Arnór kemst inn á lista yfir bestu táninga heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 15:00 Arnór Sigurðsson. Getty/David S. Bustamante Árið 2018 var eftirminnilegt fyrir íslenska knattspyrnumanninn Arnór Sigurðsson en á sama ári og hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri í atvinnumennskunnni þá var hann líka seldur til CSKA Moskvu, spilaði og skoraði í Meistaradeildinni og lék sinn fyrsta A-landsleik. Það hefur líka verið tekið eftir uppkomu Skagamannsins eins og sést á samantekt hollenska fótboltablaðsins Voetbal International yfir tuttugu bestu táninga í heimi.VI PRO zet de grootste talenten op een rij. https://t.co/JsClfhuUSe — VI (@VI_nl) January 9, 2019Arnór komst upp í átjánda sæti listans sem er frábær árangur hjá íslenskum leikmanni sem mjög fáir vissu hver var fyrir ári síðan. Arnór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Norrköping á móti Östersunds 5. maí 2018 og skoraði þá bæði mörkin í 2-0 sigri. CSKA Moskva keypti hann síðan frá Norrköping 31. ágúst eftir að hann hafði skorað 3 mörk og gefið 3 stoðsendingar í 17 deildarleikjum með besta liði Svíþjóðar. Arnór lék sinn fyrsta leik með CSKA Moskvu í Meistaradeildinni 19. september 2018 og 23. október var hann í fyrsta sinn í byrjunarliði í Meistaradeildinni á móti Roma. Hann skoraði síðan sitt fyrsta Meistaradeildarmark á móti Roma 7. nóvember og var síðan bæði með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri á Real Madrid á Santiago Bernabeu 12. desember síðastliðinn. Arnór lék síðan sinn fyrsta A-landsleik á móti Belgíu 15. nóvember en hann var í byrjunarliðinu í þeim leik. „Arnór Sigurðsson var stórkostlegur í Meistaradeildinni í desember. Hann gaf stoðsendingu og skoraði mark og átti stóran þátt í 3-0 útisigri á Real Madrid. Sigurðsson, sem spilaði sinn fyrsta A-landsleik í nóvember, spilaði á síðasta ári með Norrköping. CSKA greiddi fyrir hann fjórar milljónir evra," segir í umfjöllun Voetbal International um Arnór en Fótbolti.net sagði frá. Besti táningurinn í heiminum í dag er varnarmaðurinn Matthijs De Ligt hjá Ajax í Hollandi en menn hafa verið að orða hann við stórlið eins og Barcelona. Það segir líka margt um þennan 19 ára strák að hann er þegar kominn með fyrirliðabandið hjá Ajax-liðinu. Englendingurinn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund er í öðru sæti og í því þriðja er Kai Havertz hjá Bayer Leverkusen. Justin Kluivert, Ryan Sessegnon og Matteo Guendouzi eru allir á listanum sem og Vinicius Junior brasilíska vonarstjarnan hjá Real Madrid. Næstu menn á undan Arnóri á listanum er Arsenal-maðurinn Reiss Nelson sem er í láni hjá Hoffenheim í Þýskalandi.Arnór Sigurðsson átti frábæran leik á Santiago Bernabéu í desember. Hér þakkar hann Gareth Bale fyrir leikinn.Getty/Denis Doyle Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Árið 2018 var eftirminnilegt fyrir íslenska knattspyrnumanninn Arnór Sigurðsson en á sama ári og hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri í atvinnumennskunnni þá var hann líka seldur til CSKA Moskvu, spilaði og skoraði í Meistaradeildinni og lék sinn fyrsta A-landsleik. Það hefur líka verið tekið eftir uppkomu Skagamannsins eins og sést á samantekt hollenska fótboltablaðsins Voetbal International yfir tuttugu bestu táninga í heimi.VI PRO zet de grootste talenten op een rij. https://t.co/JsClfhuUSe — VI (@VI_nl) January 9, 2019Arnór komst upp í átjánda sæti listans sem er frábær árangur hjá íslenskum leikmanni sem mjög fáir vissu hver var fyrir ári síðan. Arnór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik með Norrköping á móti Östersunds 5. maí 2018 og skoraði þá bæði mörkin í 2-0 sigri. CSKA Moskva keypti hann síðan frá Norrköping 31. ágúst eftir að hann hafði skorað 3 mörk og gefið 3 stoðsendingar í 17 deildarleikjum með besta liði Svíþjóðar. Arnór lék sinn fyrsta leik með CSKA Moskvu í Meistaradeildinni 19. september 2018 og 23. október var hann í fyrsta sinn í byrjunarliði í Meistaradeildinni á móti Roma. Hann skoraði síðan sitt fyrsta Meistaradeildarmark á móti Roma 7. nóvember og var síðan bæði með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri á Real Madrid á Santiago Bernabeu 12. desember síðastliðinn. Arnór lék síðan sinn fyrsta A-landsleik á móti Belgíu 15. nóvember en hann var í byrjunarliðinu í þeim leik. „Arnór Sigurðsson var stórkostlegur í Meistaradeildinni í desember. Hann gaf stoðsendingu og skoraði mark og átti stóran þátt í 3-0 útisigri á Real Madrid. Sigurðsson, sem spilaði sinn fyrsta A-landsleik í nóvember, spilaði á síðasta ári með Norrköping. CSKA greiddi fyrir hann fjórar milljónir evra," segir í umfjöllun Voetbal International um Arnór en Fótbolti.net sagði frá. Besti táningurinn í heiminum í dag er varnarmaðurinn Matthijs De Ligt hjá Ajax í Hollandi en menn hafa verið að orða hann við stórlið eins og Barcelona. Það segir líka margt um þennan 19 ára strák að hann er þegar kominn með fyrirliðabandið hjá Ajax-liðinu. Englendingurinn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund er í öðru sæti og í því þriðja er Kai Havertz hjá Bayer Leverkusen. Justin Kluivert, Ryan Sessegnon og Matteo Guendouzi eru allir á listanum sem og Vinicius Junior brasilíska vonarstjarnan hjá Real Madrid. Næstu menn á undan Arnóri á listanum er Arsenal-maðurinn Reiss Nelson sem er í láni hjá Hoffenheim í Þýskalandi.Arnór Sigurðsson átti frábæran leik á Santiago Bernabéu í desember. Hér þakkar hann Gareth Bale fyrir leikinn.Getty/Denis Doyle
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira