Fimm á liðsmyndinni eru ekki í HM-hópnum Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 11. janúar 2019 08:00 Liðsmynd Íslands í opinberu tímariti heimsemeistaramótsins í handbolta. vísir/tom Á öllum heimsmeistaramótum í handbolta eins og fleiri greinum er gefið út veglegt opinbert tímarit með upplýsingum um allt það helsta; liðin, leikmannahópana, leikstaðina og fleira. Á opnunni um íslenska liðið er farið yfir helstu afrek þess í textanum eins og silfrið í Peking og þá er árangur liðsins á HM í gegnum tíðina rakinn. Stóri 28 manna landsliðshópurinn er svo skrásettur en Guðmundur Guðmundsson gerði pennum tímaritsins lítinn greiða með því að bíða fram á síðustu stundu með að velja liðið. Hann þurfti þó að gera það vegna meiðsla. Teitur Örn Einarsson, sem kom óvænt inn í hópinn í vikunni, er til dæmis ekki skráður með númer en Selfyssingurinn var kallaður á æfingu á mánudaginn og flaug út með liðinu í fyrradag. Það vandræðalegasta við opnuna er líklega liðsmyndin sem er tæplega eins árs gömul, tekin í Víkinni á æfingum liðsins fyrir æfingamótið í Noregi á síðasta ári. Hún er ekki alveg nýjasta nýtt. Á henni eru fimm leikmenn sem ekki eru með á HM og þrír af þeim voru ekki einu sinni í 28 manna hópnum sem eru þeir leikmenn sem löglega mega spila á heimsmeistaramótinu. Einn af þeim, Vignir Svavarsson, hefur líka lagt landsliðsskóna á hilluna. Markvörðurinn Viktor Gísli Halglrímsson situr fremst á myndinni en Framarinn ungi og stórefnilegi var ekki valinn í 28 manna hópinn líkt og hægri skyttan Ragnar Jóhannsson sem situr við hlið hans. Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var sömuleiðis ekki í 28 manna hópnum en er á myndinni þar sem að hann þreytti frumraun sína í Noregi á síðasta ári. Rúnar Kárason og Ágúst Birgisson eru svo hinir tveir sem eru á liðsmyndinni í tímaritinu en eru ekki í HM-hópnum. Hægt er þó að kalla þá inn þar sem að þeir eru í stóra 28 manna hópnum sem var valinn í byrjun desember. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Dagur stýrði æfingu spenntra Japana Dagur Sigurðsson er mættur með sína stráka og er klár í fyrsta leik. 10. janúar 2019 11:51 Kristján án stjörnulínumannsins síns Sænska handboltalandsliðið glímir við meiðsli og veikindi alveg eins og það íslenska. 10. janúar 2019 16:00 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Á öllum heimsmeistaramótum í handbolta eins og fleiri greinum er gefið út veglegt opinbert tímarit með upplýsingum um allt það helsta; liðin, leikmannahópana, leikstaðina og fleira. Á opnunni um íslenska liðið er farið yfir helstu afrek þess í textanum eins og silfrið í Peking og þá er árangur liðsins á HM í gegnum tíðina rakinn. Stóri 28 manna landsliðshópurinn er svo skrásettur en Guðmundur Guðmundsson gerði pennum tímaritsins lítinn greiða með því að bíða fram á síðustu stundu með að velja liðið. Hann þurfti þó að gera það vegna meiðsla. Teitur Örn Einarsson, sem kom óvænt inn í hópinn í vikunni, er til dæmis ekki skráður með númer en Selfyssingurinn var kallaður á æfingu á mánudaginn og flaug út með liðinu í fyrradag. Það vandræðalegasta við opnuna er líklega liðsmyndin sem er tæplega eins árs gömul, tekin í Víkinni á æfingum liðsins fyrir æfingamótið í Noregi á síðasta ári. Hún er ekki alveg nýjasta nýtt. Á henni eru fimm leikmenn sem ekki eru með á HM og þrír af þeim voru ekki einu sinni í 28 manna hópnum sem eru þeir leikmenn sem löglega mega spila á heimsmeistaramótinu. Einn af þeim, Vignir Svavarsson, hefur líka lagt landsliðsskóna á hilluna. Markvörðurinn Viktor Gísli Halglrímsson situr fremst á myndinni en Framarinn ungi og stórefnilegi var ekki valinn í 28 manna hópinn líkt og hægri skyttan Ragnar Jóhannsson sem situr við hlið hans. Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, var sömuleiðis ekki í 28 manna hópnum en er á myndinni þar sem að hann þreytti frumraun sína í Noregi á síðasta ári. Rúnar Kárason og Ágúst Birgisson eru svo hinir tveir sem eru á liðsmyndinni í tímaritinu en eru ekki í HM-hópnum. Hægt er þó að kalla þá inn þar sem að þeir eru í stóra 28 manna hópnum sem var valinn í byrjun desember.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Dagur stýrði æfingu spenntra Japana Dagur Sigurðsson er mættur með sína stráka og er klár í fyrsta leik. 10. janúar 2019 11:51 Kristján án stjörnulínumannsins síns Sænska handboltalandsliðið glímir við meiðsli og veikindi alveg eins og það íslenska. 10. janúar 2019 16:00 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Dagur stýrði æfingu spenntra Japana Dagur Sigurðsson er mættur með sína stráka og er klár í fyrsta leik. 10. janúar 2019 11:51
Kristján án stjörnulínumannsins síns Sænska handboltalandsliðið glímir við meiðsli og veikindi alveg eins og það íslenska. 10. janúar 2019 16:00
Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00