„Ekkert óeðlilegt að það verði smá tveggja prósenta niðursveifla af ferðamönnum til landsins“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. janúar 2019 20:15 Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll mun fækka um tæp tíu prósent á þessu ári samanborið við síðasta ár gangi farþegaspá Isavia eftir sem kynnt var í dag. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir fækkun erlendra ferðamanna hingað til lands ekki áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna. Farþegaspáin fyrir árið 2019 sýnir í fyrsta skipti í áratug fækkun farþega á milli ára en vaxtarskeið flugvallarins hófst 2009. Samdrátturinn nú er rakinn til minna framboðs á flugi en undanfarin ár. Fækkunin milli áranna 2018 og 2019 nemur 8,7 prósentum og á við um alla þá sem fara um Keflavíkurflugvöll en þeir voru 9,8 milljón farþega í fyrra. Í ár er gert ráð fyrir að þeir verði 8,95 milljónir eða tæplega milljón færri.Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia kynnti farþegaspá Keflavíkurflugvallar, fyrir arið 2019 í morgunVísir/Vilhelm„Markaðurinn er erfiður og við höfum séð það síðastliðið ár. það hafa mörg flugfélög kvatt okkur, nú síðast Primera,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Engu að síður var árið 2018 þar stærsta í sögu flugvallarins með tilliti til þeirra sem um völlinn fóru. „Ég held að við séum að fara inn ákveðið tímabil þar sem að menn eru að jafna sig, minnka kostnað og styrkja sig fyrir næstu árin,“ segir Björn Óli. Í farþegaspánni er gert ráð fyrir að mesta fækkunin verði skiptifarþegum eða um 18,7 prósent á meðan fækkun komufarþega verði 2,1% og brottfararfarþega 2,2%. Þá er því spáð að fækkun verði í komu erlendra ferðamanna til landsins sem nemi 2,4 prósentum. Fer úr tæplega tveimur milljónum þrjú hundruð og sextán þúsund farþegum niður í tvær milljónir tvö hundruð sextíu og eitt þúsund farþega. Forstjóri Isavia segir þetta eðlilega sveiflu. „Keflavíkurflugvöllur er sá flugvöllur í Evrópu sem hefur stækkað mest síðustu tíu árin og ekkert óeðlilegt að það verði smá tveggja prósenta niðursveifla af ferðamönnum til landsins,“ segir Björn Óli.Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri ÍslandsstofuVísir/VilhelmFramkvæmdastjóri Íslandsstofu segir fækkun erlendra ferðamanna til Íslands á þessu ári ekki vera áhyggjuefni. „Ég held að það sé ekki sérstakt áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna að ferðamönnum fækki þetta lítið í raun og veru. Ég held hins vegar að það séu ýmsar blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu, kostnaður hefur auðvitað hækkað mjög mikið og við erum að sjá aðeins breytingu á dreifingu ferðamanna um landið og yfir árið og ég held að það séu frekar ástæður til þess að hafa áhyggjur af því,“ sagði Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00 Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08 Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll eðlileg niðursveifla Fjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll árið 2018 aldrei verið meiri 29. janúar 2019 11:54 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll mun fækka um tæp tíu prósent á þessu ári samanborið við síðasta ár gangi farþegaspá Isavia eftir sem kynnt var í dag. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir fækkun erlendra ferðamanna hingað til lands ekki áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna. Farþegaspáin fyrir árið 2019 sýnir í fyrsta skipti í áratug fækkun farþega á milli ára en vaxtarskeið flugvallarins hófst 2009. Samdrátturinn nú er rakinn til minna framboðs á flugi en undanfarin ár. Fækkunin milli áranna 2018 og 2019 nemur 8,7 prósentum og á við um alla þá sem fara um Keflavíkurflugvöll en þeir voru 9,8 milljón farþega í fyrra. Í ár er gert ráð fyrir að þeir verði 8,95 milljónir eða tæplega milljón færri.Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia kynnti farþegaspá Keflavíkurflugvallar, fyrir arið 2019 í morgunVísir/Vilhelm„Markaðurinn er erfiður og við höfum séð það síðastliðið ár. það hafa mörg flugfélög kvatt okkur, nú síðast Primera,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Engu að síður var árið 2018 þar stærsta í sögu flugvallarins með tilliti til þeirra sem um völlinn fóru. „Ég held að við séum að fara inn ákveðið tímabil þar sem að menn eru að jafna sig, minnka kostnað og styrkja sig fyrir næstu árin,“ segir Björn Óli. Í farþegaspánni er gert ráð fyrir að mesta fækkunin verði skiptifarþegum eða um 18,7 prósent á meðan fækkun komufarþega verði 2,1% og brottfararfarþega 2,2%. Þá er því spáð að fækkun verði í komu erlendra ferðamanna til landsins sem nemi 2,4 prósentum. Fer úr tæplega tveimur milljónum þrjú hundruð og sextán þúsund farþegum niður í tvær milljónir tvö hundruð sextíu og eitt þúsund farþega. Forstjóri Isavia segir þetta eðlilega sveiflu. „Keflavíkurflugvöllur er sá flugvöllur í Evrópu sem hefur stækkað mest síðustu tíu árin og ekkert óeðlilegt að það verði smá tveggja prósenta niðursveifla af ferðamönnum til landsins,“ segir Björn Óli.Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri ÍslandsstofuVísir/VilhelmFramkvæmdastjóri Íslandsstofu segir fækkun erlendra ferðamanna til Íslands á þessu ári ekki vera áhyggjuefni. „Ég held að það sé ekki sérstakt áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna að ferðamönnum fækki þetta lítið í raun og veru. Ég held hins vegar að það séu ýmsar blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu, kostnaður hefur auðvitað hækkað mjög mikið og við erum að sjá aðeins breytingu á dreifingu ferðamanna um landið og yfir árið og ég held að það séu frekar ástæður til þess að hafa áhyggjur af því,“ sagði Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00 Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08 Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll eðlileg niðursveifla Fjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll árið 2018 aldrei verið meiri 29. janúar 2019 11:54 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Bein útsending: Farþegaspá Keflavíkurflugvallar 2019 Isavia boðar til morgunfundar á Hilton Reykjavík Nordica í dag klukkan 8:30. 29. janúar 2019 08:00
Spá því að milljón færri farþegar fari um Keflavíkurflugvöll í ár heldur en í fyrra Í fyrra fóru alls 9,8 milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll en farþegaspáin í ár gerir ráð fyrir að farþegarnir verði um 8,9 milljónir. 29. janúar 2019 09:08
Fækkun farþega um Keflavíkurflugvöll eðlileg niðursveifla Fjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll árið 2018 aldrei verið meiri 29. janúar 2019 11:54