Guðmundur: Verður að hrósa íslensku liðunum fyrir að undirbúa þessa stráka svona vel Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 10. janúar 2019 11:00 Guðmundur Guðmundsson er með ungt lið í München. vísir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, er mættur á HM með ungt og spennandi lið en í hópnum eru sex stórmótanýliðar með meðalaldur upp á 20,7 ár og tveir leikmenn til viðbótar eru að fara á sitt annað stórmót. Kynslóðaskiptin sem talað hefur verið um svo lengi eru mætt og hraðar en þjálfarinn bjóst við eins og hann hefur talað um sjálfur en þetta unga lið spreytir sig á móti stórliði Króatíu í München á morgun klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Guðmundur er búinn að vera í handbolta í rúm 30 ár, bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann hefur spilað með og þjálfað íslensk félagslið, gert það sama í atvinnumennskunni og bæði spilað fyrir og þjálfað landslið. Tímarnir breytast og leikmennirnir með, en eru þessir ungu íslensku guttar eitthvað öðruvísi spilarar eða karakterar heldur en hann hefur séð áður? „Þeir eru margir mjög vel þjálfaðir og mér finnst þeir vera miklir fagmenn sem er aðdáunarvert. Karakteranir eru svipaðir vegna þess að það hafa alltaf verið til frábærir karakterar sem vilja deyja fyrir málstaðinn. Þessir strákar eru það örugglega líka,“ segir Guðmundur. Í HM-hópi Íslands eru þrír leikmenn sem spila í Olís-deildinni og þrír til viðbótar sem fóru úr henni í atvinnumennsku fyrst síðasta vor. „Það verður að hrósa íslensku liðunum og þjálfurunum hérna heima sem eru að undirbúa þessa drengi vel. Þau eru að vinna mjög gott starf og þau mega fá að heyra það líka. Þau eru að búa til mjög frambærilega íþróttamenn og það er mjög ánægjulegt,“ segir Guðmundur Guðmundsson.Klippa: Gummi Gumm - Frambærilegir íþróttamenn HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. 9. janúar 2019 11:30 Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Teitur Örn Einarsson vissi fyrir rétt rúmum sólarhring að hann væri á leiðinni á HM. 10. janúar 2019 08:30 Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30 Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30 Ekki verið fleiri nýliðar á stórmóti í fjórtán ár Heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku í ár kemst í hóp með HM 2005 og EM 2000 sem þau stórmót þar sem íslenska handboltalandsliðið hefur teflt fram flestum nýliðum á þessari öld. 9. janúar 2019 10:00 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, er mættur á HM með ungt og spennandi lið en í hópnum eru sex stórmótanýliðar með meðalaldur upp á 20,7 ár og tveir leikmenn til viðbótar eru að fara á sitt annað stórmót. Kynslóðaskiptin sem talað hefur verið um svo lengi eru mætt og hraðar en þjálfarinn bjóst við eins og hann hefur talað um sjálfur en þetta unga lið spreytir sig á móti stórliði Króatíu í München á morgun klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Guðmundur er búinn að vera í handbolta í rúm 30 ár, bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann hefur spilað með og þjálfað íslensk félagslið, gert það sama í atvinnumennskunni og bæði spilað fyrir og þjálfað landslið. Tímarnir breytast og leikmennirnir með, en eru þessir ungu íslensku guttar eitthvað öðruvísi spilarar eða karakterar heldur en hann hefur séð áður? „Þeir eru margir mjög vel þjálfaðir og mér finnst þeir vera miklir fagmenn sem er aðdáunarvert. Karakteranir eru svipaðir vegna þess að það hafa alltaf verið til frábærir karakterar sem vilja deyja fyrir málstaðinn. Þessir strákar eru það örugglega líka,“ segir Guðmundur. Í HM-hópi Íslands eru þrír leikmenn sem spila í Olís-deildinni og þrír til viðbótar sem fóru úr henni í atvinnumennsku fyrst síðasta vor. „Það verður að hrósa íslensku liðunum og þjálfurunum hérna heima sem eru að undirbúa þessa drengi vel. Þau eru að vinna mjög gott starf og þau mega fá að heyra það líka. Þau eru að búa til mjög frambærilega íþróttamenn og það er mjög ánægjulegt,“ segir Guðmundur Guðmundsson.Klippa: Gummi Gumm - Frambærilegir íþróttamenn
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. 9. janúar 2019 11:30 Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Teitur Örn Einarsson vissi fyrir rétt rúmum sólarhring að hann væri á leiðinni á HM. 10. janúar 2019 08:30 Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30 Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30 Ekki verið fleiri nýliðar á stórmóti í fjórtán ár Heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku í ár kemst í hóp með HM 2005 og EM 2000 sem þau stórmót þar sem íslenska handboltalandsliðið hefur teflt fram flestum nýliðum á þessari öld. 9. janúar 2019 10:00 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Meðalaldur íslenska landsliðsins lækkar á fjórða stórmótinu í röð Ísland hefur líklega aldrei teflt fram yngra handboltalandsliði á stórmóti en á HM 2019. Liðið í ár er sem dæmi þremur árum yngra að meðaltali en liðið sem fór á Evrópumótið í Króatíu fyrir aðeins ári síðan. 9. janúar 2019 11:30
Heitur Teitur er klár í slaginn við stóru kallana: „Nú fæ ég að sjá hvert ég er kominn“ Teitur Örn Einarsson vissi fyrir rétt rúmum sólarhring að hann væri á leiðinni á HM. 10. janúar 2019 08:30
Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30
Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30
Ekki verið fleiri nýliðar á stórmóti í fjórtán ár Heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku í ár kemst í hóp með HM 2005 og EM 2000 sem þau stórmót þar sem íslenska handboltalandsliðið hefur teflt fram flestum nýliðum á þessari öld. 9. janúar 2019 10:00
Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00