgarði 9. desember síðastliðinn þegar Stjarnan tók á móti Íslandsmeisturum KR í stórleik umferðarinnar sem var í beinni á Stöð 2 Sport. Stjörnumenn voru eins og áður sagði búnir að tapa þremur leikjum í röð fyrir KR-leikinn og byrjunin á honum var það slæm að hún fékk þjálfara Stjörnumanna til að strunsa inn á miðjan völl í miðjum leik til að mótmæla að því virtist dómgæslunni. Dómararnir ráku hann hins vegar ekki út heldur gáfu honum aðeins tæknivíti.Sjá einnig:Körfuboltakvöld um innrás Arnars: „Kom mér á óvart að þetta skyldi bara vera tæknivilla“ Arnar hefur margspurður um hvað hann var að hugsa en hefur ekki viljað svara. Honum tókst aftur á móti að kveikja á sínu liði og það hefur ekki slokknað á því síðan. Þegar Arnar hljóp inn á miðjan völlinn var staðan 24-18 fyrir KR og þeir komust síðan í 25-18 eftir að hafa nýtt vítaskotið sem þeir fengu í kjölfarið á tæknivítinu. Stjörnuliðið vann restina á leiknum 77-59 og hefur ekki litið til baka eftir það. Sigurinn á Keflavík í gærkvöldi var níundi sigur Stjörnunnar í röð í öllum keppnum.Sjá einnig:Arnar vildi ekki ræða atvikið ótrúlega í leikslok 9. desember var Stjarnan í -25 í þremur síðustu deildarleikjum sínum og einum leikhluta að auki. Síðan þá eru Stjörnumenn búnir að vinna 353 mínútur með 146 stigum, 862-716.Leikir Stjörnunnar frá innrás þjálfarans 9. desember 11 stiga sigur á KR í deild (95-84) 7 stiga sigur á Grindavík í deild (99-92) 15 stiga sigur á Hamar í bikar (104-89) 11 stiga sigur á Haukum í deild (100-89) 23 stiga sigur á ÍR í deild (106-83) 29 stiga sigur á Breiðabliki í deild (102-73) 14 stiga sigur á Skallagrími í deild (94-80) 13 stiga sigur á Tindastól í bikar (81-68) 16 stiga sigur á Keflavík í deild (99-83)
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira