Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Þ. 82-76 | Njarðvíkingar sluppu með skrekkinn gegn Þór Þ. Bjarni Þórarinn Hallfreðsson í Ljónagryfjunni skrifar 10. janúar 2019 22:15 Ljónin úr Njarðvík ríghalda í toppsæti Dominos-deildar karla vísir/daníel þór Njarðvíkingar halda toppsæti sínu eftir sex stiga sigur á Þór Þorlákshöfn í hörkuspennandi leik í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn betur og náðu snemma forystunni sem þeir héldu út fyrri hálfleikinn. Heimamenn leiddu að fyrri hálfleik loknum með fimm stigum, 43-38. Kino Rochford var sterkur undir körfunni í liði Þórs og réðu Njarðvíkingar lítið sem ekkert við Bandaríkjamanninn. Skotin hjá Rochford voru hins vegar ekki að detta niður. Þórsarar komu sterkir til leiks í síðari hálfleik og náðu forystunni um miðbik þriðja leikhluta. Forystunni héldu þeir allt fram í lokaleikhlutann en þá hrukku heimamenn í gang og sigldu stigunum tveimur í hús. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar geta alveg vel við unað með stigin tvö í kvöld. Leikurinn var langt frá því að vera þeirra sterkasti í vetur en það sýnir styrkleikamerki að vinna leiki, þrátt fyrir að leikurinn hafi ekki verið frábær. Þannig lið verða oft meistarar. Þessir stóðu upp úr: Jeb Ivey og Elvar Már áttu fínan leik hjá Njarðvíkingum og þá átti Ólafur Helgi flotta innkomu af bekknum hjá þeim grænu. Hjá Þórsurum voru Rochford og Tomsich stigahæstir með 20 stig hvor. Hvað gekk illa? Undirrituðum fannst vera ákveðin deyfð í spilamennsku beggja liða í kvöld í fyrri hálfleik, og þá sérstaklega hjá heimamönnum. Hraðinn var ekkert gríðarlegur, og þá hitinn var lítill. Smitaðist það upp í stúku og heyrðist varla í stuðningsmönnum Njarðvíkur fyrr en í lokaleikhlutanum. Þá átti Ragnar Örn Bragason ekki góðan leik í liði Þórs, en hann skoraði aðeins eitt stig og tók tvö fráköst, ásamt því að fá fimm villur. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar heimsækja Valsmenn á Hlíðarenda en Þórsarar fá Íslandsmeistara KR í heimsókn.Njarðvík-Þór Þ. 82-76 (23-20, 20-18, 13-21, 26-17) Njarðvík: Jeb Ivey 19, Elvar Már Friðriksson 18/6 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 12/4 fráköst, Mario Matasovic 8/8 fráköst/3 varin skot, Maciek Stanislav Baginski 7/5 fráköst, Kristinn Pálsson 7/4 fráköst, Julian Rajic 5/4 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 3, Veigar Páll Alexandersson 3.Þór Þ.: Kinu Rochford 20/8 fráköst, Nikolas Tomsick 20/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 14/4 fráköst, Jaka Brodnik 11, Davíð Arnar Ágústsson 10/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 1. Einar Árni: Ákveðin fegurð í því að vinna leiki þegar hlutirnir detta ekki með manni Einar Árni Jóhannsson var ánægður með sigur Njarðvíkinga gegn Þórsurum í Ljónagryfjunni í kvöld. Leikurinn í kvöld var langt frá því að vera sá besti hjá þeim grænu í vetur, en sigur er alltaf sigur. „Mér fannst hann fallegur. Það er ákveðin fegurð í því að vinna leiki þegar hlutirnir eru ekki að detta með manni. Ég er virkilega ánægður með að hafa klárað þennan sigur á móti virkilega góðu Þórsliði,“ sagði Einar Árni. Undirrituðum fannst vera ákveðin deyfð yfir Njarðvík í kvöld, og var ekkert brjáluð stemmning í leikmönnum inn á vellinum. Einar Árni var sammála því að einhverju leyti. „Já ég ætla bara að segja það. Deyfð, veit það ekki en það fór mikil orka og mikil vinna í leikinn á mánudag gegn Keflavík og við erum að koma aftur í allt öðruvísi undirbúning þegar það er vika á milli leikja. Það er ekki það að menn hafi ekki verið ferskir í fæturnar. Heldur vorum við andlega kannski ekki eins gíraðir og við hefðum viljað vera og það tók langan tíma. En þegar við vorum kannski komnir pínulítið upp við vegg, þá fannst mér ég sjá þá drengi sem ég veit að eiga sín gæði til, og þeir stigu virkilega upp í varnarleiknum í fjórða leikhlutanum.“ Það sýnir styrkleikamerki hjá liðum sem vinna leiki, þrátt fyrir að eiga ekki frábæran leik. Njarðvíkingar leggjast sáttir á koddann í kvöld með stigin sín tvö. „Algjörlega. Horfandi inn í þennan vetur, þá sá maður að þetta yrði miklu jafnara mót en oft áður. Það er miklu meiri þéttleiki í öllum liðum. Við gerðum aldrei ráð fyrir því að það væru einhverjir leikir þar sem við myndum labba yfir liðin. Fyrir þennan leik vissum við alveg að við værum að fara inn í hörkuleik á móti liði sem er með mikið sjálfstraust, búið að vinna fjóra af síðustu fimm í deild, og unnu Stólana í síðasta leik. Við vorum fullmeðvitaðir að þeir kæmu hingað með kassann úti og við vorum ekki að bregðast við því. Fyrri hálfleikurinn var ágætur en það vantaði einhvern kraft í okkur fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik.“ Logi Gunnarsson var ekki með í kvöld, líkt og í síðustu tveimur leikjum Njarðvíkur. Einar Árni vonast eftir því að Logi verði klár í næsta leik liðsins. „Staðan er þokkaleg, hann er búinn að vera að æfa síðan jólin, en ekki í ,,contact“. Við erum að gæla við það að hann fari að stíga upp í því ferli núna um helgina og vonandi nær hann góðri æfingaviku. Ef allt gengur eftir þá verður hann klár í næsta leik gegn Val.“ Baldur: Hefðum átt skilið að vinna „Þetta var sárt tap. Mér fannst við gera vel í þessum leik og hefðum átt skilið að vinna,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson eftir Þórs Þorlákshafnar gegn Njarðvíkingum í kvöld. Þórsarar voru undir í hálfleik en náðu forystunni með góðum þriðja leikhluta. Forysta þeirra hélst allt þar til um miðbik lokaleikhlutans. „Þetta var bara 50/50 leikur og þetta endar bara þeirra megin þarna á lokamínútunum.“ Þórsarar áttu flottan leik í kvöld og hefðu vel getað tekið stigin tvö í kvöld. Baldur var ánægður með varnarleikinn hjá sínum mönnum í kvöld. „Við spilum góðan varnaleik í þessum leik. Við erum bara búnir að hækka levelið okkar í körfubolta og það er jákvætt.“ Kino Rochford átti fínan leik undir körfunni í liði Þórs í kvöld, en Njarðvíkingar réðu lítið sem ekkert við hann undir teignum. Skotin hans Rochford voru hins vegar ekki alveg detta niður. „Já hann er mjög góður undir körfunni og það er eitt af vopnunum okkar og við notum það.“ Þór gerði sér lítið fyrir og skellti Tindastóli í síðustu umferð, og stóðu vel í Njarðvíkingum í kvöld, liðunum sem verma efstu tvö sæti deildarinnar. Baldur er ánægður með að sjá hversu vel Þórsarar standa í liðunum fyrir ofan þá í deildinni. „Við getum unnið þessi lið og ætlum okkur að gera það.“ Elvar Már: Finnst við eiga að mæta sterkari til leiks en þetta Elvar Már Friðriksson var að vonum sáttur með sigur Njarðvíkinga í kvöld gegn Þór Þorlákshöfn, þrátt fyrir að þeir grænu hafi ekki spilað sinn besta leik í kvöld. „Við spiluðum klárlega ekki okkar besta leik í kvöld. Ég held að dýptin okkar hafi klárað þennan leik í kvöld. Við erum með marga menn sem geta spilað vel og við getum því rúllað liðinu vel.“ Níu leikmenn skoruðu í liði Njarðvíkur í kvöld og dreyfðu þeir mínútunum vel á milli leikmanna. Elvar segir það mikilvægt að hafa djúpan hóp svo hægt sé að dreyfa spiltímanum. „Klárlega, sérstaklega þegar stutt er á milli leikja. Hörkubarátta gegn Keflavík í síðasta leik og svo fáum við tvo daga í upphitun fyrir þennan leik. Kannski smá þreyttar lappir en það er engin afsökun. Mér fannst dýptin klárlega hjálpa okkur í kvöld.“ Stutt er síðan Njarðvíkingar mættur nágrönnum sínum úr Keflavík í hörkuleik og segir Elvar að sá leikur hafi tekið sinn toll. „Það tók smá tíma að dempa sig niður eftir Keflavíkurleikinn en maður vissi alveg af þessum leik. Finnst að við eigum að mæta sterkari til leiks en þetta.“ Elvar segir það vera styrkleikamerki að vinna leiki þrátt fyrir að liðið eigi ekki sinn besta leik í kvöld. „Það segir til um hversu gott lið við erum.“ Dominos-deild karla
Njarðvíkingar halda toppsæti sínu eftir sex stiga sigur á Þór Þorlákshöfn í hörkuspennandi leik í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn betur og náðu snemma forystunni sem þeir héldu út fyrri hálfleikinn. Heimamenn leiddu að fyrri hálfleik loknum með fimm stigum, 43-38. Kino Rochford var sterkur undir körfunni í liði Þórs og réðu Njarðvíkingar lítið sem ekkert við Bandaríkjamanninn. Skotin hjá Rochford voru hins vegar ekki að detta niður. Þórsarar komu sterkir til leiks í síðari hálfleik og náðu forystunni um miðbik þriðja leikhluta. Forystunni héldu þeir allt fram í lokaleikhlutann en þá hrukku heimamenn í gang og sigldu stigunum tveimur í hús. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar geta alveg vel við unað með stigin tvö í kvöld. Leikurinn var langt frá því að vera þeirra sterkasti í vetur en það sýnir styrkleikamerki að vinna leiki, þrátt fyrir að leikurinn hafi ekki verið frábær. Þannig lið verða oft meistarar. Þessir stóðu upp úr: Jeb Ivey og Elvar Már áttu fínan leik hjá Njarðvíkingum og þá átti Ólafur Helgi flotta innkomu af bekknum hjá þeim grænu. Hjá Þórsurum voru Rochford og Tomsich stigahæstir með 20 stig hvor. Hvað gekk illa? Undirrituðum fannst vera ákveðin deyfð í spilamennsku beggja liða í kvöld í fyrri hálfleik, og þá sérstaklega hjá heimamönnum. Hraðinn var ekkert gríðarlegur, og þá hitinn var lítill. Smitaðist það upp í stúku og heyrðist varla í stuðningsmönnum Njarðvíkur fyrr en í lokaleikhlutanum. Þá átti Ragnar Örn Bragason ekki góðan leik í liði Þórs, en hann skoraði aðeins eitt stig og tók tvö fráköst, ásamt því að fá fimm villur. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar heimsækja Valsmenn á Hlíðarenda en Þórsarar fá Íslandsmeistara KR í heimsókn.Njarðvík-Þór Þ. 82-76 (23-20, 20-18, 13-21, 26-17) Njarðvík: Jeb Ivey 19, Elvar Már Friðriksson 18/6 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 12/4 fráköst, Mario Matasovic 8/8 fráköst/3 varin skot, Maciek Stanislav Baginski 7/5 fráköst, Kristinn Pálsson 7/4 fráköst, Julian Rajic 5/4 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 3, Veigar Páll Alexandersson 3.Þór Þ.: Kinu Rochford 20/8 fráköst, Nikolas Tomsick 20/6 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 14/4 fráköst, Jaka Brodnik 11, Davíð Arnar Ágústsson 10/5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 1. Einar Árni: Ákveðin fegurð í því að vinna leiki þegar hlutirnir detta ekki með manni Einar Árni Jóhannsson var ánægður með sigur Njarðvíkinga gegn Þórsurum í Ljónagryfjunni í kvöld. Leikurinn í kvöld var langt frá því að vera sá besti hjá þeim grænu í vetur, en sigur er alltaf sigur. „Mér fannst hann fallegur. Það er ákveðin fegurð í því að vinna leiki þegar hlutirnir eru ekki að detta með manni. Ég er virkilega ánægður með að hafa klárað þennan sigur á móti virkilega góðu Þórsliði,“ sagði Einar Árni. Undirrituðum fannst vera ákveðin deyfð yfir Njarðvík í kvöld, og var ekkert brjáluð stemmning í leikmönnum inn á vellinum. Einar Árni var sammála því að einhverju leyti. „Já ég ætla bara að segja það. Deyfð, veit það ekki en það fór mikil orka og mikil vinna í leikinn á mánudag gegn Keflavík og við erum að koma aftur í allt öðruvísi undirbúning þegar það er vika á milli leikja. Það er ekki það að menn hafi ekki verið ferskir í fæturnar. Heldur vorum við andlega kannski ekki eins gíraðir og við hefðum viljað vera og það tók langan tíma. En þegar við vorum kannski komnir pínulítið upp við vegg, þá fannst mér ég sjá þá drengi sem ég veit að eiga sín gæði til, og þeir stigu virkilega upp í varnarleiknum í fjórða leikhlutanum.“ Það sýnir styrkleikamerki hjá liðum sem vinna leiki, þrátt fyrir að eiga ekki frábæran leik. Njarðvíkingar leggjast sáttir á koddann í kvöld með stigin sín tvö. „Algjörlega. Horfandi inn í þennan vetur, þá sá maður að þetta yrði miklu jafnara mót en oft áður. Það er miklu meiri þéttleiki í öllum liðum. Við gerðum aldrei ráð fyrir því að það væru einhverjir leikir þar sem við myndum labba yfir liðin. Fyrir þennan leik vissum við alveg að við værum að fara inn í hörkuleik á móti liði sem er með mikið sjálfstraust, búið að vinna fjóra af síðustu fimm í deild, og unnu Stólana í síðasta leik. Við vorum fullmeðvitaðir að þeir kæmu hingað með kassann úti og við vorum ekki að bregðast við því. Fyrri hálfleikurinn var ágætur en það vantaði einhvern kraft í okkur fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik.“ Logi Gunnarsson var ekki með í kvöld, líkt og í síðustu tveimur leikjum Njarðvíkur. Einar Árni vonast eftir því að Logi verði klár í næsta leik liðsins. „Staðan er þokkaleg, hann er búinn að vera að æfa síðan jólin, en ekki í ,,contact“. Við erum að gæla við það að hann fari að stíga upp í því ferli núna um helgina og vonandi nær hann góðri æfingaviku. Ef allt gengur eftir þá verður hann klár í næsta leik gegn Val.“ Baldur: Hefðum átt skilið að vinna „Þetta var sárt tap. Mér fannst við gera vel í þessum leik og hefðum átt skilið að vinna,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson eftir Þórs Þorlákshafnar gegn Njarðvíkingum í kvöld. Þórsarar voru undir í hálfleik en náðu forystunni með góðum þriðja leikhluta. Forysta þeirra hélst allt þar til um miðbik lokaleikhlutans. „Þetta var bara 50/50 leikur og þetta endar bara þeirra megin þarna á lokamínútunum.“ Þórsarar áttu flottan leik í kvöld og hefðu vel getað tekið stigin tvö í kvöld. Baldur var ánægður með varnarleikinn hjá sínum mönnum í kvöld. „Við spilum góðan varnaleik í þessum leik. Við erum bara búnir að hækka levelið okkar í körfubolta og það er jákvætt.“ Kino Rochford átti fínan leik undir körfunni í liði Þórs í kvöld, en Njarðvíkingar réðu lítið sem ekkert við hann undir teignum. Skotin hans Rochford voru hins vegar ekki alveg detta niður. „Já hann er mjög góður undir körfunni og það er eitt af vopnunum okkar og við notum það.“ Þór gerði sér lítið fyrir og skellti Tindastóli í síðustu umferð, og stóðu vel í Njarðvíkingum í kvöld, liðunum sem verma efstu tvö sæti deildarinnar. Baldur er ánægður með að sjá hversu vel Þórsarar standa í liðunum fyrir ofan þá í deildinni. „Við getum unnið þessi lið og ætlum okkur að gera það.“ Elvar Már: Finnst við eiga að mæta sterkari til leiks en þetta Elvar Már Friðriksson var að vonum sáttur með sigur Njarðvíkinga í kvöld gegn Þór Þorlákshöfn, þrátt fyrir að þeir grænu hafi ekki spilað sinn besta leik í kvöld. „Við spiluðum klárlega ekki okkar besta leik í kvöld. Ég held að dýptin okkar hafi klárað þennan leik í kvöld. Við erum með marga menn sem geta spilað vel og við getum því rúllað liðinu vel.“ Níu leikmenn skoruðu í liði Njarðvíkur í kvöld og dreyfðu þeir mínútunum vel á milli leikmanna. Elvar segir það mikilvægt að hafa djúpan hóp svo hægt sé að dreyfa spiltímanum. „Klárlega, sérstaklega þegar stutt er á milli leikja. Hörkubarátta gegn Keflavík í síðasta leik og svo fáum við tvo daga í upphitun fyrir þennan leik. Kannski smá þreyttar lappir en það er engin afsökun. Mér fannst dýptin klárlega hjálpa okkur í kvöld.“ Stutt er síðan Njarðvíkingar mættur nágrönnum sínum úr Keflavík í hörkuleik og segir Elvar að sá leikur hafi tekið sinn toll. „Það tók smá tíma að dempa sig niður eftir Keflavíkurleikinn en maður vissi alveg af þessum leik. Finnst að við eigum að mæta sterkari til leiks en þetta.“ Elvar segir það vera styrkleikamerki að vinna leiki þrátt fyrir að liðið eigi ekki sinn besta leik í kvöld. „Það segir til um hversu gott lið við erum.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum