Erlent

Játaði átta morð í Kanada

Samúel Karl Ólason skrifar
Bruce McArthur.
Bruce McArthur.
Garðyrkjumaðurinn Bruce McArthur hefur játað að hafa myrt átta menn í Toronto í Kanada. Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð hans í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. Saksóknarar segja hann hafa rænt einhverjum mannanna og brotið á þeim kynferðislega áður en hann myrti þá, bútaði niður og faldi í blómapottum.

Saksóknar segja fórnarlömb hans hafa öll verið að mið-austurlenskum eða asískum uppruna og hafi lifað við jaðar samfélagsins í Toronto. Hvarf þeirra hafi í fyrstu ekki vakið mikla athygli, samkvæmt AP fréttaveitunni.



Eitt fórnarlamba hans hafði falið samkynhneigð sína fyrir fjölskyldu sinni. Annar var nýlega fluttur til Kanada og kljáðist við fíkniefnavanda. Einn til viðbótar var heimilislaus og seldi sig. Fórnarlömb McArthur hétu Selim Esen, Andrew Kinsman, Majeed Kayhan, Dean Lisowick, Soroush Mahmudi, Skandaraj Navaratnam, Abdulbasir Faizi and Kirushna Kanagaratnam, samkvæmt CBC News.



Rannsókn hófst eftir að samfélag hinsegin fólks í Toronto tók eftir því að Andrew Kinsman sem hafði barist fyrir réttindum hinsegin fólks, starfaði sem barþjónn og var vinmargur, hvarf sporlaust. McArthur var handtekinn í byrjun árs í fyrra, um hálfu ári eftir að rannsóknin hófst. Hann hafði ráðið eitt fórnarlamba sinna, sem hvarf árið 2010, til vinnu.

Þá segja saksóknarar að morð McArthur hafi verið vel skipulögð og hann hafi geymt muni frá öllum sem hann myrti eins og skartgripi þeirra. Dómsuppkvaðning mun fara fram í næstu viku.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×